Á villigötum í Áslandi 4 Davíð Arnar Stefánsson skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun Ólögmæt sóun skattfjár Markús Ingólfur Eiríksson Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason Skoðun Skoðun Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Verndum íslenskuna- líka á Alþingi Íslendinga Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ungt fólk er meira en bara meme og sketsar á TikTok Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar Skoðun Vertu ekki að plata mig Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun 11.11. - Aldrei aftur stríð Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Velferðarsamfélag í anda jafnaðarmennskunnar Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Skoðun Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson skrifar
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Hefðbundnar og lögmætar hvalveiðar Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Vilhjálmur Birgisson,Árni Sverrisson Skoðun