Tillögu um vantraust vísað frá á fundi Ferðafélags Íslands Árni Sæberg skrifar 27. október 2022 23:10 Kristín I. Pálsdóttir vill stjórn Ferðafélags Íslands frá völdum. Sigrún Valbergsdóttir er nýr forseti félagsins. Vísir Vantrauststillögu á hendur stjórn Ferðafélags Íslands, sem félagi í Ferðafélagi Íslands lagði fyrir félagsfund, var vísað frá á fundi félagsins í kvöld. Önnur tillaga um að stjórnin segði af sér var felld með miklum meirihluta atkvæða. Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, lagði til fyrir félagsfund Ferðafélags Íslands að kosið yrði um vantrauststillöguna. Hún sagði fyrir fundinn að hún myndi segja sig úr félaginu ef tillagan yrði ekki samþykkt. Í samtali við Vísi segir hún að ekki hafi verið kosið um tillöguna eftir að frávísunartillaga um hana var samþykkt og því sjái hún sér þann kost einan færan að segja sig úr félaginu. „Ég mun segja mig úr félaginu og finna mér nýtt fólk til að ganga með,“ segir hún og bætir við að hún búist ekki við að það verði erfitt. Þá segist hún vona að fleiri en hún séu óánægðir með sitjandi stjórn og muni fylgja henni út úr félaginu. Hún segir að tillaga Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings um að stjórn félagsins myndi segja af sér hafi verið felld með töluverðum yfirburðum. Af um þrjú hundruð félögum sem mættu á fundinn hafi aðeins um fimmtíu greitt atkvæði með tillögunni. Höfðu áhyggjur af stjórnleysi Kristín segir að á fundinum hafi fólk viðrað áhyggjur sínar af því að félagið yrði stjórnlaust ef stjórnin færi frá núna. Lög félagsins kveði á um að stjórn skuli aðeins kosin á aðalfundi og að hann eigi ávallt að fara fram í mars. Því hafi fólk óttast að félagið yrði án stjórnar um nokkurra mánaða skeið. Þetta segir Kristín ekki ríma við álit Áslaugar Björgvinsdóttur, lögmanns og sérfræðings í félagarétti. Í því hafi komið fram að löglegt væri að kjósa nýja stjórn á félagafundi enda fari hann með æðstu stjórn félagsins ásamt aðalfundi. Ólga eftir afsögn formannsins Mikill styr hefur staðið um Ferðafélag Íslands eftir að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti félagsins og úr félaginu fyrir mánuði síðan. Í tilkynningu um afsögn sína sagði Anna Dóra stjórnarhætti stjórnar félagsins ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hér má lesa allar fréttir Vísis um ólguna innan Ferðafélagsins. Ekki hefur náðst í Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 6:10: Tilkynning frá Ferðafélagi Íslands var send á fjölmiðla eftir miðnætti. Hana má lesa að neðan. Fjölmennur félagsfundur FÍ lýsir yfir fullu trausti á stjórn og framkvæmdarstjóra Í kvöld fór fram fjölmennur félagsfundur í Ferðafélagi Íslands á Hótel Hilton Nordica. Fundinn sóttu um 350 félagsmenn og fóru fram líflegar og heiðarlegar umræður um stöðu félagsins. Á fundinum var samþykkt með afgerandi hætti að lýsa yfir trausti á stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins boðaði til fundarins á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík í kjölfar þess að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti. Í ræðu sinni sagði Sigrún Valbergsdóttir forseti Ferðafélagsins að stjórn hefði boðað til félagsfundar til þess fara yfir stöðu félagsins milliliðalaust með félagsfólki. „Til þess að hlusta á hvert annað, svara spurningum og reyna að byggja upp Ferðafélagið áfram – saman,“ sagði hún og bætti við: „Gleymum því ekki að Ferðafélagið er einstakur vettvangur fyrir fólk sem vill njóta þess að ferðast um Ísland, fræðast um Ísland, njóta náttúrunnar – í góðum hópi og góðum anda.“ Í fundinum var lögð fram tillaga um vantraust á stjórnina og var henni vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og í framhaldi samþykkti fundurinn að lýsa yfir trausti á stjórnina og framkvæmdastjóra einnig með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í lok fundar þakkaði Sigrún félagsfólki fyrir stuðninginn og sagði stjórnina myndu taka og rýna allar þær góðu tillögur sem fram komu á fundinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Kristín I. Pálsdóttir, framkvæmdastjóri Rótarinnar og félagskona í Ferðafélagi Íslands, lagði til fyrir félagsfund Ferðafélags Íslands að kosið yrði um vantrauststillöguna. Hún sagði fyrir fundinn að hún myndi segja sig úr félaginu ef tillagan yrði ekki samþykkt. Í samtali við Vísi segir hún að ekki hafi verið kosið um tillöguna eftir að frávísunartillaga um hana var samþykkt og því sjái hún sér þann kost einan færan að segja sig úr félaginu. „Ég mun segja mig úr félaginu og finna mér nýtt fólk til að ganga með,“ segir hún og bætir við að hún búist ekki við að það verði erfitt. Þá segist hún vona að fleiri en hún séu óánægðir með sitjandi stjórn og muni fylgja henni út úr félaginu. Hún segir að tillaga Sigurbjargar Sigurgeirsdóttur stjórnsýslufræðings um að stjórn félagsins myndi segja af sér hafi verið felld með töluverðum yfirburðum. Af um þrjú hundruð félögum sem mættu á fundinn hafi aðeins um fimmtíu greitt atkvæði með tillögunni. Höfðu áhyggjur af stjórnleysi Kristín segir að á fundinum hafi fólk viðrað áhyggjur sínar af því að félagið yrði stjórnlaust ef stjórnin færi frá núna. Lög félagsins kveði á um að stjórn skuli aðeins kosin á aðalfundi og að hann eigi ávallt að fara fram í mars. Því hafi fólk óttast að félagið yrði án stjórnar um nokkurra mánaða skeið. Þetta segir Kristín ekki ríma við álit Áslaugar Björgvinsdóttur, lögmanns og sérfræðings í félagarétti. Í því hafi komið fram að löglegt væri að kjósa nýja stjórn á félagafundi enda fari hann með æðstu stjórn félagsins ásamt aðalfundi. Ólga eftir afsögn formannsins Mikill styr hefur staðið um Ferðafélag Íslands eftir að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti félagsins og úr félaginu fyrir mánuði síðan. Í tilkynningu um afsögn sína sagði Anna Dóra stjórnarhætti stjórnar félagsins ganga þvert á hennar gildi. Stjórnarmaður hafi barist hart fyrir því að koma vini sínum aftur til starfa sem hafði sagt sig úr stjórn félagsins vegna ásakana um kynferðisofbeldi. Hér má lesa allar fréttir Vísis um ólguna innan Ferðafélagsins. Ekki hefur náðst í Sigrúnu Valbergsdóttur, forseta Ferðafélags Íslands, við vinnslu fréttarinnar. Uppfært klukkan 6:10: Tilkynning frá Ferðafélagi Íslands var send á fjölmiðla eftir miðnætti. Hana má lesa að neðan. Fjölmennur félagsfundur FÍ lýsir yfir fullu trausti á stjórn og framkvæmdarstjóra Í kvöld fór fram fjölmennur félagsfundur í Ferðafélagi Íslands á Hótel Hilton Nordica. Fundinn sóttu um 350 félagsmenn og fóru fram líflegar og heiðarlegar umræður um stöðu félagsins. Á fundinum var samþykkt með afgerandi hætti að lýsa yfir trausti á stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins boðaði til fundarins á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík í kjölfar þess að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti. Í ræðu sinni sagði Sigrún Valbergsdóttir forseti Ferðafélagsins að stjórn hefði boðað til félagsfundar til þess fara yfir stöðu félagsins milliliðalaust með félagsfólki. „Til þess að hlusta á hvert annað, svara spurningum og reyna að byggja upp Ferðafélagið áfram – saman,“ sagði hún og bætti við: „Gleymum því ekki að Ferðafélagið er einstakur vettvangur fyrir fólk sem vill njóta þess að ferðast um Ísland, fræðast um Ísland, njóta náttúrunnar – í góðum hópi og góðum anda.“ Í fundinum var lögð fram tillaga um vantraust á stjórnina og var henni vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og í framhaldi samþykkti fundurinn að lýsa yfir trausti á stjórnina og framkvæmdastjóra einnig með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í lok fundar þakkaði Sigrún félagsfólki fyrir stuðninginn og sagði stjórnina myndu taka og rýna allar þær góðu tillögur sem fram komu á fundinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Fjölmennur félagsfundur FÍ lýsir yfir fullu trausti á stjórn og framkvæmdarstjóra Í kvöld fór fram fjölmennur félagsfundur í Ferðafélagi Íslands á Hótel Hilton Nordica. Fundinn sóttu um 350 félagsmenn og fóru fram líflegar og heiðarlegar umræður um stöðu félagsins. Á fundinum var samþykkt með afgerandi hætti að lýsa yfir trausti á stjórn og framkvæmdastjóra. Stjórn félagsins boðaði til fundarins á Hótel Hilton Nordica í Reykjavík í kjölfar þess að Anna Dóra Sæþórsdóttir sagði af sér sem forseti. Í ræðu sinni sagði Sigrún Valbergsdóttir forseti Ferðafélagsins að stjórn hefði boðað til félagsfundar til þess fara yfir stöðu félagsins milliliðalaust með félagsfólki. „Til þess að hlusta á hvert annað, svara spurningum og reyna að byggja upp Ferðafélagið áfram – saman,“ sagði hún og bætti við: „Gleymum því ekki að Ferðafélagið er einstakur vettvangur fyrir fólk sem vill njóta þess að ferðast um Ísland, fræðast um Ísland, njóta náttúrunnar – í góðum hópi og góðum anda.“ Í fundinum var lögð fram tillaga um vantraust á stjórnina og var henni vísað frá með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða og í framhaldi samþykkti fundurinn að lýsa yfir trausti á stjórnina og framkvæmdastjóra einnig með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða. Í lok fundar þakkaði Sigrún félagsfólki fyrir stuðninginn og sagði stjórnina myndu taka og rýna allar þær góðu tillögur sem fram komu á fundinum.
Ólga innan Ferðafélags Íslands Félagasamtök Tengdar fréttir Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37 Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Fjöldi kvenna muni yfirgefa F.Í. ef vantrauststillaga verður felld Kristín I. Pálsdóttir, félagi í Ferðafélagi Íslands, mun á félagsfundi í kvöld leggja fram vantrauststillögu á hendur stjórn félagsins. Hún segir stjórnina ekki hafa skilning á ofbeldis-og áreitnismálum. Hún mun sjálf segja sig úr félaginu ef tillagan verður felld og telur mjög líklegt að fleiri konur muni fylgja með því konur vilji almennt ekki dvelja á stöðum þar sem ekki er hugað að öryggi þeirra. 27. október 2022 14:37
Vildu banna forsetanum að ræða við stjórn og starfsfólk Ferðafélagsins Tillaga sem stjórn Ferðafélagsins lagði fram við Önnu Dóru Sæþórsdóttur, þáverandi forseta þess, gerði ráð fyrir að hún ætti hvorki að vera í samskiptum við framkvæmdastjóra, stjórn né starfsfólks á skrifstofu félagsins. Hún segist hafa litið á tillöguna sem „þöggunarsamning“. 27. október 2022 15:59