Musk sagður íhuga að rukka notendur 20 dollara á mánuði fyrir vottun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. október 2022 11:07 Musk er nú eini eigandi og „yfirtístari“ Twitter. Getty/Nur Photo/Jakub Porzycki Elon Musk er nú sagður íhuga að rukka Twitter-notendur um 20 Bandaríkjadali á mánuði fyrir vottun þess efnis að þeir séu raunverulega þeir sem þeir segjast vera. Auðkennda notendur má þekkja á bláu merki við nafn þeirra á Twitter. Samkvæmt miðlinum Platformer er til skoðunar að gera breytingar á Blue-áskriftarleið miðilsins en áskrifendur hafa hingað til verið rukkaðir um 4,99 dollara á mánuði. Nú stendur til að hækka gjaldið í 19,99 dollara og munu áskrifendur hafa 90 daga til að ákveða hvort þeir vilja vera með eða ekki. Ef þeir kjósa að greiða ekki samkvæmt hækkaðri gjaldskrá, missa þeir litla bláa merkið. Í raun er um að ræða nokkuð snjalla leið til að auka tekjur Twitter, sem Musk þarf að gera til að geta greitt skuldir félagsins sem nú er alfarið í hans eigu. Flestir þeirra sem eru auðkenndir eru þekktir einstaklingar; stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og Hollywood-stjörnur, svo dæmi séu tekin. Þá er fjöldi opinberra embætta og stofnana út um allan heim vottaður. Flestir þessara einstaklinga og aðila hafa væntanlega fjárhagslegt ráðrúm til að greiða hið hækkaða gjald. Musk hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en tísti um helgina að allt vottunarferlið væri í endurskoðun. Þá vakti hann athygli á Twitter-könnun í dag, þar sem notendur voru spurðir að því hversu mikið þeir væru reiðubúnir til að greiða fyrir auðkenningu. Áður hefur verið greint frá því að til standi að gera vottunarkerfið einfaldara, þannig að fleiri geti sótt um og fengið staðfest að þeir eigi raunverulega umræddan aðgang. Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Samkvæmt miðlinum Platformer er til skoðunar að gera breytingar á Blue-áskriftarleið miðilsins en áskrifendur hafa hingað til verið rukkaðir um 4,99 dollara á mánuði. Nú stendur til að hækka gjaldið í 19,99 dollara og munu áskrifendur hafa 90 daga til að ákveða hvort þeir vilja vera með eða ekki. Ef þeir kjósa að greiða ekki samkvæmt hækkaðri gjaldskrá, missa þeir litla bláa merkið. Í raun er um að ræða nokkuð snjalla leið til að auka tekjur Twitter, sem Musk þarf að gera til að geta greitt skuldir félagsins sem nú er alfarið í hans eigu. Flestir þeirra sem eru auðkenndir eru þekktir einstaklingar; stjórnmálamenn, fjölmiðlamenn og Hollywood-stjörnur, svo dæmi séu tekin. Þá er fjöldi opinberra embætta og stofnana út um allan heim vottaður. Flestir þessara einstaklinga og aðila hafa væntanlega fjárhagslegt ráðrúm til að greiða hið hækkaða gjald. Musk hefur ekki tjáð sig um fregnirnar en tísti um helgina að allt vottunarferlið væri í endurskoðun. Þá vakti hann athygli á Twitter-könnun í dag, þar sem notendur voru spurðir að því hversu mikið þeir væru reiðubúnir til að greiða fyrir auðkenningu. Áður hefur verið greint frá því að til standi að gera vottunarkerfið einfaldara, þannig að fleiri geti sótt um og fengið staðfest að þeir eigi raunverulega umræddan aðgang.
Twitter Bandaríkin Samfélagsmiðlar Mest lesið Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Innlent Útför páfans á laugardag Erlent Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Fleiri fréttir Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent