Misheppnaðar ráðstafanir í málefnum íslenskrar dýraverndar Árni Stefán Árnason skrifar 27. október 2022 10:30 Íslenskum þingmönnum (ráðherrum) hafa verið afar mislagðar hendur í framkvæmd dýraverndar skv. lögum til þessa. Auðvelt er að rekja þá sögu en þetta hefur verið áberandi frá því að dýraverndarlögin frá 1957 tóku gildi. Ekki fór hins vegar á milli mála hver viljinn var og hversu vel að þessum málum var staðið með fyrstu dýraverndarlögunum skömmu eftir 1900 og voru sett að tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar, mikils áhrifamanns í íslensku samfélagi og þingmanns þá. Frumkvöðuls í íslenskri dýravernd, sem þekkti hvern krók og kima í málaflokknum. Í dag virðist þingmönnum ómögulegt að koma dýravernd í faglegt form ólíkt því sem var í upphafi þegar maður með þekkingu, Tryggvi heitinn, má heita að hafi stýrt dýravernd á Íslandi af fagmennsku og verulegri þekkingu, beint úr þingsal, þó hvorki væri lögfræðingur né dýralæknir heldur áhugamaður eins og öll við hin, sem berjumst nú af elju fyrir bættum hag dýra. Líkleg ástæða á núverandi stöðu er sú að seinni tíma þingmenn, einkum eftir að lögin frá 1957 tóku gildi, hafa eiginlega aldrei lagt við hlustir þegar kjarnaaðilar í dýravernd, þeir sem þekkja þessi máli, betur en nokkrir aðrir, hafa komið með tillögur að breytingum. Málefni opinberrar dýraverndar hafa verið færð fram og til baka á milli opinberra aðila án þess að nokkurn tíma hafi náðst sá árangur, sem verið er að sækjast eftir. Staðan hefur aldrei verið verri en nú. Síðasta tilfærsla á þessu verkefni var af hálfu Vinstri grænna til Matvælastofnunar (MAST). Það var gagnrýnt verulega áður en núgildandi lög voru samþykkt. Þáverandi ráðherra var handviss um að hjá MAST væri mesta faglega þekkingu að finna, af því að þar ynnu dýralæknar. Dýralæknar eru settir í úrvinnslu einfaldra og flókinna lögfræðilegra álitaefna hjá MAST. Ekki kannast ég við að lögfræðingar séu settir í að greina heilbrigðisvandamál og/eða aðbúnað eða aðstæður dýra! Ég man eftir einu stærsta dýraverndarmáli Íslandssögunnar, innflutningur um 400 búrfugla fyrir nokkrum árum. Þá sat ég krítískan fund fyrir hönd umbjóðenda minna með tug starfsmanna MAST og fjalla átti um aflífun allra fuglanna eður ei. Ekki einn einasti lögfræðingur, ekki einu sinni yfirdýralæknir. Á daginn kom að MAST hafði allan tímann rangt fyrir sér. Afstaða MAST og viðkomandi ráðuneytis felst nánast aldrei í því að gæta velferðar, hagsmuna og réttarstöðu dýra, koma þeim til hjálpar með öllum mögulegum ráðum. Dýr eru frekar drepin, send í sláturhús, heldur en að beita aðferðum siðaðra dýraverndarsamfélaga og koma þeim til hjálpar. Hrossamálið í Borgarbyggð er nýjasta dæmið. Algerlega óskiljanlegur skortur á vilja til að stunda nútímalega dýravernd. Frekar skulu heilbrigð dýr felld en þeim komið í góðar hendur og gott stand. Svona háttalag opinberra aðila þekkist ekki í Evrópu né BNA. Nýlegt dæmi að vestan er björgun mörg hundruð hunda frá lyfjaframleiðanda. Hefðu verið felldir hér. Í Þýskalandi hefðu Borgarbyggðarhrossin aldrei verið send í sláturhús. Það ætti yfirdýralæknir og fálkaorðuhafinn fyrir dýravernd að vita, hann lærði fag sitt í Þýskalandi. Á meðan á ferli frumvarps núgildandi laga stóð var bent á að það væru mistök af ýmsum ástæðum að færa málaflokkinn til MAST og eftirlit með dýravelferð ætti að vera í höndum sjálfstæðs aðila. Stungið var upp á sérstakri dýralögreglu að erlendri fyrirmynd. Ekkert var hlustað. Nú er svo komið að eftirlit með dýravelferð er í molum. Mál koma upp og dragast á langinn, MAST reynist erfitt að skilja, túlka og beita lögum um velferð dýra jafn skýr og þau eru. Að Ríkisendurskoðandi skuli nú sjá sig knúinn til að hafa afskipti af þessum máli segir allt sem segja þarf. Mér til undrunar þá virðast þingmenn aldrei ná valdi á ráðstöfun nokkuð einfalds málaflokks, sem dýravernd er, og þeim sem eru færðar valdheimildir í lögum virðast aldrei ná valdi á skilningi dýraverndarlaga. Þetta þarf ekki að vera svona ef hlustað væri á þá, sem vilja hjálpa, grjóthörðustu dýraverndarsinna, sem sumir hverjir hafa jafnvel dýpstu þekkingu, sem völ er á hvernig þessum málaflokki er best ráðstafað í íslenska réttarríkinu. Þetta er óskapleg þreytandi meinloka, sem að lokum leiðir aðeins til eins og engin vill, þjáningar hjá dýrum, sem eiga allt annað skilið. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Stefán Árnason Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Íslenskum þingmönnum (ráðherrum) hafa verið afar mislagðar hendur í framkvæmd dýraverndar skv. lögum til þessa. Auðvelt er að rekja þá sögu en þetta hefur verið áberandi frá því að dýraverndarlögin frá 1957 tóku gildi. Ekki fór hins vegar á milli mála hver viljinn var og hversu vel að þessum málum var staðið með fyrstu dýraverndarlögunum skömmu eftir 1900 og voru sett að tilstuðlan Tryggva Gunnarssonar, mikils áhrifamanns í íslensku samfélagi og þingmanns þá. Frumkvöðuls í íslenskri dýravernd, sem þekkti hvern krók og kima í málaflokknum. Í dag virðist þingmönnum ómögulegt að koma dýravernd í faglegt form ólíkt því sem var í upphafi þegar maður með þekkingu, Tryggvi heitinn, má heita að hafi stýrt dýravernd á Íslandi af fagmennsku og verulegri þekkingu, beint úr þingsal, þó hvorki væri lögfræðingur né dýralæknir heldur áhugamaður eins og öll við hin, sem berjumst nú af elju fyrir bættum hag dýra. Líkleg ástæða á núverandi stöðu er sú að seinni tíma þingmenn, einkum eftir að lögin frá 1957 tóku gildi, hafa eiginlega aldrei lagt við hlustir þegar kjarnaaðilar í dýravernd, þeir sem þekkja þessi máli, betur en nokkrir aðrir, hafa komið með tillögur að breytingum. Málefni opinberrar dýraverndar hafa verið færð fram og til baka á milli opinberra aðila án þess að nokkurn tíma hafi náðst sá árangur, sem verið er að sækjast eftir. Staðan hefur aldrei verið verri en nú. Síðasta tilfærsla á þessu verkefni var af hálfu Vinstri grænna til Matvælastofnunar (MAST). Það var gagnrýnt verulega áður en núgildandi lög voru samþykkt. Þáverandi ráðherra var handviss um að hjá MAST væri mesta faglega þekkingu að finna, af því að þar ynnu dýralæknar. Dýralæknar eru settir í úrvinnslu einfaldra og flókinna lögfræðilegra álitaefna hjá MAST. Ekki kannast ég við að lögfræðingar séu settir í að greina heilbrigðisvandamál og/eða aðbúnað eða aðstæður dýra! Ég man eftir einu stærsta dýraverndarmáli Íslandssögunnar, innflutningur um 400 búrfugla fyrir nokkrum árum. Þá sat ég krítískan fund fyrir hönd umbjóðenda minna með tug starfsmanna MAST og fjalla átti um aflífun allra fuglanna eður ei. Ekki einn einasti lögfræðingur, ekki einu sinni yfirdýralæknir. Á daginn kom að MAST hafði allan tímann rangt fyrir sér. Afstaða MAST og viðkomandi ráðuneytis felst nánast aldrei í því að gæta velferðar, hagsmuna og réttarstöðu dýra, koma þeim til hjálpar með öllum mögulegum ráðum. Dýr eru frekar drepin, send í sláturhús, heldur en að beita aðferðum siðaðra dýraverndarsamfélaga og koma þeim til hjálpar. Hrossamálið í Borgarbyggð er nýjasta dæmið. Algerlega óskiljanlegur skortur á vilja til að stunda nútímalega dýravernd. Frekar skulu heilbrigð dýr felld en þeim komið í góðar hendur og gott stand. Svona háttalag opinberra aðila þekkist ekki í Evrópu né BNA. Nýlegt dæmi að vestan er björgun mörg hundruð hunda frá lyfjaframleiðanda. Hefðu verið felldir hér. Í Þýskalandi hefðu Borgarbyggðarhrossin aldrei verið send í sláturhús. Það ætti yfirdýralæknir og fálkaorðuhafinn fyrir dýravernd að vita, hann lærði fag sitt í Þýskalandi. Á meðan á ferli frumvarps núgildandi laga stóð var bent á að það væru mistök af ýmsum ástæðum að færa málaflokkinn til MAST og eftirlit með dýravelferð ætti að vera í höndum sjálfstæðs aðila. Stungið var upp á sérstakri dýralögreglu að erlendri fyrirmynd. Ekkert var hlustað. Nú er svo komið að eftirlit með dýravelferð er í molum. Mál koma upp og dragast á langinn, MAST reynist erfitt að skilja, túlka og beita lögum um velferð dýra jafn skýr og þau eru. Að Ríkisendurskoðandi skuli nú sjá sig knúinn til að hafa afskipti af þessum máli segir allt sem segja þarf. Mér til undrunar þá virðast þingmenn aldrei ná valdi á ráðstöfun nokkuð einfalds málaflokks, sem dýravernd er, og þeim sem eru færðar valdheimildir í lögum virðast aldrei ná valdi á skilningi dýraverndarlaga. Þetta þarf ekki að vera svona ef hlustað væri á þá, sem vilja hjálpa, grjóthörðustu dýraverndarsinna, sem sumir hverjir hafa jafnvel dýpstu þekkingu, sem völ er á hvernig þessum málaflokki er best ráðstafað í íslenska réttarríkinu. Þetta er óskapleg þreytandi meinloka, sem að lokum leiðir aðeins til eins og engin vill, þjáningar hjá dýrum, sem eiga allt annað skilið. Höfundur er dýraverndarlögfræðingur.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun