Stofnun stéttarfélags ekki til höfuðs Sólveigu Önnu Árni Sæberg skrifar 30. október 2022 12:02 Til stendur að stofna stéttarfélag þeirra sem vinna á bryggjum landsins. Vísir/Vilhelm Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuðs Eflingu og formanni hennar. Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu. Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira
Í gær var greint frá því að hafnarverkamennn hafi komið saman í Þjóðminjasafninu og rætt mögulega úrsögn úr Eflingu. Haft var eftir einum þeirra að hafnarverkamenn væru ósáttir við æðstu stjórnendur Eflingar. Sverrir Fannberg, forsvarsmaður hafnarverkamanna, sem hefur unnið að skipulagningu mögulegrar stofnunar stéttarfélags, segir það ekki rétt. Stofnun félags hafnarverkamanna hafi lengi verið í farvatninu og sé einungis hugsuð til þess að bæta kjör þeirra sem vinna á höfnum landsins. „Þetta er búið að vera í pælingu innan þessa hóps og innan fólks á höfninni að okkar staða sé betur sett í eigin félagi og að við semjum um okkar eigin samninga. Ástæðan fyrir því að það var farið í þetta núna er sú að góð og breið samstaða hefur náðst innan hópsins á bryggjunni um að fara í undibúning og skoða hvort þetta sé hægt og hvaða möguleikar séu í stöðunni í raun og veru,“ segir hann í samtali við Vísi. Sverrir segir fundinn í Þjóðminjasafninu hafa verið vel sóttan og að vel hafi verið tekið í hugmyndir um stofnun nýs félags. Um það bil áttatíu fundarmenn hafi ekkert rætt um meinta óvild sína í garð Sólveigar Önnu Jónsdóttur, formanns Eflingar. „Þetta er bara spurning um að hafnarverkamenn kjósi um sinn samning. Ef við erum sáttir við hann samþykkjum við hann, ef við erum ósáttir við hann þá þurfum við að halda áfram að semja. Þetta er ekkert spurning um Eflingu eða Sólveigu eða Vilhjálm eða VR. Það kemur málinu bara ekkert málinu við. Eina sem við gerum til þeirra er að óska þeim góðs gengis í sínum samningaviðræðum og ég veit að það verða erfiðir samningar alls staðar,“ segir Sverrir að lokum og óskar öllu forystufólki verkalýðshreyfingarinnar góðs gengis í komandi kjarabaráttu.
Stéttarfélög Ólga innan Eflingar Mest lesið Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Innlent Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Innlent Megi aldrei verða íslenskur veruleiki Innlent Eldsvoði í bílskúr í Kópavogi Innlent Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Innlent Rússar láta bandarískan kennara úr haldi Erlent Samkomulagi um vopnahlé verði rift verði gíslunum ekki skilað Erlent Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Innlent Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Innlent Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Innlent Fleiri fréttir Sjö líkamsárásir á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt Gætu orðið krefjandi hliðarvindslendingar Fólk í geðrofi breyti raunveruleikanum til að lifa af Ábyrgð veghaldara minni á Íslandi en í nágrannalöndum Ríki og framhaldsskólakennarar funda á morgun Litið við á mótmælum brimbrettakappa sem forseti bæjarstjórnar segir ólögmæt Viðreisn ekki til í meirihlutasamstarf til vinstri Tímamót fyrir Finna að sinna loftrýmisgæslu fyrir NATO Guðrún, Hinrik og Elín skyndihjálparmanneskjur ársins Megi aldrei verða íslenskur veruleiki „Réttlæti er svakalega dýrt“ Svína- og sviðasultan menguð af Bacillus cereus og E. coli Meirihlutinn sem er að myndast, vopnaburður og mótmæli brimbrettakappa „Við verðum að hafa fólkið með okkur“ Seinar í strætó eftir yndislegt kryddbrauð Heiðu Meirihlutaspjall í heimboði Heiðu Bjargar Rósa og Þórhildur vilja stýra Mannréttindastofnun Gos geti hafist hvenær sem er Heimir Már til liðs við Ingu og Flokk fólksins Átta mál sem Jóhann Páll afgreiðir í stað Ölmu „Hann er aldrei sakhæfur“ Tré felld svo hægt sé að opna flugbraut á ný Ber af sér sakir: „Ég var ekki að ljúga“ Kristrún segir kjörna fulltrúa ekki eiga að svara með skætingi Satt eða logið um stefnuræðu forsætisráðherra? Diljá Mist og Jens Garðar oftast nefnd til sögunnar Kæmi ekki á óvart ef drægi til tíðinda í dag Ísland réttir úr kútnum hvað varðar spillingu Óskar eftir að áfrýja dómi fyrir manndráp af gáleysi á geðdeild Þreifingar í Ráðhúsinu og tré felld í Öskjuhlíð Sjá meira