„Það væri náttúrulega bara stórslys“ Snorri Másson skrifar 27. október 2022 08:56 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir að það yrði menningarlegt stórslys ekki aðeins fyrir Íslendinga heldur veröldina alla ef íslensk tunga dæi út og enska væri tekin upp hér á landi. Katrín ræddi málefni íslenskunnar í Íslandi í dag, sem sjá má hér að ofan. Í innslaginu er að sönnu farið um víðan völl – líkt og fyrirsögnin ber með sér. Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín. Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Ármann Jakobsson formaður Íslenskrar málnefndar skrifaði grein á Vísi nýverið þar sem hann varaði við því að fullveldi landsins stafaði ógn af því ef þrengt væri stöðugt að íslenskunni. Katrín kveðst sammála bróður sínum um að ekki sé rætt nægilega mikið hvað felist í því að vera fullvalda þjóð. „Við eigum sögu þess að hugsa um fullveldi út frá hugtökunum land, þjóð og tunga. Ég hef sjálf ekkert verið feimin við að tala um fullveldi til dæmis þegar við erum að tala um sölu á landi; að það sé mikilvægt að reisa skorður við að land þjappist ekki á of fárra hendur, jafnvel erlendra aðila,“ segir Katrín. Forsætisráðherra segir enskuna taka yfir sífellt fleiri svið samfélagsins.Vísir „Ég held að tungan sé einmitt hluti af þessu fullveldi. Þegar við erum stödd þar sem við erum núna, að enskan er alltaf að færast yfir á fleiri svið samfélagsins, þá held ég að það sé full ástæða til að staldra við.“ Katrín segir að flétta þurfi íslenskukennslu inn á vinnustaði þar sem erlent starfsfólk getur sótt námið. Ekki sé hægt að ætlast til að fólk klári langan vinnudag og fari þá að læra íslensku. Veita þurfi málaflokknum frekara fjármagn. Menningarlegt stórslys Þeir eru til sem segja að lítill skaði hlytist af því að enskan tæki hér yfir sem tungumál og íslenskan myndi þá víkja. Það myndi þannig einfalda málin. Katrín er á annarri skoðun. „Það væri náttúrulega bara stórslys. Við værum í raun og veru bara að henda menningarverðmætunum sem felast í því að eiga tungumál sem hefur verið talað hér frá landnámi. Við værum bara að henda því fyrir borð. Það væri bara menningarlegt stórslys, alveg eins og þegar tegundir hverfa, höfum við séð tegundir hverfa. Ég myndi telja það ekki bara stórslys fyrir okkur, heldur heiminn,“ segir Katrín.
Íslensk fræði Íslensk tunga Tækni Börn og uppeldi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Ísland í dag Tengdar fréttir „Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
„Ótvírætt mesta ógn sem hefur stafað að sjálfstæði Íslands seinustu áratugi“ Ofurvald enskrar tungu og litlir hvatar fyrir nýja íbúa á Íslandi til að læra íslensku er ótvírætt mesta ógn sem stafað hefur að sjálfstæði landsins síðustu áratugi. Ný íslensk sjálfstæðisbarátta þurfi að hefjast á því að margfalda íslenskukennslu nýrra íbúa með aðstoð hins opinbera. 19. október 2022 09:58