Innlent

Hafnar­verka­menn í­huga að segja sig úr Eflingu

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Sólveig Anna Jónsdóttir er núverandi formaður Eflingar.
Sólveig Anna Jónsdóttir er núverandi formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm

Hafnarverkamenn funduðu fyrr í dag á Þjóðminjasafninu og ræddu mögulega úrsögn sína úr stéttarfélagi Eflingar. Hópurinn er sagður ósáttur við samskipti sín við stjórnarmeðlimi stéttarfélagsins og hvernig staðið hafi verið að því að skipa fulltrúa á þing ASÍ.

Mbl greindi fyrst frá málinu en fundurinn er sagður hafa verið til kynningar á málinu. Haft er eftir Aðalsteini Rúnari Björnssyni þar sem hann segir undirbúning stofnunar nýs félags hafa staðið yfir í nokkrar vikur.

Einnig telji hann að stjórn Eflingar hafi brotið lög hvað varðar skipun fulltrúa á þing ASÍ. Til umræðu hafi verið að hópurinn myndi ganga í Alþjóðasamband flutningaverkamanna í kjölfar þess að kjarasamningar renni út á þriðjudag.

Ríkisútvarpið greinir frá því að hafnarverkamenn vilji með þessu færa valdið nær hinum almenna starfsmanni en hópurinn vilji fá sæti við borðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×