Fatasmásölurisinn Shein hefur rutt sér rúms á íslenskum markaði. Föt fyrirtækisins hafa mælst eitruð og umhverfisfótspor þeirra er gríðarlegt. Ungir umhverfissinnar hafa áhyggjur af stöðunni og markaðstorg fyrir notaðar flíkur hefur tekið vörur fyrirtækisins úr umferð
Sóknarfæri í matvælaframleiðslu á Íslandi eru fyrst og fremst í korni og grænmeti, að sögn Svandísar Svavarsdóttir matvælaráðherra. Innan við eitt prósent korns á innlendum markaði er framleitt á Íslandi - og í nýlegri skýrslu um neyðarbirgðir á Íslandi er varpað ljósi á það hversu mjög Íslendingar stóla á innflutning matvæla. Ráðherra boðar úrbætur á þessu.
Karl og kona sitja í gæsluvarðhaldi á Spáni, grunuð um að hafa rænt 45 vínflöskum á fínum veitingastað. Það þætti vart í frásögur færandi, nema fyrir þær sakir að flöskurnar eru metnar á 220 milljónir íslenskra króna.
Þetta og fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöð 2 Vísi á slaginu 12.