Sleppir loftslagsráðstefnunni og ýtir embættismönnum úr stjórninni Kjartan Kjartansson skrifar 28. október 2022 07:34 Rishi Sunak þegar hann ávarpaði loftslagsráðstefnuna í Glasgow í fyrra sem fjármálaráðherra í ríkisstjórn Boris Johnson. Vísir/EPA Rishi Sunak, nýr forsætisráðherra Bretlands, ætlar ekki að taka þátt í loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Egyptalandi í næsta mánuði. Tilkynningin kemur í kjölfar þess að hann ýtti bæði forseta ráðstefnunnar og loftslagsráðherranum út úr ríkisstjórninni. Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Downing-stræti 10 staðfestir að Sunak verði ekki viðstaddur þegar þjóðarleiðtogar funda um hvernig þeir geti dregið úr losun gróðurhúsalofttegunda til þess að koma í veg fyrir verstu afleiðingar loftslagsbreytinga í Sharm el-Sheikh í Egyptalandi í nóvember. Vísaði það til aðsteðjandi innanríkismála, þar á meðal fjárlagagerðar, að sögn The Guardian. Liz Truss, forveri Sunak til skamms tíma í embætti forsætisráðherra, er sögð hafa ætlað sér að mæta á að minnsta kosti einn dag ráðstefnunnar. Ákvörðun Sunak hefur sætt gagnrýni, ekki síst þar sem hann lýsti því yfir fyrr í vikunni að umhverfismál yrðu forgangsmál í ríkisstjórn sinni. Ed Miliband, skuggaviðskiptaráðherra Verkamannaflokksins, sakar Sunak um meiriháttar forystuafglöp. „Það sem Rishu Sunak skilur ekki er að aðgerðir gegn loftslagsvánni er lykillinn að mikilvægustu innanríkismálunum, þar á meðal hvernig við lækkum reikninga, sk0pum störf og orkuöryggi,“ hefur breska blaðið Mirror eftir Miliband. In 48 hours as PM, Rishi Sunak has: Pulled out of attending Cop27 in Egypt Removed Cop president Alok Sharma from Cabinet Removed climate minister Graham Stuart from Cabinet— John Stevens (@johnestevens) October 27, 2022 Þeir sem fara með loftslagsmál sitja ekki lengur ríkisstjórnarfundi Bretar voru gestgjafar loftslagsráðstefnunnar þegar hún var haldin í Glasgow í Skotlandi í fyrra. Fyrr í þessari viku ákvað Sunak að Alok Sharma, forseti loftslagsráðstefnunnar, sæti ekki lengur ríkisstjórnarfundi. Sömu örlög hlaut Graham Stuart, loftslagsráðherra ríkisstjórnarinnar. Í skýrslum sem gefnar hafa verið út í aðdraganda loftslagsráðstefnunnar í næsta mánuði kemur fram að miðað við núverandi losunarmarkmið þjóða heims stefni í að hnattræn hlýnun náni tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar, heilli gráðu meira en metnaðarfyllra markmið Parísarsamkomulagsins. Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, hvatti ríki til þess að gera loftslagsmál aftur að miðpunkti umræðunnar í vikunni. „Það hefur verið tilhneigin til þess að ýta loftslagsbreytingum til hliðar. Ef okkur tekst ekki að snúa við núverandi þróun eru örlög okkar ráðin,“ sagði hann við breska ríkisútvarpið BBC. Alok Sharma var endurskipaður forseti COP26, loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna, er situr ekki lengur fundi bresku ríkisstjórnarinnar.Vísir/EPA
Bretland Loftslagsmál Loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna (COP) Tengdar fréttir Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Fólk þurfi að anda ofan í kviðinn Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Morð varpar ljósi á skuggalegan sértrúarsöfnuð Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Sjá meira
Stefnir í tveggja og hálfrar gráðu hlýnun á meðan ríki draga lappirnar Útlit er fyrir að hnattræn hlýnun nái tveimur og hálfri gráðu fyrir lok aldarinnar ef ríki heims auka ekki metnað sinn í að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Það er heilli gráðu meira en stefnt er að með Parísarsamkomulaginu til þess að forðast verstu afleiðingar loftslagsbreytinga. 26. október 2022 08:42