Anníe Mist frábær á Rogue en „hefur ekki hugmynd“ hvað hún gerir á næsta ári Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. október 2022 08:01 Anníe Mist Þórisdóttir fagnar á verðlaunapallinum á Rogue Invitational mótinu í Texas í gær. Skjámynd/Youtube Íslenska CrossFit goðsögnin Anníe Mist Þórisdóttir keppti aftur sem einstaklingur á Rogue Invitational stórmótinu um helgina og sýndi frábæra frammistöðu sem skilaði henni á verðlaunapallinn. Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames) CrossFit Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira
Anníe Mist keppti í liðakeppni á heimsleikunum í ár en fékk boð um að koma á Rogue Invitational sem fór fram í Texas fylki í Bandaríkjunum. Anníe sýndi heldur betur að hún er enn í hópi þeirra bestu í CrossFit heiminum og þótt að hún hafi ekki ráðið við hina frábæru Lauru Horvath frá Ungverjalandi þá tók hún silfurverðlaunin með sannfærandi hætti. View this post on Instagram A post shared by Rogue Invitational (@rogueinvitational) Þetta er annað árið í röð sem Anníe nær silfurverðlaunum á þessu móti en bæði mótin komu eftir að hún eignaðist dóttur sína sem er rétt rúmlega tveggja ára. Laura Horvath endaði með 760 stig og 55 stigum meira en Anníe Mist. Okkar kona fékk 705 stig og var því 36 stigum á undan þeim Emmu Lawson og Ellie Turner sem urðu í þriðja og fjórða sæti. Horvath vann meðal annars fjórar greinar í röð og var komin með öruggt forskot eftir það. Youtube Anníe var inn á topp tíu í níu af tíu greinum mótsins og enn fremur sjö sinnum meðal sjö hæstu. Anníe náði ekki að vinna grein en endaði einu sinni í öðru sæti. Björgvin Karl Guðmundsson tók þátt í karlakeppninni og endaði í sjötta sæti. Hann endaði með 620 stig, 70 stigum frá fimmta sætinu (Roman Khrennikov) og 115 stigum á eftir Justin Medeiros sem vann mótið. Medeiros endaði með fimmtán stigum meira en Chandler Smith og þriðji var síðan Jeffrey Adler. Anníe Mist var spurð um framhaldið hjá sér milli greina á mótinu en vildi ekki gefa neitt upp. „Ég hef ekki hugmynd um það hvað ég ætla að gera á næsta ári, hvort ég keppi sem einstaklingur eða í liðakeppninni aftur. Ég hef ekkert ákveðið enn þá. Ég get sagt að ég naut þess að keppa með liðinu mínu en núna var liðið heilt ár síðan ég keppti sem einstaklingur eða síðan var hér síðast á Rogue Invitational. Ég var svo spennt fyrir því að keppa aftur,“ sagði Anníe Mist Þórisdóttir í viðtali eftir áttundu grein mótsins. View this post on Instagram A post shared by CrossFit Games (@crossfitgames)
CrossFit Mest lesið Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Sport Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Sport Viggó færir sig um set á nýju ári Handbolti Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Enski boltinn Fleiri fréttir Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Inter þremur stigum frá toppnum og með leik til góða Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbrotnaði í fyrra, varð fyrir skotárás í vor og var að slíta krossband Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Svekkjandi tap hjá Alberti og félögum eftir að hafa komist yfir Sjá meira