Njósnarinn í Tromsö sagður vera ofursti í GRU Samúel Karl Ólason skrifar 28. október 2022 15:40 Mikhail Valerievich Mikushin á mynd sem tekin var í Kanada árið 2015. Þá gekk hann undir nafninu José Giammaria sem hann gerði enn þegar hann var handtekinn í Noregi á dögunum. Yfirvöld í Noregi hafa nafngreint rússneskan njósnara sem handtekinn var nýverið í Tromsö. Sá heitir Mikhail Valerievich Mikushin og er fæddur árið 1978 í Rússlandi. Hann er talinn vera ofursti í GRU, leyniþjónustu rússneska hersins. Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma. Noregur Rússland Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira
Mikushin hefur verið ákærður fyrir njósnir en NRK hefur eftir embættismönnum að rannsóknin á hinum meintu njósnum hans sé ekki langt komin. Mikushin hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald. Njósnarinn meinti er sagður hafa þóst vera brasilískur fræðimaður og gengið undir dulnefninu José Assis Giammaria. Hann ku hafa starfað við háskólann í Tromsö og unnið þar við rannsóknir á Norðurslóðum og svokölluðum fjölþáttaógnum. Sjá einnig: Telja sig hafa gripið rússneskan njósnara í Tromsö Christo Grozev, frá rannsóknarsamtökunum Bellingcat, segist hafa staðfest niðurstöður Norðmanna. Bellingcat og samstarfsmenn þeirra hafi meðal annars komið höndum yfir mynd af ökuskírteini Mikushins. So how do we know Norway's allegation of his name is correct? Well we got Mikhail's drivers' license photo. And here you go: Microsoft Azur (and our eyes) confirm it's the same person. Mikhail on the left, "Jose" on the right (literally and figuratively, check that T-shirt) pic.twitter.com/MF4HDbCKlM— Christo Grozev (@christogrozev) October 28, 2022 Þá sýni gögn frá Rússlandi að hann hafi um tíma verið skráður til heimilis í heimavist skóla GRU. Þau gögn bendi til þess að Mikushin sé ofursti í leyniþjónustunni. GRU sér að mestu um njósnir og annarskonar leynilegar aðgerðir Rússa á erlendri grundu. Leyniþjónustan FSB, sér um aðgerðir í Rússlandi og öðrum nærliggjandi ríkjum. Útsendarar GRU hafa verið nokkuð umsvifamiklir í Evrópu á undanförnum árum. Það voru tveir GRU-liðar sem eitruðu fyrir Sergei Skripal og dóttur hans í Bretlandi um árið. Þá eru sömu menn sagðir hafa sprengt upp vopnageysmlu í Tékklandi fyrir nokkrum árum. Sjá einnig: Ótrúleg slóð útsendara Mikoshin er það sem kallað er „ólöglegur njósnari“. Slíkir njósnarar njóta ekki pólitískar verndar í skjóli þess að vinna í sendiráði. Þess í stað búa þeir til persónur og þurfa jafnvel að lifa öðru lífi en þeirra eigin til lengri tíma.
Noregur Rússland Mest lesið Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Innlent Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Innlent Hefur áhyggjur af rekstri skólans Innlent Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Innlent Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Erlent Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Innlent Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Erlent „Málinu verður ekki lokað fyrr en einhver axlar raunverulega ábyrgð“ Innlent Hreindýr í sjónum við Djúpavog Innlent Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Erlent Fleiri fréttir Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Dæmdur kardínáli segist mega kjósa næsta páfa „Vladímír, HÆTTU!“ Nemandi látinn eftir árás í frönskum skóla Hitnar í kolunum hjá Indlandi og Pakistan Sífellt fleiri Palestínumenn mótmæla stjórn Hamas Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Sjá meira