Undrandi á hugmyndum um að hætta að flagga á Sigló Atli Ísleifsson skrifar 27. október 2022 15:02 Kristján L. Möller var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann hefur sterkar skoðanir á fánamálinu. Vísir/Vilhelm/Egill „Ég var nú mest hissa og undrandi á þessu,“ segir Siglfirðingurinn Kristján L. Möller um hugmyndir bæjarráðs Fjallabyggðar um að hætt verði að flagga íslenska fánanum í hálfa stöng við ráðhúsið við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrr í vikunni tillögur þessa efnis og vísaði þeim til afgreiðslu og umræðu í bæjarstjórn. Kristján segir umræðu um málið vera af hinu góða – hún þurfi að vera lágstemmd og málefnanleg. Hann vonast þó til að hætt verði við áformin, en að skýrar reglur verði settar og birtar bæjarbúum um hvenær verði flaggað og hvenær ekki. Kristján var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann var forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar á árunum 1986 til 1987 og aftur frá 1990 til 1998. Hann hefur alla tíð verið skráður með lögheimili á Siglufirði. „Ég man að mér þótti mjög sérstakt á mínum unglingsárum og líka eftir að ég varð bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar að það var stundum flaggað og stundum ekki. Það fannst mér ekki í lagi. Í forsetatíð minni í bæjarstjórn var þá tekin upp sú hefð að flaggað var fyrir öllum skráðum íbúum Siglufjarðar. Sú hefð hefur verið í gangi síðan,“ segir Kristján. Ætlað að einfalda hlutina S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður bæjarráðs, sagði í samtali við Vísi í gær að tillögurnar væru til komnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sveitarfélögin sameinuðust árið 2006 og mynduðu þá Fjallabyggð. „Hugmyndin snýst um að einfalda hlutina og að sýna öllum sömu virðingu. Upp hafa komið tilvik þar sem vitneskja um andlát er ekki fyrir hendi, en svo þarf líka að endurskoða mál í takt við breytingar í samfélaginu,“ sagði Guðrún. Tillögurnar gera ráð fyrir að flögguninni verði hætt um áramótin. Virðingar- og þakkætisvottur Kristján segir ráðhúsið og Ráðhústorgið vera hjarta Siglufjarðar og að allir fari þar um. „Að flagga við andlát og útför hefur verið virðingar- og þakklætisvottur og um leið tilkynning til bæjarbúa um að við höfum misst samborgara okkar.“ Hann segir það þó rétt að þörf sé á reglum hvað þetta varðar. Eitt af þeim vandamálum sem hafi komið upp snúi að því að aðstandendur brottfluttra Siglfirðinga hafi samband og óski eftir því að flaggað sé í bænum vegna fráfallsins. „Ég segi nú stundum að Siglfirðingar séu í kringum 30 þúsund, fæddir, enda var bærinn fyrir ekki svo löngu síðan fimmti stærsti bær landsins. Nú eru um 1.250 heima á Siglufirði en hinir 28.750 eru út um allt land og um allan heim. Ef við myndum flagga fyrir þeim öllum yrði nú líklega flaggað alla daga ársins. Þannig að það er klárlega þörf á reglum og ég vona að það sé það sem muni koma út úr þessari umræðu nú. Einhvers staðar þarf að draga mörkin.“ Fagri Siglufjörður.Vísir/Vilhelm Óþarfi að samræma hefðir byggðakjarna sveitarfélagsins Kristján segist sjá fyrir sér reglur þar sem miðað yrði við að flaggað yrði fyrir þeim sem eru með lögheimili á Siglufirði og að aðstandandi hins látna hafi óskað eftir slíku. „Samfélagið er líka að breytast. Á Siglufirði er fjöldi fólks af ólíkum þjóðernum og trú. Auðvitað eru kannski einhverjir sem eru ekki kristinnar trúar og hafa ekki áhuga á að það sé flaggað.“ Varðandi rökin um að samræma þurfi reglur fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð segir Kristján að sér finnist þau ekki eiga við. „Við þurfum að halda í okkar hefðir. Þó að sveitarfélögin hafi sameinast þá þarf ekkert að samræma ólíkar hefðir byggðakjarnanna. Og varðandi kostnað sveitarfélagsins við að flagga þá er vel hægt að útfæra það. Og burtséð frá því þá skiptir það litlu máli, enda sveitarfélagið vel stætt fjárhagslega. Mér sýnist líka, eftir að fréttin birtist á Vísi, að þessar tillögur hafi lagst frekar illa í íbúa Siglufjarðar.“ Fjallabyggð Íslenski fáninn Tengdar fréttir Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Bæjarráð Fjallabyggðar samþykkti fyrr í vikunni tillögur þessa efnis og vísaði þeim til afgreiðslu og umræðu í bæjarstjórn. Kristján segir umræðu um málið vera af hinu góða – hún þurfi að vera lágstemmd og málefnanleg. Hann vonast þó til að hætt verði við áformin, en að skýrar reglur verði settar og birtar bæjarbúum um hvenær verði flaggað og hvenær ekki. Kristján var lengi bæjarfulltrúi á Siglufirði áður en hann tók sæti á þingi og varð síðar ráðherra. Hann var forseti bæjarstjórnar Siglufjarðar á árunum 1986 til 1987 og aftur frá 1990 til 1998. Hann hefur alla tíð verið skráður með lögheimili á Siglufirði. „Ég man að mér þótti mjög sérstakt á mínum unglingsárum og líka eftir að ég varð bæjarfulltrúi og forseti bæjarstjórnar að það var stundum flaggað og stundum ekki. Það fannst mér ekki í lagi. Í forsetatíð minni í bæjarstjórn var þá tekin upp sú hefð að flaggað var fyrir öllum skráðum íbúum Siglufjarðar. Sú hefð hefur verið í gangi síðan,“ segir Kristján. Ætlað að einfalda hlutina S. Guðrún Hauksdóttir, varaformaður bæjarráðs, sagði í samtali við Vísi í gær að tillögurnar væru til komnar til að samræma hefðir innan sveitarfélagsins eftir sameiningu Siglufjarðar og Ólafsfjarðar. Sveitarfélögin sameinuðust árið 2006 og mynduðu þá Fjallabyggð. „Hugmyndin snýst um að einfalda hlutina og að sýna öllum sömu virðingu. Upp hafa komið tilvik þar sem vitneskja um andlát er ekki fyrir hendi, en svo þarf líka að endurskoða mál í takt við breytingar í samfélaginu,“ sagði Guðrún. Tillögurnar gera ráð fyrir að flögguninni verði hætt um áramótin. Virðingar- og þakkætisvottur Kristján segir ráðhúsið og Ráðhústorgið vera hjarta Siglufjarðar og að allir fari þar um. „Að flagga við andlát og útför hefur verið virðingar- og þakklætisvottur og um leið tilkynning til bæjarbúa um að við höfum misst samborgara okkar.“ Hann segir það þó rétt að þörf sé á reglum hvað þetta varðar. Eitt af þeim vandamálum sem hafi komið upp snúi að því að aðstandendur brottfluttra Siglfirðinga hafi samband og óski eftir því að flaggað sé í bænum vegna fráfallsins. „Ég segi nú stundum að Siglfirðingar séu í kringum 30 þúsund, fæddir, enda var bærinn fyrir ekki svo löngu síðan fimmti stærsti bær landsins. Nú eru um 1.250 heima á Siglufirði en hinir 28.750 eru út um allt land og um allan heim. Ef við myndum flagga fyrir þeim öllum yrði nú líklega flaggað alla daga ársins. Þannig að það er klárlega þörf á reglum og ég vona að það sé það sem muni koma út úr þessari umræðu nú. Einhvers staðar þarf að draga mörkin.“ Fagri Siglufjörður.Vísir/Vilhelm Óþarfi að samræma hefðir byggðakjarna sveitarfélagsins Kristján segist sjá fyrir sér reglur þar sem miðað yrði við að flaggað yrði fyrir þeim sem eru með lögheimili á Siglufirði og að aðstandandi hins látna hafi óskað eftir slíku. „Samfélagið er líka að breytast. Á Siglufirði er fjöldi fólks af ólíkum þjóðernum og trú. Auðvitað eru kannski einhverjir sem eru ekki kristinnar trúar og hafa ekki áhuga á að það sé flaggað.“ Varðandi rökin um að samræma þurfi reglur fyrir Siglufjörð og Ólafsfjörð segir Kristján að sér finnist þau ekki eiga við. „Við þurfum að halda í okkar hefðir. Þó að sveitarfélögin hafi sameinast þá þarf ekkert að samræma ólíkar hefðir byggðakjarnanna. Og varðandi kostnað sveitarfélagsins við að flagga þá er vel hægt að útfæra það. Og burtséð frá því þá skiptir það litlu máli, enda sveitarfélagið vel stætt fjárhagslega. Mér sýnist líka, eftir að fréttin birtist á Vísi, að þessar tillögur hafi lagst frekar illa í íbúa Siglufjarðar.“
Fjallabyggð Íslenski fáninn Tengdar fréttir Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Sjá meira
Hætt verði að flagga í hálfa við ráðhúsið við andlát og útför íbúa Bæjarráð Fjallabyggðar hefur samþykkt tillögur um að hætt verði að flagga íslenska fánanum við ráðhús sveitarfélagsins við andlát og útför íbúa sveitarfélagsins. 26. október 2022 14:10
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent