Skutu á mótmælendur við leiði Amini Samúel Karl Ólason skrifar 26. október 2022 15:16 Skjáskot úr myndbandi sem sýnir öryggissveitir undirbúa aðgerðir gegn mótmælendum í Íran. AP Vitni segja öryggissveitir í Íran hafa skotið á syrgjendur sem komið höfðu saman við gröf Masha Jina Amini í dag. Þar hafði fólk komið saman vegna þess að fjörutíu dagar eru liðnir síðan hún dó í haldi lögreglunnar. Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum. Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Fjölmiðlar í Íran segja að um tíu þúsund manns hafi safnast saman við kirkjugarðinn í bænum Saqez og að til átaka hafi komið við lögregluþjóna sem mættu búnir fyrir óeirðir. Reuters hefur eftir vitnum að lögreglan hafi skotið á fólk sem var komið saman og handtekið tugi þeirra. Mannréttindasamtök segja að fjölskylda Amini hafi verið vöruð við því að halda nokkurskonar minningarathöfn og hafi þeim verið hótað því að bróðir hennar yrði handtekinn. Amini, sem er Kúrdi, var handtekin af siðgæðislögregluþjónum vegna þess að hún þótti ekki vera með höfuðklút sinn nógu þéttan um höfuðið. Hún lést svo í haldi lögreglu en fjölskylda hennar segir hana hafa verið myrta og hafa þau ekki fengið að sjá lík hennar. Lögreglan segir hina 22 ára gömlu konu hafa fengið hjartaáfall. Frá mótmælum í Íran í dag. I am a free woman!Students are throwing their scarves up Tehran, 26th October#MahsaAmini pic.twitter.com/l8vxF8CVj5— Pouria Zeraati (@pouriazeraati) October 26, 2022 Síðan þá hafa umfangsmikil mótmæli átt sér stað víða um Íran þar sem mótmælendur hafa meðal annars kallað eftir því að klerkastjórn Írans fari frá völdum. Mótmælum þessum hefur verið mætt af mikilli hörku og er talið að minnst 250 hafi látið lífið og þúsundir hafa verið handteknir. Sjá einnig: Segja öryggissveitir hafa barið unglingsstúlku til bana Yfirvöld létu loka öllum skólum í Kúrdistan-héraði Írans í dag og segja það hafa verið gert vegna inflúensu. Nemendur og stúdentar hafa leitt mótmælin en umfang þeirra er sagt hafa komið klerkastjórninni á óvart. Mótmælendum hefur verið lýst í ríkismiðlum Írans sem landráðamönnum, hræsnurum og óþokkum.
Íran Mótmælaalda í Íran Tengdar fréttir Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40 Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20 Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17 Mest lesið Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Erlent Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Erlent Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Innlent Sólmyrkvi á laugardaginn Innlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Fleiri fréttir Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Telja hryllingsbúgarðinn hafa verið þjálfunarbúðir en ekki útrýmingarbúðir 24 látnir og 1.000 ára hof brunnið í fordæmalausum gróðureldum Blatter og Platini aftur sýknaðir af spillingarákæru Palestínumenn mótmæla Hamas á Gasa Segist bera fulla ábyrgð... en samt ekki Heimsækja eingöngu herstöð á Grænlandi Fundu stærstu lífrænu sameindirnar hingað til í gömlu sýni Vill fartölvu í fangelsið Pyttur opnaðist skyndilega á hraðbraut Vance á leið til Grænlands Danir kveðja konur í herinn Sjá meira
Blindur á öðru auga og máttlaus í hendi eftir árásina Rithöfundurinn Salman Rushdie missti sjón á öðru auga og allan mátt í annarri hendinni eftir hnífaárás. Ráðist var á rithöfundinn á meðan hann hélt fyrirlestur í New York í ágúst. 23. október 2022 16:40
Kvenkyns utanríkisráðherrar funda vegna Íran Fimmtán kvenkyns utanríkisráðherrar ríkja um allan heim munu funda í dag vegna stöðu kvenna og mannréttinda í Íran. Utanríkisráðherra Íslands er sagður taka þátt í fundinum. 20. október 2022 07:20
Orðin að þjóðhetju eftir heimkomuna Elnaz Rekabi sneri aftur til Íran snemma í morgun eftir að hafa keppt á Asíumótinu í klifri. Rekabi notaðist ekki við slæðu þegar hún keppti og óttuðust margir um líf hennar um tíma. 19. október 2022 09:17