„Allar útskýringar hljóma eins og afsakanir eftir svona frammistöðu“ Andri Már Eggertsson skrifar 31. október 2022 21:45 Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með frammistöðu Hauka í kvöld Vísir/Hulda Margrét Haukar töpuðu gegn Fram á heimavelli 32-34. Rúnar Sigtryggsson, þjálfari Hauka, var ekki sáttur með fyrri hálfleik liðsins þar sem Haukar voru tíu mörkum undir í hálfleik. „Ef ég gæti útskýrt þessa lélegu byrjun þá hefði ég fundið svör við því fyrr í þessum tveimur leikhléum sem ég tók. Andleysi okkar í fyrri hálfleik er ráðgáta og hvernig við spiluðum var í engu samræmi við æfinga vikuna. Það sem gerðist hjá okkur í fyrri hálfleik var andlausasta sem ég hef séð af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Hauka. „Í seinni hálfleik var allt annað að sjá varnarleikinn. Við vorum að mæta þeim og fá brottvísanir fyrir brot en í fyrri hálfleik fengum við eina brottvísun fyrir peysutog. Fram skaut hvað eftir annað þegar við vorum að reyna að brjóta á þeim og þetta var viljaleysi í fyrri hálfleik.“ Það var allt annað að sjá Hauka í seinni hálfleik og heimamenn höfðu tækifæri til að ná í jafntefli undir lokin en það kom á daginn að holan var of djúp fyrir rest. „Auðvitað var holan orðin of djúp. Leikurinn var búinn í hálfleik og það er ekkert mál að koma til baka þegar þú ert tíu mörkum undir og hefur engu að tapa. Við vorum klaufar í lokin og holan var of djúp.“ Haukar hafa byrjað tímabilið afar illa og tapað fjórum af sjö fyrstu leikjum tímabilsins. „Þetta verður ekki svona áfram hvernig sem á því verður tekið. Mér finnst þetta ekki boðlegt. Ég skil ekki af hverju menn ættu að vera mæta alla daga vikunnar eftir vinnu til þess að horfa síðan upp á þetta. Allar útskýringar hljóma eins og lélegar afsakanir eftir svona frammistöðu.“ „Það þurfa allir að líta í spegil og ég með talinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson að lokum. Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 31. október 2022 21:05 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
„Ef ég gæti útskýrt þessa lélegu byrjun þá hefði ég fundið svör við því fyrr í þessum tveimur leikhléum sem ég tók. Andleysi okkar í fyrri hálfleik er ráðgáta og hvernig við spiluðum var í engu samræmi við æfinga vikuna. Það sem gerðist hjá okkur í fyrri hálfleik var andlausasta sem ég hef séð af okkar hálfu,“ sagði Rúnar Sigtryggsson og hélt áfram að tala um lélegan fyrri hálfleik Hauka. „Í seinni hálfleik var allt annað að sjá varnarleikinn. Við vorum að mæta þeim og fá brottvísanir fyrir brot en í fyrri hálfleik fengum við eina brottvísun fyrir peysutog. Fram skaut hvað eftir annað þegar við vorum að reyna að brjóta á þeim og þetta var viljaleysi í fyrri hálfleik.“ Það var allt annað að sjá Hauka í seinni hálfleik og heimamenn höfðu tækifæri til að ná í jafntefli undir lokin en það kom á daginn að holan var of djúp fyrir rest. „Auðvitað var holan orðin of djúp. Leikurinn var búinn í hálfleik og það er ekkert mál að koma til baka þegar þú ert tíu mörkum undir og hefur engu að tapa. Við vorum klaufar í lokin og holan var of djúp.“ Haukar hafa byrjað tímabilið afar illa og tapað fjórum af sjö fyrstu leikjum tímabilsins. „Þetta verður ekki svona áfram hvernig sem á því verður tekið. Mér finnst þetta ekki boðlegt. Ég skil ekki af hverju menn ættu að vera mæta alla daga vikunnar eftir vinnu til þess að horfa síðan upp á þetta. Allar útskýringar hljóma eins og lélegar afsakanir eftir svona frammistöðu.“ „Það þurfa allir að líta í spegil og ég með talinn,“ sagði Rúnar Sigtryggsson að lokum.
Haukar Olís-deild karla Handbolti Tengdar fréttir Leik lokið: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 31. október 2022 21:05 Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn Fleiri fréttir Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni Sjá meira
Leik lokið: Haukar - Fram 32-34 | Raunir Hauka halda áfram Raunir Hauka í Olís deild karla í handbolta halda áfram en liðið tapaði með tveggja marka mun gegn Fram á Ásvöllum í kvöld. Fram hefur á sama tíma aðeins tapað einum leik og er aðeins stigi á eftir toppliði Vals. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 31. október 2022 21:05