Umfjöllun og viðtöl: FH - ÍA 1-2 | Skagamenn fallnir þrátt fyrir sigur Dagur Lárusson skrifar 29. október 2022 16:15 Skagamenn eru fallnir úr Bestu-deildinni þrátt fyrir sigur í dag. Vísir/Vilhelm ÍA fór með sigur af hólmi gegn FH í Kaplakrika í dag en þrátt fyrir sigurinn er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Fyrir leikinn var FH með 25 stig á meðan ÍA var með 22 stig en FH var með mikið betri markatölu og því þurfti ÍA kraftaverk til þess að bjarga sér frá falli. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en bæði lið áttu góð færi. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 17.mínútu þegar Björn Daníel vann boltann á miðjunni og gaf boltann á Úlf Ágúst sem var dauðafrír inn á teig en skot hans fór rétt framhjá. Stuttu seinna fékk síðan Baldur Logi fínt færi sem hann hefði átt að nýta sér en gerði ekki. FH var meira með boltann en ÍA var alltaf hættulegt í sínum skyndisóknum og liðið fékk eina slíka á 39.mínútu en þá fékk Eyþór Andri boltann inn fyrir vörn FH og gaf boltann út í teiginn á Gísla Laxdal sem tók við boltanum og kláraði snyrtilega framhjá Atla Gunnari í markinu, gestirnir komnir með forystuna. Sú forysta dugði þó stutt þar sem þetta virtist kveikja almennilega í FH og kom jöfnunarmarkið aðeins sex mínútum síðar. Atli Gunnar sparkaði boltanum langt fram á Steven Lennon sem tók boltann niður, fann svo Oliver hægri megin á fleygiferð og hann átti þá hárnákvæma fyrirgjöf inn á teig þar sem Úlfur Ágúst lúrði og setti boltann í markið. Staðan í hálfleik 1-1. Í seinni hálfleiknum voru það FH-ingar sem réðu öllu á vellinum fyrstu tuttugu mínúturnar en inn vildi boltinn ekki. Eftir það kom mikið jafnvægi í leikinn og allt stefndi í 1-1 jafntefli þar til í uppbótartíma. Þá fékk Breki Þór boltann rétt fyrir utan teig og átti fast skot að marki sem Atli Gunnar varið en þó beint í fæturnar á Eyþóri Aroni sem potaði boltanum í netið. Þetta var það síðasta sem gerðist í leiknum og því lokatölur 1-2. Af hverju vann ÍA? Sigurinn hefði getað endað báðum megin og eru eflaust einhverjir á því að úrslitin séu eflaust ekki sanngjörn en ÍA einfaldlega nýtti tvö af sínum mörgu færum á meðan FH nýtti aðeins eitt. Bæði lið voru ekki að nýta færin vel. Hverjir stóðu uppúr? Úlfur Ágúst var mjög líflegur í leiknum og yfirleitt skapaðist mikil hætta í kringum hann sem og Eyþór Aron og Ármann hjá ÍA. Hvað fór illa? Bæði lið voru ekki upp á sitt í dag hvað varðar markaskorun, það voru mörg dauðafæri sem voru ekki nýtt. Jón Þór: Kallaði eftir því að strákarnir kláruðu mótið vel Jón Þór Hauksson á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Ég er stoltur af stráknum, þetta hefur verið krefjandi að halda fókus út mótið í erfiðum aðstæðum,” byrjaði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, að segja í viðtali að leik loknum. „Liðið vann síðustu tvo leikina sína í mótinu og er að vinna hérna í Kaplakrika í fyrsta sinn á þessari öld ef undan er skilið sigurinn þegar liðið varð Íslandsmeistari 2001,” hélt Jón Þór áfram. Jón Þór kallaði eftir því að liðið myndi klára mótið vel þrátt fyrir að örlögin væru nánast ákveðin. „Ég kallaði eftir því hjá strákunum að þeir myndi klára mótið vel og með jákvæðum hætti og þeir svöruðu því svo sannarlega með frábærri stigasöfnun í úrslitakeppninni.” Jón Þór er bjartsýnn á framhaldið með liðið. „Það er björt framtíð á Skaganum, nú verður mikil ábyrgð lögð á þessa ungu stráka og þeir verða að þroskast á mjög stuttum tíma. Þeir hafa þrjár vikur áður en við byrjum aftur á undirbúningstímabilinu og vonandi ná þeir að þroskast á þeim tíma því það er gríðarleg vinna framundan.” Jón hikaði síðan ekki við það að staðfesta það að hann ætlaði að vera hluti af þeirri vinnu. „Já ég hef sagt það áður og ég held mér við það. Nú verður skoðuð saga félagsins og þetta er ákveðið mynstur sem er að endurtaka sig og þá er bara að byrja þessa vinnu,” sagði Jón Þór að lokum. Sigurvin Ólafsson: Þetta endurspeglar svolítið sumarið hjá FH Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé óhætt að segja það að þessi leikur og þessi úrslit endurspegli svolítið sumarið hjá FH,” byrjaði Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, að segja eftir leik. „Við vorum klárlega líklegra liðið til þess að skora sigurmarkið mest megnið af seinni hálfleiknum en síðan dettur þetta þeirra megin og við endum með núll stig,” hélt Sigurvin áfram. „Þetta er auðvitað sárt, en við skulum segja að þetta hafi verið síðasta púslið í þessu púsli, nú höldum við áfram.” Sigurvin sagði einnig að þessi úrslit og sumarið í heild væri ákveðin vakning fyrir félagið. „Já sú vakning er í rauninni löngu komin samt. Við vorum auðvitað búnir að bjarga okkur fyrir þennan leik og ef við ætlum að taka eitthvað út úr þessu tímabili að þá var staðan auðvitað ennþá verri heldur en þetta fyrir mánuði þegar við sátum í fallsæti eftir að venjulega deildin kláraðist. Við komum í veg fyrir það að þetta yrði einhver úrslitaleikur og það er hægt að horfa jákvæðum augum á það.” Sigurvin hafði lítið að segja um framhaldið hjá sér og FH. „Framhaldið er í rauninni bara að skoða þetta tímabil vel, við reynum auðvitað að gleyma því en við þurfum samt að muna eftir hlutunum sem við þurfum að læra af,” endaði Sigurvin Ólafsson að segja eftir leik. Besta deild karla FH ÍA
ÍA fór með sigur af hólmi gegn FH í Kaplakrika í dag en þrátt fyrir sigurinn er liðið fallið úr deild þeirra bestu. Fyrir leikinn var FH með 25 stig á meðan ÍA var með 22 stig en FH var með mikið betri markatölu og því þurfti ÍA kraftaverk til þess að bjarga sér frá falli. Fyrri hálfleikurinn var mjög jafn en bæði lið áttu góð færi. Fyrsta alvöru færi leiksins kom á 17.mínútu þegar Björn Daníel vann boltann á miðjunni og gaf boltann á Úlf Ágúst sem var dauðafrír inn á teig en skot hans fór rétt framhjá. Stuttu seinna fékk síðan Baldur Logi fínt færi sem hann hefði átt að nýta sér en gerði ekki. FH var meira með boltann en ÍA var alltaf hættulegt í sínum skyndisóknum og liðið fékk eina slíka á 39.mínútu en þá fékk Eyþór Andri boltann inn fyrir vörn FH og gaf boltann út í teiginn á Gísla Laxdal sem tók við boltanum og kláraði snyrtilega framhjá Atla Gunnari í markinu, gestirnir komnir með forystuna. Sú forysta dugði þó stutt þar sem þetta virtist kveikja almennilega í FH og kom jöfnunarmarkið aðeins sex mínútum síðar. Atli Gunnar sparkaði boltanum langt fram á Steven Lennon sem tók boltann niður, fann svo Oliver hægri megin á fleygiferð og hann átti þá hárnákvæma fyrirgjöf inn á teig þar sem Úlfur Ágúst lúrði og setti boltann í markið. Staðan í hálfleik 1-1. Í seinni hálfleiknum voru það FH-ingar sem réðu öllu á vellinum fyrstu tuttugu mínúturnar en inn vildi boltinn ekki. Eftir það kom mikið jafnvægi í leikinn og allt stefndi í 1-1 jafntefli þar til í uppbótartíma. Þá fékk Breki Þór boltann rétt fyrir utan teig og átti fast skot að marki sem Atli Gunnar varið en þó beint í fæturnar á Eyþóri Aroni sem potaði boltanum í netið. Þetta var það síðasta sem gerðist í leiknum og því lokatölur 1-2. Af hverju vann ÍA? Sigurinn hefði getað endað báðum megin og eru eflaust einhverjir á því að úrslitin séu eflaust ekki sanngjörn en ÍA einfaldlega nýtti tvö af sínum mörgu færum á meðan FH nýtti aðeins eitt. Bæði lið voru ekki að nýta færin vel. Hverjir stóðu uppúr? Úlfur Ágúst var mjög líflegur í leiknum og yfirleitt skapaðist mikil hætta í kringum hann sem og Eyþór Aron og Ármann hjá ÍA. Hvað fór illa? Bæði lið voru ekki upp á sitt í dag hvað varðar markaskorun, það voru mörg dauðafæri sem voru ekki nýtt. Jón Þór: Kallaði eftir því að strákarnir kláruðu mótið vel Jón Þór Hauksson á hliðarlínunni í dag.Vísir/Vilhelm „Ég er stoltur af stráknum, þetta hefur verið krefjandi að halda fókus út mótið í erfiðum aðstæðum,” byrjaði Jón Þór Hauksson, þjálfari ÍA, að segja í viðtali að leik loknum. „Liðið vann síðustu tvo leikina sína í mótinu og er að vinna hérna í Kaplakrika í fyrsta sinn á þessari öld ef undan er skilið sigurinn þegar liðið varð Íslandsmeistari 2001,” hélt Jón Þór áfram. Jón Þór kallaði eftir því að liðið myndi klára mótið vel þrátt fyrir að örlögin væru nánast ákveðin. „Ég kallaði eftir því hjá strákunum að þeir myndi klára mótið vel og með jákvæðum hætti og þeir svöruðu því svo sannarlega með frábærri stigasöfnun í úrslitakeppninni.” Jón Þór er bjartsýnn á framhaldið með liðið. „Það er björt framtíð á Skaganum, nú verður mikil ábyrgð lögð á þessa ungu stráka og þeir verða að þroskast á mjög stuttum tíma. Þeir hafa þrjár vikur áður en við byrjum aftur á undirbúningstímabilinu og vonandi ná þeir að þroskast á þeim tíma því það er gríðarleg vinna framundan.” Jón hikaði síðan ekki við það að staðfesta það að hann ætlaði að vera hluti af þeirri vinnu. „Já ég hef sagt það áður og ég held mér við það. Nú verður skoðuð saga félagsins og þetta er ákveðið mynstur sem er að endurtaka sig og þá er bara að byrja þessa vinnu,” sagði Jón Þór að lokum. Sigurvin Ólafsson: Þetta endurspeglar svolítið sumarið hjá FH Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH.Vísir/Vilhelm „Ég held að það sé óhætt að segja það að þessi leikur og þessi úrslit endurspegli svolítið sumarið hjá FH,” byrjaði Sigurvin Ólafsson, þjálfari FH, að segja eftir leik. „Við vorum klárlega líklegra liðið til þess að skora sigurmarkið mest megnið af seinni hálfleiknum en síðan dettur þetta þeirra megin og við endum með núll stig,” hélt Sigurvin áfram. „Þetta er auðvitað sárt, en við skulum segja að þetta hafi verið síðasta púslið í þessu púsli, nú höldum við áfram.” Sigurvin sagði einnig að þessi úrslit og sumarið í heild væri ákveðin vakning fyrir félagið. „Já sú vakning er í rauninni löngu komin samt. Við vorum auðvitað búnir að bjarga okkur fyrir þennan leik og ef við ætlum að taka eitthvað út úr þessu tímabili að þá var staðan auðvitað ennþá verri heldur en þetta fyrir mánuði þegar við sátum í fallsæti eftir að venjulega deildin kláraðist. Við komum í veg fyrir það að þetta yrði einhver úrslitaleikur og það er hægt að horfa jákvæðum augum á það.” Sigurvin hafði lítið að segja um framhaldið hjá sér og FH. „Framhaldið er í rauninni bara að skoða þetta tímabil vel, við reynum auðvitað að gleyma því en við þurfum samt að muna eftir hlutunum sem við þurfum að læra af,” endaði Sigurvin Ólafsson að segja eftir leik.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti