Erlent

Pýton­slanga gleypti konu í Indónesíu

Bjarki Sigurðsson skrifar
Það er afar sjaldgæft að pýtonslöngur éti fólk.
Það er afar sjaldgæft að pýtonslöngur éti fólk. Getty

Pýtonslanga gleypti konu á sextugsaldri á eyjunni Súmötru í Indónesíu á sunnudagskvöld. Atvikið átti sér stað á plantekru þar sem konan starfaði. 

The Guardian greinir frá. Konan fór til vinnu á sunnudagsmorgun og tilkynnti eiginmaður hennar lögreglu að hún væri týnd eftir að hún sneri ekki aftur. Er hann fór á ekruna að leita að henni fann hann sandala hennar, hálsklút, jakka og verkfæri. 

Daginn eftir sást til stórrar pýtonslöngu á svæðinu. Slangan var rúmlega sjö metrar að lengd. Þegar slangan var handsömuð kom í ljós að lík konunnar var í iðrum hennar. 

Pýtonslöngur drepa fórnarlömb sín með því að kremja þau. Því var konan að öllum líkindum látin þegar hún var gleypt. 

Það er ekki algengt að pýtonslöngur drepi fólk en venjulega éta þær minni dýr. Fyrir fjórum árum síðan lést maður á Sulawesi-eyju í Indónesíu eftir að hafa orðið fyrir árás Pýtonslöngu. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×