Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Víkingur 1-0 | Blikar enduðu mótið með viðeigandi hætti Hjörvar Ólafsson skrifar 29. október 2022 17:15 Það var sigurhátíð á Kópavogsvellinum í dag. Vísir/Hulda Margrét Breiðablik fór með sigur í farteskinu þegar liðið fékk skjöldinn fyrir Íslandsmeistaratitil sinn á Kópavogsvelli í dag. Ísak Snær Þorvaldsson tryggði Blikum 1-0 sigur í leik liðsins gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar. Ísak Snær var þarna að skora sitt 14. mark á Íslandsmótinu á nýloknu keppnistímabili. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, lagði upp mark Ísaks Snæs en Höskuldur var þarna að leggja upp sitt tíunda mark í deildinni á leiktíðinni. Ísak Snær fær þar af leiðandi bronsskóinn en þrátt fyrir að hafa fengið urmul af færum í þessum leik náði hann náði ekki að skáka Nökkva Þey Þórissyni sem varð markahæstur og Guðmundi Magnússyni sem fær silfurlitaðan skó. Breiðablik sem varð sófameistari á dögunum gladdi þannig stuðningsmenn sína á sigurhátíðinni þar sem ýmislegt var gert til þess að gera daginn glæsilegan. Titlinum sem hefur verið fagnað í nokkrar vikur verður fagnað fram á rauða nótt á balli þar sem Herra Hnetusmjör er aðalnúmerið. Erlendur Eiríksson við störf sín í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Það setti örlítinn en þó skammvinnan skugga á sigurgleðina að Viktor Örn Margeirsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var rekinn af varmannabekk liðsins fyrir að mótmæla þeim dómi. Það var í nógu að snúst hjá Erlendi Eiríkssyni, sem veifaði gula spjaldinu níu sinnum í leiknum og því rauða einu sinni. Þá þurfti Einar Ingi Jóhannsson að vinna duglega fyrir kaupi sínu við að taka við athugasemdum frá forráðamönnum liðanna sem settar voru fram á mis vinsamlegan máta. Breiðablik lýkur þessu fyrsta Íslandsmóti þar sem 27 leikir eru spilaðir með 63 stig en þessi lið skoruðu mest á mótinu að þessu sinni, eða 66 talsins. Breiðablik fékk hins vegar á sig 27 mörk en Fossvogspiltar 41 mark. Ingvar Jónsson reyndist Ísaki Snæ erfiður í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær sem skoraði markið sem skildi liðin að var ósáttur við færanýtingu sína. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn: Tilfinningin raungerist á þessari stundu „Tilfinningin er mjög og nú endanlega raungerist sú tilfinning sem verið hefur í okkar hjarta í tæpar þrjár vikur. Leikmenn liðsins eru að uppskera eftir gríðarlega vinnu og fórnfýsi leikmanna er aðdáunarverið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sigurreifur. „Sigurtilfinningin eftir að við urðum Íslandsmeistarar með sigri Stjörnunnar gegn Víkingi var öflugri en þetta er yndisleg stund hérna á Kópavogvelli í dag. Að fá skjöldinn loksins er sýnilegt merki þess frábæra árangurs sem við höfum náð," sagði hann til þess að lýsa betur hvernig honum var innanbrjósts. „Síðustu vikur hafa vissulega verið skrýtnar, þá sérstaklega leikurinn við KR sem var leikurinn eftir að við tryggðum okkur titilinn. Það má líkja því við þegar maður hefur borðað kíló af spaghetti bolognese. Það er flókið að finna hungur eftir það og við fundum fyrir því. Eftir þann leik finnst mér við hafa klárað mótið af mikilli fagmennsku," sagði þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, horfir á leikinn. Vísir/Hulda Margrét Arnar Bergmann: Verðum að hætta að væla yfir lengingu mótsins „Við verðum bara að læra af þessu og taka vonbrigðin með okkur inn í undirbúnigninn fyrir næsta tímabil. Við stóðum okkur heilt yfir á þessu tímabili og ég geng sáttur frá borði. Nú tekur bara við fjögurra vikna frí og svo förum við að búa okkur fyrir næstu leiktíð," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings að leik loknum. „Við höfum spilað 55 leiki á þessu tímabili og staðið okkur vel í öllum leikjum að mínu mati. Það er varnarleikurinn sem við þurfum að laga fyrir næsta ár. Við missum nánast alla varnarlínu frá síðasta sumri og það voru allt of marga varnarmenn frá að þessu sinni. Grunnurinn að húsinu þarf að vera sterkur ef árangurinn á að vera góður," sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Mér finnst þessi lenging á mótinu hafa heppnast vel og íslensk félagslið þurfa bara að fara að líta á tímabilið sem tíu mánuði. Við ætlum að byrja bara að æfa og spila í janúar á næsta ári eins og leiktíðin sé hafin. Við getum vissulega byrjað Íslandsmótið og hætt að spila fyrr. Við í íslensku fótboltasamfélaginu þurfum aftur á móti að hætta að væla og skæla og fagna fleiri keppnisleikjum og lengingu tímabilsins," sagði þjálfarinn um framhaldið. Arnar Bergmann Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru sterkari aðilinn frá upphafi til enda leiksins. Héldu boltanum betur, voru kraftmeiri í sínum aðgerðum og sköpuðu mun fleiri færi. Það er í raun ótrúlegt að Ísak Snær hafi ekki skorað fleiri mörk í leiknum og Jason Daði Svanþórsson hafði nagað af sér handarbakið ef staðan hefði verið önnur í uppbótartíma. Hverjir sköruðu fram úr? Ísaki Snæ héldu fá bönd í þessum leik og hann skapaði nokkrum sinnum usla með kratfmiklum hlaupum sínum. Þá voru Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson líflegir hægra megin á vellinum. Ingvar Jónsson var góður í marki Víkings og hélt liðinu á floti, þá sérstaklega í seinni hálfleik. Birnir Snær Ingason var líklegastur til þess að skapa færi fyrir gestina úr Fossvoginum. Hvað gekk illa? Víkingum gekk illa í uppspili sínu og að skapa sér opin marktækifæri í þessum leik. Taktíska uppleggið hjá Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni að spila 3-4-3 á sóknarsinnaðan hátt gekk ekki sem skyldi. Hvað gerist næst? Liðin fagna uppskeru sinni á þessu tímabili en Blikar urðu Íslandsmeistarar og Víkingar bikarmeistarar og leikmenn, forráðamenn og stuðningsmeinn þeirra geta farið sátt á lokahöf kvöldsins. Höskuldur Gunnlaugsson átti eins og svo oft áður góðan leik í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúmlega 2000 stuðningsmenn lögðu leið sína í Kópavoginn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn er augljóslega mikill Hnetumaður. Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör steig á stokk eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Fimm uppaldir leikmenn Breiðabliks fagna áfanganum. Hulda/Margrét Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík
Breiðablik fór með sigur í farteskinu þegar liðið fékk skjöldinn fyrir Íslandsmeistaratitil sinn á Kópavogsvelli í dag. Ísak Snær Þorvaldsson tryggði Blikum 1-0 sigur í leik liðsins gegn Víkingi í lokaumferð deildarinnar. Ísak Snær var þarna að skora sitt 14. mark á Íslandsmótinu á nýloknu keppnistímabili. Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Breiðabliks, lagði upp mark Ísaks Snæs en Höskuldur var þarna að leggja upp sitt tíunda mark í deildinni á leiktíðinni. Ísak Snær fær þar af leiðandi bronsskóinn en þrátt fyrir að hafa fengið urmul af færum í þessum leik náði hann náði ekki að skáka Nökkva Þey Þórissyni sem varð markahæstur og Guðmundi Magnússyni sem fær silfurlitaðan skó. Breiðablik sem varð sófameistari á dögunum gladdi þannig stuðningsmenn sína á sigurhátíðinni þar sem ýmislegt var gert til þess að gera daginn glæsilegan. Titlinum sem hefur verið fagnað í nokkrar vikur verður fagnað fram á rauða nótt á balli þar sem Herra Hnetusmjör er aðalnúmerið. Erlendur Eiríksson við störf sín í leiknum. Vísir/Hulda Margrét Það setti örlítinn en þó skammvinnan skugga á sigurgleðina að Viktor Örn Margeirsson fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt þegar um það bil stundarfjórðungur var eftir af leiknum. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Blika, var rekinn af varmannabekk liðsins fyrir að mótmæla þeim dómi. Það var í nógu að snúst hjá Erlendi Eiríkssyni, sem veifaði gula spjaldinu níu sinnum í leiknum og því rauða einu sinni. Þá þurfti Einar Ingi Jóhannsson að vinna duglega fyrir kaupi sínu við að taka við athugasemdum frá forráðamönnum liðanna sem settar voru fram á mis vinsamlegan máta. Breiðablik lýkur þessu fyrsta Íslandsmóti þar sem 27 leikir eru spilaðir með 63 stig en þessi lið skoruðu mest á mótinu að þessu sinni, eða 66 talsins. Breiðablik fékk hins vegar á sig 27 mörk en Fossvogspiltar 41 mark. Ingvar Jónsson reyndist Ísaki Snæ erfiður í þessum leik. Vísir/Hulda Margrét Ísak Snær sem skoraði markið sem skildi liðin að var ósáttur við færanýtingu sína. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn: Tilfinningin raungerist á þessari stundu „Tilfinningin er mjög og nú endanlega raungerist sú tilfinning sem verið hefur í okkar hjarta í tæpar þrjár vikur. Leikmenn liðsins eru að uppskera eftir gríðarlega vinnu og fórnfýsi leikmanna er aðdáunarverið," sagði Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, sigurreifur. „Sigurtilfinningin eftir að við urðum Íslandsmeistarar með sigri Stjörnunnar gegn Víkingi var öflugri en þetta er yndisleg stund hérna á Kópavogvelli í dag. Að fá skjöldinn loksins er sýnilegt merki þess frábæra árangurs sem við höfum náð," sagði hann til þess að lýsa betur hvernig honum var innanbrjósts. „Síðustu vikur hafa vissulega verið skrýtnar, þá sérstaklega leikurinn við KR sem var leikurinn eftir að við tryggðum okkur titilinn. Það má líkja því við þegar maður hefur borðað kíló af spaghetti bolognese. Það er flókið að finna hungur eftir það og við fundum fyrir því. Eftir þann leik finnst mér við hafa klárað mótið af mikilli fagmennsku," sagði þjálfari Íslandsmeistara Breiðabliks. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari Breiðabliks, horfir á leikinn. Vísir/Hulda Margrét Arnar Bergmann: Verðum að hætta að væla yfir lengingu mótsins „Við verðum bara að læra af þessu og taka vonbrigðin með okkur inn í undirbúnigninn fyrir næsta tímabil. Við stóðum okkur heilt yfir á þessu tímabili og ég geng sáttur frá borði. Nú tekur bara við fjögurra vikna frí og svo förum við að búa okkur fyrir næstu leiktíð," sagði Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings að leik loknum. „Við höfum spilað 55 leiki á þessu tímabili og staðið okkur vel í öllum leikjum að mínu mati. Það er varnarleikurinn sem við þurfum að laga fyrir næsta ár. Við missum nánast alla varnarlínu frá síðasta sumri og það voru allt of marga varnarmenn frá að þessu sinni. Grunnurinn að húsinu þarf að vera sterkur ef árangurinn á að vera góður," sagði Arnar Bergmann enn fremur. „Mér finnst þessi lenging á mótinu hafa heppnast vel og íslensk félagslið þurfa bara að fara að líta á tímabilið sem tíu mánuði. Við ætlum að byrja bara að æfa og spila í janúar á næsta ári eins og leiktíðin sé hafin. Við getum vissulega byrjað Íslandsmótið og hætt að spila fyrr. Við í íslensku fótboltasamfélaginu þurfum aftur á móti að hætta að væla og skæla og fagna fleiri keppnisleikjum og lengingu tímabilsins," sagði þjálfarinn um framhaldið. Arnar Bergmann Gunnlaugsson á hliðarlínunni í dag. Vísir/Hulda Margrét Af hverju vann Breiðablik? Blikar voru sterkari aðilinn frá upphafi til enda leiksins. Héldu boltanum betur, voru kraftmeiri í sínum aðgerðum og sköpuðu mun fleiri færi. Það er í raun ótrúlegt að Ísak Snær hafi ekki skorað fleiri mörk í leiknum og Jason Daði Svanþórsson hafði nagað af sér handarbakið ef staðan hefði verið önnur í uppbótartíma. Hverjir sköruðu fram úr? Ísaki Snæ héldu fá bönd í þessum leik og hann skapaði nokkrum sinnum usla með kratfmiklum hlaupum sínum. Þá voru Höskuldur Gunnlaugsson og Viktor Karl Einarsson líflegir hægra megin á vellinum. Ingvar Jónsson var góður í marki Víkings og hélt liðinu á floti, þá sérstaklega í seinni hálfleik. Birnir Snær Ingason var líklegastur til þess að skapa færi fyrir gestina úr Fossvoginum. Hvað gekk illa? Víkingum gekk illa í uppspili sínu og að skapa sér opin marktækifæri í þessum leik. Taktíska uppleggið hjá Arnari Bergmanni Gunnlaugssyni að spila 3-4-3 á sóknarsinnaðan hátt gekk ekki sem skyldi. Hvað gerist næst? Liðin fagna uppskeru sinni á þessu tímabili en Blikar urðu Íslandsmeistarar og Víkingar bikarmeistarar og leikmenn, forráðamenn og stuðningsmeinn þeirra geta farið sátt á lokahöf kvöldsins. Höskuldur Gunnlaugsson átti eins og svo oft áður góðan leik í dag. Vísir/Hulda Margrét Rúmlega 2000 stuðningsmenn lögðu leið sína í Kópavoginn. Vísir/Hulda Margrét Óskar Hrafn er augljóslega mikill Hnetumaður. Vísir/Hulda Margrét Herra Hnetusmjör steig á stokk eftir leik. Vísir/Hulda Margrét Fimm uppaldir leikmenn Breiðabliks fagna áfanganum. Hulda/Margrét
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti
Umfjöllun: Slóvenía - Ísland 18-23 | Himneskur Viktor og íslensk vörn í lykilsigri á HM Handbolti