Fjármálaráðherra skilur ekki skilmála íbúðabréfanna Eyjólfur Ármannsson skrifar 27. október 2022 13:00 Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eyjólfur Ármannsson ÍL-sjóður Flokkur fólksins Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Undanfarna viku hefur fjármálaráðherra farið mikinn í fjölmiðlum og í ræðusal Alþingis um íbúðabréfin og ábyrgð ríkissjóðs á þeim. Hann hefur ítrekað rætt um að vegna þess að ábyrgðin sé einföld ábyrgð en ekki sjálfskuldaábyrgð geti ríkið keyrt ÍL-sjóð í þrot og komist hjá því að greiða ógjaldfallna vexti og verðbætur af íbúðabréfunum. Fjármálaráðherra virðist telja sig geta stytt gildistíma skuldabréfanna sem boðin voru út árið 2004 samkvæmt útboðs- og skráningarlýsingu en þau falla í gjalddaga 2024, 2034, og 2044. Höfuðstóll bréfanna er verðtryggður og vextir fastir, 3,75%. Í skilmálum skuldabréfaútgáfunnar er gert ráð fyrir að ekki sé unnt að greiða skuldina hraðar eða með öðrum hætti en um var samið. Líftími skuldabréf er grundvallaratriði í öllum skuldabréfaviðskiptum. Öll óvissa um líftíma skuldabréfs kippir stoðunum undan verðgildi þeirra. Ráðherrann ber fyrir sig að sú ábyrgð sem ríkið veitti á skuldbindingum Íbúðalánasjóðs sé annars eðlis en ábyrgð ríkisins á skuldum annarra ríkisstofnana. Í frétt Viðskiptablaðsins, sem birtist í morgun segir: „Það er ástæða fyrir því að það þurfti ríkisábyrgð á útgáfu sjóðsins,“ segir Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra og bendir með því á að bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna. Þessi fullyrðing fjármálaráðherra er röng. Í skilmálum umræddra skuldabréfa segir: STATE GUARANTEE The New Notes benefit from a guarantee of collection (einföld ábyrgđ) of theIcelandic State Treasury. The guarantee is irrevocable and covers all existing and future obligations of HFF including its obligations to make payments ofprincipal and interest under the New Notes. The guarantee derives from a recognised principle of Icelandic law that the State Treasury guarantees the obligations of all State agencies unless the guarantee is unequivocally limited to the assets of the agency concerned. Á einföldu máli segir í lýsingunni að þessi verðbréf beri ábyrgð vegna þeirrar viðurkenndu meginreglu að íslenska ríkið beri ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana nema að annað sé skýrt tekið fram. Þá er mikilvægt að hafa í huga verklagið við lýsinguna. Undirstofnun framkvæmir útboðið (Íbúðalánasjóður) en sendir drög að útboðsskilmálunum til staðfestingar félagsmálaráðherra. Fjármálaráðherra þeirrar ríkisstjórnar kom því ekki að veitingu neinnar ábyrgðar. Félagsmálaráðherra hafði enga lagaheimild til að veita einhverja sérstaka ríkisábyrgð, hvorki á þessum skuldabréfum, né öðrum skuldbindingum Íbúðalánasjóðs. Hér fór einfaldlega fram útboð og í skilmálunum er vísað til þeirrar venju íslensk stjórnskipunarréttar að íslenska ríkið beri einfalda ábyrgð á skuldbindingum opinberra stofnana. Sú lýsing á íslenskum rétti er ekki loforð í skilningi samningaréttar. Því er það rangt hjá fjármálaráðherra að þessi texti skilmálanna hafi verið nauðsynlegur til að veita ríkisábyrgð eða fjallað um annars konar ábyrgð en hefðbundna og venjuhelgaða ábyrgð ríkissjóðs á skuldbindingum opinberra stofnana. Þessi texti um ríkisábyrgð í skilmálunum er ekki til að takmarka ábyrgð ríkisins. Eini tilgangurinn með þessum orðum skilmálanna er í raun að kynna erlendum aðilum fyrir meginreglum íslensks réttar um ríkisábyrgðir. Þegar ráðherra segir „bæri ríkissjóður fulla ábyrgð á skuldbindingum allra ríkisstofnana hefði verið með öllu óþarft að taka sérstaklega fram að ríkissjóður ábyrgðist greiðslu íbúðabréfanna“ er hann í raun að viðurkenna eigin vanþekkingu á málinu, líkt og hann sakaði undirritaðan um í óundirbúnum fyrirspurnum á Alþingi í gær. Í skilmálunum segir hið gagnstæða, þ.e. að íslenska ríkið beri ábyrgð á öllum skuldbindingum ríkisstofnana. Höfundur er þingmaður Flokks fólksins.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun