Erlent

Nunnur og prestar horfi á klám, sem þó sé verkfæri djöfulsins

Vésteinn Örn Pétursson skrifar
Frans páfi segir að jafnvel sumir úr hópi presta og nunna horfi á klám. Hann mælir þó gegn því.
Frans páfi segir að jafnvel sumir úr hópi presta og nunna horfi á klám. Hann mælir þó gegn því. Getty/Neudecker

Frans páfi, æðsti maður innan kaþólsku kirkjunnar, hefur varað við því að prestar og nunnur horfi á klám á netinu. Hann segir klám vera til þess fallið að veikja prestshjartað, auk þess sem það sé verkfæri djöfulsins.

Breska ríkisútvarpið hefur eftir hinum 86 ára gamla páfa, sem var að bregðast við spurningu um hvernig ætti að nota samfélagsmiðla í Vatíkaninu, að samfélagsmiðla ætti að nota, en þó aðeins í hófi. 

Þá sagði hann að klám væri siðferðisbrestur sem margir glímdu við.

„Jafnvel prestar og nunnur,“ bætti hann svo við. 

„Þaðan kemst djöfullinn inn,“ sagði hann jafnframt um klámið sem finna má víða á internetinu. 

„Hið hreina hjarta, sem Jesú sér á hverjum degi, má ekki verða fyrir áhrifum klámfengins efnis.“

Samkvæmt reglum kaþólsku kirkjunnar verða prestar og nunnur að vera skírlíf. Klámáhorf myndi teljast brot á þeirri meginreglu kirkjunnar. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×