Fyrir þau sem þekkja ekki liðinn þá spyr Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi, sérfræðinga sína – eða setur fyrir þá fullyrðingu – sem þeir þurfa að svara játandi eða neitandi. Sérfræðingarnir að þessu sinni voru Hörður Unnsteinsson og Tómas Steindórsson.
Fyrsta spurningin sneri að LeBron James og félögum í Los Angeles Lakers en þar var einfaldlega spurt hvort Lakers kæmist í umspil [e. play-in].
Tómas og Hörður voru ósammála er kom að þessari spurningu en svarið við henni sem og öllum öðrum spurningum Nei eða Já má sjá hér að neðan.
„Hann er stundum eins og Crossfit-ari a spila körfubolta,“ bætti Tómas við um Russell Westbrook, leikmann Lakers. Framtíð Westbrook var svo til umræðu en þríeykið í settinu hafði ekki mikla trú á að Westbrook klári tímabilið með Lakers. Þá var farið yfir framtíð Lakers eftir að LeBron leggur skóna á hilluna.
Aðrar spurningar Nei eða Já:
- Steve Nash [Brooklyn Nets] endist lengur í starfi en Doc Rivers [Philadelphia 76ers]
- Stjórn Miami Heat ætti að vera með áhyggjur
- Donovan Mitchell voru bestu skiptin í sumar og besta viðbótin við eitthvað lið