Haukar sendu inn kæru en ekki KKÍ Sindri Sverrisson skrifar 31. október 2022 12:00 Fjórir erlendir leikmenn Tindastóls voru innan vallar þegar Hilmar Smári Henningsson tók víti fyrir Hauka í þriðja leikhluta. Skjáskot/RÚV Ekki er búist við niðurstöðu varðandi úrslitin í leik Tindastóls og Hauka, í 32-liða úrslitum VÍS-bikars karla í körfubolta, fyrr en í allra fyrsta lagi í næstu viku. Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma. Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira
Þetta segir Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, sem staðfesti í samtali við Vísi í dag að stjórn KKÍ hefði hætt við að kæra úrslit leiksins til aga- og úskurðarnefndar, eftir að körfuknattleiksdeild Hauka gerði það. Verði úrskurðað Haukum í vil fá þeir 20-0 sigur, en lokatölur í leiknum urðu 88-71 Tindastóli í vil. Málið snýst um það að á einum tímapunkti í leiknum, í þriðja leikhluta, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls inni á vellinum. Hilmar Smári Henningsson var þá að taka vítaskot fyrir Hauka og hitti úr þeim báðum, áður en Tindastóll tók leikhlé og lagfærði stöðuna með því að taka út af einn erlendu leikmannanna. Aðeins þrír erlendir leikmenn mega vera inni á vellinum, í hvoru liði, samkvæmt reglum sem tóku gildi fyrir tímabilið. Sauðkrækingar viðurkenna mistök sín en binda vonir við að þeim verði ekki refsað með 20-0 tapi. „Viljum ekki hafa tvær kærur“ Aðspurður hvers vegna stjórn KKÍ hefði ekki vísað málinu til aganefndar eins og til stóð svaraði Hannes: „Stjórnin vildi fá niðurstöðu í málið en síðan ákváðu Haukar að kæra málið sjálfir og þá vorum við ekki að kæra líka. Það kom því ekki til þess að við þyrftum að kæra,“ sagði Hannes. Kærufrestur rann út síðasta mánudagskvöld og segir Hannes að vegna anna á skrifstofu KKÍ hafi ekki verið búið að fullklára og senda inn kæru á mánudagsmorgninum. Heyrst hafi svo að Haukar væru tilbúnir með kæru og því hafi KKÍ hætt við sína. „Við viljum ekki hafa tvær kærur í málinu,“ sagði Hannes. Aðspurður hvort ekki væri eðlilegra að stjórn KKÍ sæi um að kæra í svona máli, þar sem reyndi á reglur sambandsins, endurtók Hannes að ekki væri hægt að hafa tvær kærur í málinu: „Við stýrum ekki því sem Haukar ákveða að gera.“ Hvenær fá Njarðvíkingar að vita hverjum þeir mæta? Í kvöld ættu 16-liða úrslitin í bikarnum að vera að klárast en enn stendur eftir leikur Njarðvíkur við annað hvort Tindastól eða Hauka. Aganefnd KKÍ er óháð stjórn en Hannes segir alveg hægt að gefa sér það að nefndin muni í fyrsta lagi geta úrskurðað í málinu í næstu eða þarnæstu viku. Sjö daga frestur Tindastóls til að leggja fram sína vörn renni út í dag og aganefndin þurfi tíma til að skoða öll gögn og komast að niðurstöðu í svo stóru máli. Átta liða úrslitin í bikarnum eiga að fara fram 11.-12. desember og því kappsmál að leikurinn í Ljónagryfjunni, hvort sem hann verður við Tindastól eða Hauka, verði spilaður í tæka tíð fyrir þann tíma.
Subway-deild karla Haukar Tindastóll Mest lesið Snéru heim eins og rokkstjörnur og komust á súluna á Astró Fótbolti Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn Handbolti Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Körfubolti Glódís ekki með í landsleikjunum Fótbolti Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Körfubolti Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Körfubolti Vill hópfjármögnun fyrir Antony Fótbolti Lýsa miklum áhuga Arsenal á manninum sem Man. Utd þráir Enski boltinn Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni Íslenski boltinn Haaland yfirgaf völlinn á hækjum og í spelku Fótbolti Fleiri fréttir Pekka Salminen nýr landsliðsþjálfari Sjáðu nýjan þjálfara Íslands kynna sig Hópslagsmál í NBA og sjö hent úr húsi Hafa engar áhyggjur af hugarfari Njarðvíkinga Tryggvi með rifu í vöðva og verður frá næstu vikur Svefnlítill Emil sagði stopp en var stressaður fyrir kveðjustundinni Eini þjálfarinn sem hefur orðið deildarmeistari og dottið strax út „Flotti fíni Garðabær á móti Breiðholtinu“ „Trúi á fyrirgefningu og að fólk eigi að fá annað tækifæri“ Sjáðu fimm bestu tilþrifin og kjóstu Sabonis ekki með Litháen á EM Ráku sigursælasta þjálfarann rétt fyrir úrslitakeppnina Voru fimm stigum undir þegar 12,6 sekúndur voru eftir en unnu samt Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Þau bestu verðlaunuð á lokahófi KKÍ Miðasalan á EM er hafin Martin um EM dráttinn: „Yrðu algjör forréttindi að mæta þeim á vellinum“ „Verður gott að fá meiri frítíma en mun sakna strákanna“ Kjartan Atli: Undirbúningurinn fyrir úrslitakeppnina byrjar strax uppi á hóteli „Er ekki alveg eins gott að byrja á þeim?“ „Heimavöllurinn gefur þér ekki neina sigra“ Baldur: Ég reikna með að hinir leikirnir séu löngu búnir „Verð áfram nema Jóhanna reki mig“ „Málum alla staði sem við spilum á bláa og hvíta“ „Ætlum ekki að vera farþegar í úrslitakeppinni“ Uppgjörið: Þór - Keflavík 114-119 | Keflvíkingar tryggðu sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 103-110 | Tókst ekki að stela öðru sætinu Uppgjörið: Tindastóll - Valur 88-74 | Tindastóll er deildarmeistari Uppgjörið: Grindavík - KR 86-83 | Tímabilinu lokið hjá KR en Grindavík mætir Val Leik lokið: Haukar - ÍR 80-91 | ÍR-ingar tryggðu sér sjöunda sætið Sjá meira