Raforkuverð til Rio Tinto á Íslandi hækkar vegna verðbólgu í Bandaríkjunum
![Rio Tinto í Straumsvík greiðir nú um 40 Bandaríkjadali fyrir megavattstundina.](https://www.visir.is/i/9A90318B1DBDC88525513BBDAE5A9CED4DCC660C54A5F1B31B55CC284A31199D_713x0.jpg)
Raforkuverðið sem álver Rio Tinto á Íslandi greiðir til Landsvirkjunar er á svipuðum slóðum og það sem fyrirtækið greiddi áður en endursamið var við Landsvirkjun í febrúar á síðasta ári. Verðlagsþróun í Bandaríkjunum er helsti drifkraftur hækkunarinnar, en stærstur hluti raforkusamnings Rio Tinto við Landsvirkjun er verðtryggður miðað við neysluverðsvísitölu í Bandaríkjunum. Tólf mánaða verðbólga í Bandaríkjunum stendur nú í 8,5 prósentum.
Tengdar fréttir
![](https://www.visir.is/i/91811F5336485D488E27A525B62A782718A4EFE7D9ABA059C19DA1335D0AE705_308x200.jpg)
Dregið úr álframleiðslu í Noregi
Norski álframleiðandinn Norsk Hydro mun draga úr álframleiðslu í það minnsta tímabundið vegna minnkandi eftirspurnar. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá fyrirtækinu.