Lífið

Matthew Perry biðst afsökunar á ummælum sínum um Keanu Reeves

Elísabet Hanna skrifar
Matthew Perry virðist vera vonsvikin með það að Keanu Reeves sé enn á meðal vor.
Matthew Perry virðist vera vonsvikin með það að Keanu Reeves sé enn á meðal vor. Getty/John Lamparski/James Devaney

Leikarinn Matthew Perry hefur beðist afsökunar á ummælum sínum um Keanu Reeves í bókinni sinni Friends, Lovers and the Big Terrible Thing. Í bókinni ræðir hann ferilinn sinn, ástina og opnar sig í fyrsta skipti um eiturlyfjafíknina sem hann hefur verið að fást við.  

Í einum hluta bókarinnar er Matthew að lýsa vináttu sinni við River Pheonix sem lést af völdum fíkniefna. „River var fallegur maður, að innan sem utan, of fallegur fyrir þennan heim, kom í ljós. Það virðast alltaf vera virkilega hæfileikaríku strákarnir sem falla frá. Hvers vegna deyja hugsuðir eins og River Phoenix og Heath Ledger, en Keanu Reeves gengur enn á meðal okkar?“ Spurði leikarinn sig í skrifunum.

Nefnir Keanu tvisvar

Hann nefndi Keanu aftur þegar hann rifjaði upp dauða grínistans Chris Farley sem lést einnig eftir of stóran skammt af eiturlyfjum. Hann segir sjúkdóm Chris hafa þróast hraðar en sinn eigin. „Plús það að ég var með heilbrigðan ótta gagnvart orðinu heróín, ótti sem hann var ekki með,“ segir hann. „Ég kýldi gat í vegginn á búningsherbergi Jennifer Aniston þegar ég komst að því. Keanu Reeves gengur á meðal okkar.“

Nú hefur hann beðist afsökunar og segist vera mikill aðdáandi Keanu. „Ég valdi bara eitthvað nafn. Ég biðst afsökunar. Ég hefði átt að nota mitt eigið nafn í staðin,“ sagði Matthew yfirlýsingu til People

Hér að neðan má sjá brot af því sem hefur birst á Twitter í kjölfar ummælanna.


Tengdar fréttir

Var í dái í tvær vikur eftir of stóran skammt af ópíóíðum

Leikarinn Matthew Perry opnar sig um fíknina sem hann hefur verið að fást við í gegnum árin og skildi hann eftir nær dauða en lífi í viðtali við People. Eftir að hafa tekið inn of mikið magn af ópíóíðum fyrir fjórum árum síðan rofnaði ristillinn hans og endaði hann í dái í tvær vikur. 

Keanu Reeves alls enginn drullusokkur

Wong hefur áður grínast með að hafa eingöngu búið til kvikmyndina til þess að fá að kyssa Reeves og Daniel Dae Kim, sem er líka ástarviðfang Söshu. Wong sagði að það hefði verið virkilega mikilvægt að allir karlmennirnir í tilhugalífi Söshu væru af asískum uppruna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.