Innlent

Jón Grétar nýr gjaldkeri Samfylkingarinnar

Samúel Karl Ólason skrifar
Jón Grétar Þórsson.
Jón Grétar Þórsson.

Jón Grétar Þórsson hefur verið kjörinn gjaldkeri Samfylkingarinnar. Hann var kjörinn á landsfundi Samfylkingarinnar í morgun og hlaut hann 49.64 prósent greiddra atkvæða.

Jón Grétar er fertugur og úr Hafnarfirði þar sem hann hefur verið formaður Samfylkingarfélagsins frá 2016.

Hann er varabæjarfulltrúi fyrir Samfylkinguna í Hafnarfirði og hefur setið í hafnarstjórn fyrir hönd Samfylkingarinnar frá árinu 2018, þar á undan í menningar- og ferðamálanefnd. Jón Grétar sat í framkvæmdastjórn og miðstjórn Ungs jafnaðarfólks á árunum 2009 til 2014 og var formaður UJ í Hafnarfirði á árunum 2009 til 2014.

Stein Olav Romslo bauð sig fram til embættisins gegn Jóni Grétari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×