Lotumeðferð við kvíða - framtíðin í kvíðameðferð? Ásmundur Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2022 12:31 Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Hvað er hugræn atferlismeðferð? Hugræn atferlismeðferð (HAM) er meðferðarform sem hefur verið mikið rannsakað og gefið sérlega góða raun við kvíðavandamálum og þunglyndi. Í þessari meðferð er samspil hugmynda eða hugsana, hegðunar, líkamlegra einkenna og tilfinninga skoðað hjá hverjum og einum og viðkomandi kennt að hafa áhrif á þetta samspil með tilraunum og æfingum. Í hugrænni atferlismeðferð við kvíðavandamálum er berskjöldun—að útsetja sig fyrir því sem maður óttast—ein öflugasta leiðin til að ná því markmiði. Hvað er lotumeðferð? Hefðbundið form af HAM fer yfirleitt fram vikulega í um það bil klukkutíma í senn, yfir 12 – 20 vikna tímabil. Þetta (furðu íhaldssama) form þarf þó hvorki að vera eini né skilvirkasti kosturinn í boði. Nýlegar rannsóknir benda til að meðhöndla megi kvíðavandamál með skjótari hætti í svokallaðri lotumeðferð, sem felst í því að þjappa meðferð í færri skipti þar sem árangri er náð á mun skemmri tíma. Einna fyrstur til að rannsaka lotumeðferð við kvíða var Lars- Göran Öst, mikils virtur sálfræðingur. Hann komst að því að meðhöndla mætti afmarkaða fælni með fræðslu og undirbúningi í einu matsviðtali og svo berskjöldun í tveggja til þriggja klukkustunda lotu í einum samfelldum meðferðartíma. Þetta fyrirkomulag hefur verið nú verið rannsakað í nokkra áratugi og borið góðan árangur í meðferð flestra fælnivandamála (dýrafælni, innilokunarkennd, flugfælni o.fl.). Í dag er þetta gullstaðallinn í meðferð við afmarkaðri fælni. Annað dæmi um lotumeðferð er Bergenska fjögurra daga meðferðin sem þróuð var við þráhyggju- og árátturöskun. Meðferðin er veitt í litlum hópum þar sem hver og einn vinnur mestmegnis einslega í fjóra daga með sínum sálfræðingi milli þess sem hópurinn kemur saman. Það má líkja þessu við þjálfunarbúðir þar sem reyndir sálfræðingar og þátttakendur leggjast á eitt um að vinna á vanda hvers og eins. Nú hafa yfir 2000 manns farið í gegnum þessa meðferð – erlendis sem og hérlendis – og er árangurinn sá að viku eftir meðferð eru 94% betri af vandanum og um 74% ná góðum (klínískt marktækum) árangri. Rannsóknir gefa líka til kynna að árangurinn haldist svipaður í fjögur ár hið minnsta og jafnt hjá börnum sem fullorðnum. Sömuleiðis hefur þessi meðferð verið aðlöguð að öðrum vandamálum eins og félagsfælni, áfallastreituröskun, ofsakvíða og ælufælni og einnig skilað góðum árangri. Það er því ljóst að fólk getur náð skjótum og langvarandi bata í lotumeðferð. Þar gefst yfirleitt meira svigrúm til æfinga með sálfræðingi sem hentar vel þegar kvíðavandinn er unfangsmikill. Auk þess fær fólk meiri stuðning á meðan það er að komast yfir erfiðasta hjallann. Ekki er þó alltaf þörf á lotumeðferð og geta vikuleg viðtöl jafnframt verið góður kostur. Þróunin er samt spennandi og áhugavert hvaða möguleika lotumeðferð opnar á í framtíðinni. Mikilvægt er að fólk sé meðvitað um alla þá kosti sem standa til boða þegar kemur að meðferð og geti þar af leiðandi óskað sérstaklega eftir þeim þegar það sækir sér sálfræðiþjónustu. Höfundur er sálfræðingur við Kvíðameðferðarstöðina.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun