Ísland var með yfirhöndina frá upphafi í leik dagsins og var varnarleikur liðsins einkar öflugur. Ísland leiddi með fjórum mörkum í hálfleik, 15-11, en í síðari hálfleik breyttust hlutirnir.
Íslenska liðið skoraði fyrsta mark síðari hálfleiks en í kjölfarið skoruðu heimakonur fimm mörk í röð og staðan óvænt orðin 16-16. Um miðbik síðari hálfleiks tók íslenska liðið við sér og skoraði fimm mörk í röð. Náðu Færeyjar aldrei að minnka muninn og leikurinn vannst með fimm marka mun, lokatölur 23-28.
Sandra Erlingsdóttir var markahæst í liði Íslands með sex mörk, þar á eftir komu Andrea Jacobsen og Perla Ruth Albertsdóttir með fimm mörk hvor.