Meintar rannsóknir blóðmerahalds ekki til Rósa Líf Darradóttir skrifar 31. október 2022 10:31 Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Blóðmerahald Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Sjá meira
Samkvæmt nýlegri reglugerð matvælaráðherra um blóðtöku úr fylfullum hryssum er áfram leyfilegt að taka 40 lítra af blóði úr hryssu yfir tveggja mánaða tímabil. Reglugerðin breytti engu um aðstæður hryssanna, byggir á takmörkuðum gögnum hagsmunaaðila og ekki er farið fram á ítarlegar rannsóknir á heilsu blóðtökuhryssa. Talsmenn blóðmerahalds og starfsfólk Matvælastofnunar (MAST) hafa ítrekað vísað til rannsókna um starfsemina. Rannsókna er sýna áttu að neikvæð áhrif blóðtökunnar á heilsu þessara hryssa væru engin. Í desember á síðasta ári var kallað eftir þeim rannsóknum. Það kom svo á daginn að engar slíkar rannsóknir eru til. Það sem meira er að blóðmagn íslenskra hrossa hefur verið ofmetið um 10 lítra. Engar mælingar á járni í blóði eru til fyrir þessar hryssur en járn er nauðsynlegt fyrir myndun blóðrauða og þar með rauðra blóðkorna. Vert er að nefna að járnþörf eykst á meðgöngu hvort sem um er ræða konur eða hryssur. Engar aðrar blóðefnamælingar er til, engin gögn um blóðþrýsting, hjartsláttar- eða öndunartíðni eftir blóðtöku. Engar þyngdarmælingar hafa verið gerðar, hvorki á hryssum né folöldum þeirra. Spendýr þola ekki að missa 15-20% af blóði sínu vikulega í átta skipti án þess að verða fyrir neikvæðum áhrifum eða líða illa og þjást. Enn síður fylfullar mjólkandi hryssur sem eru samkvæmt eðli málsins viðkvæmari en ella. Þetta hafa læknar og dýralæknir tekið undir. Ef þessar tölur eru settar í samhengi við manninn þá væri þetta líkt og að taka einn lítra af blóði vikulega úr þungaðri konu með barn á brjósti yfir tveggja mánaða tímabil. Undirrituð setti sig í samband við ástralskt fyrirtæki sem framleiðir mótefni við snákaeitri úr hrossablóði. Blóðið er tekið úr tömdum geldingum sem vega 700 kg. Teknir eru 3 lítrar í hverri blóðtöku og blóðtakan framkvæmd tvisvar á ári meðan hestarnir eru slævðir. Þarna er töluverður munur á, þarna er verið að taka minna en 6% af heildarblóðmagni tvisvar á ári úr tömdum geldingum fyrir lífsbjargandi lyf. Einu gögnin sem MAST og talsmenn blóðmerahalds bera fyrir sig eru mælingar gerðar af fyrirtækinu sem hagnast af blóðtökunni. Mælingarnar eru úr minna en 2% úrtaki og eru gerðar annað hvert ár. Það kemur á óvart að sjá hversu takmörkuð gögnin eru í ljósi þess að fagfólk MAST hefur haldið því fram að til sé öflugur gagnagrunnur sem eigi að sýna að heilsu þessara hryssa sé ekki ógnað. Hann er ekki til. Guðrún Sch. Thorsteinsson læknir og Jón Thorsteinsson stærðfræðingur rýndu í mælingar þessar. Þau benda á að þó að gögnin séu virkilega takmörkuð, megi samt úr þeim lesa að margar hryssur séu langt undir heilsusamlegum mörkum í blóðrauða. Þau leggja einnig til leiðir til úrbóta en grein þeirra má sem lesa má hér. MAST sem er eftirlitsaðili með velferð dýra hefur ekki svo vitað sé beðið um eða krafist óháðrar rannsóknar, heldur þvert á móti gefið lítið fyrir rökstuddar greinargerðir vísindamanna og fagfólks sem hefur bent á þörfina fyrir frekari rannsóknir. Ákvörðun ráðherra lögfestir þessa afar umdeildu starfsemi með nýlegri reglugerð. Eðlilegt hefði verið að sú lögfesting hvíldi á vísindalegum grunni en ekki ákefð hagsmunaaðila. Tillaga starfshóps ráðherra um að sannreyna mælingarnar tímabundið er einkar óburðugt svar við skorti rannsókna. Það gefur í skyn að mælingarnar eins og þær hafa farið fram séu fullnægjandi sem er fjarri lagi. Þegar litið er til þess að matvælaráðherra lagði áherslu á að markmið hennar væri að tryggja velferð blóðtökuhryssa er átakanlegt að lögfestingin breytir engu fyrir dýrin. Starfsemin er óbreytt fyrir og eftir lögfestingu. Það er lágmarkskrafa að fram fari óháð vísindarannsókn sem leiði staðreyndir í ljós og ákvarðanir séu byggðar á þeim staðreyndum. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi. Höfundur er læknir og situr í stjórn Samtaka um dýravelferð á Íslandi.
Skoðun Stöndum með trans börnum og foreldrum þeirra! Birna Guðmundsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir,Ynda Eldborg skrifar
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar