Á villigötum í Áslandi 4 Davíð Arnar Stefánsson skrifar 1. nóvember 2022 13:00 Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Davíð Arnar Stefánsson Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Sjá meira
Nú auglýsir Hafnarfjarðarbær lóðir til umsókna í Áslandi 4, alls 550 íbúðir og áætlaður íbúafjöldi um 1400. Það er vel enda íbúðaskortur í bænum. Í auglýsingunni segir að við skipulag og hönnun hverfisins sé áhersla á lögð á heildræna sýn og vistvænt skipulag. Í fljótu bragði það sem einkennir gott nútíma skipulag og í samræmi við stefnu bæjarins. Það er auðvitað einnig gott mál. Eða hvað? Ef að er að gáð kemur í ljós að skipulagið er hvorki heildrænt eða vistvænt. Því síður er það í samræmi við ríkjandi hugmyndir eða stefnu sveitarfélagsins í skipulagsmálum. Í fyrsta lagi ætti að leggja áherslu á að þétta byggðina í bænum fremur en að dreifa henni frekar en nú er. Það er heildræn sýn. Með því móti má nýta innviði eins og gatnakerfi, grunn- og leikskóla. Um leið fjölga íbúum í Hafnarfirði án þess að fara í stórfellda og kostnaðarsama uppbyggingu innviða á borð við umerðamannvirki og vegaframkvæmdir, eins og segir í greinargerð starfshóps um þéttingu byggðar í bænum (2016). Gera má ráð fyrir að gatnagerð verði sérstaklega kostnaðarsöm vegna þess mikla hæðarmun og halla sem er í hverfinu. Í öðru lagi þá er ekki ekki gert ráð fyrir verslun eða annarri þjónustu fyrir utan leikskóla. Það er úrelt hugmynd og engan veginn í samræmi við aðalskipulag Hafnarfjarðar þar sem segir um íbúðabyggð að eðlilegt sé að þar sé þjónustu við íbúa viðkomandi hverfis, svo sem verslanir, hreinlegur iðnaður, þjónustustarfsemi ofl. Jafnframt segir í bæklingi Vistbyggðaráðs um vistvænt skipulag þéttbýlis (2014) að mælt sé með að „…staðsetja þjónustukjarna miðlægt í hverfum, með byggð í 400–800 metra radíus umhverfis. Það samsvarar um 5–10 mínútna göngufjarlægð. Þannig styður byggðamynstrið við möguleika íbúa á að ganga eða hjóla milli heimilis, verslunar, vinnustaðar eða annarrar þjónustu”. Og í þriðja lagi er hverfið byggt á bíla-drifinni og gamaldags hugmyndum um útþennslu byggðarinnar og úthverfavæðingu. Nær væri að styðja við „…uppbyggingu grænna innviða sem gera göngu, hjólreiðar og almenningssamöngur að samkeppnishæfum ferðamáta og stuðla að því að íbúar þurfi síður að reiða sig á einkabíl í daglegum erindum“, eins og segir í Loftslagsstefnu höfuðborgarsvæðisins (2022). Í því sambandi er rétt að benda á að börn sem koma til með búa í þessum áfanga munu sækja Áslandskóla og börn í næsta áfanga munu sækja Skarðshlíðarskóla, sem er talsvert ferðalag, einkum í því landslagi sem þarna er og allra veðra von á þessum slóðum. Íbúar í Hafnarfirði verða að gera þá kröfu að skipulagsvinna sé vel unnin og í takti við nútíma kröfur og bestu mögulegu þekkingu. Jafnframt að skipulagið sé í samræmi við stefnu sveitarfélagsins um þróun byggðarinnar, hagkvæmni þess í rekstri og lífsgæði íbúanna. Þótt mikið liggi við að fjölga og aulýsa íbúðir í bænum þá má það ekki koma niður á lífsgæðum íbúanna. Réttast væri að taka niður auglýsinguna, setjast aftur við teikniborðið, og vinna nýtt og betra skipulag fyrir Ásland 4. Það sama á eiginlega einnig við um Hamranes, sem nú er í byggingu, en þar virðist sagan vera að endurtaka sig – einungis íbúðir og engin þjónusta – þrátt fyrir loforð um annað. Allt í allt verða hverfin Ásland 1,2,3 og 4 með ekkert aðgengi að þjónustu og verslun. Við það bætist Skarðshlíð og innri Vellirnir sem telja 5-8 þúsund íbúa. Á meðan bærinn hugsar sinn gang mætti ljúka skipulagi á Hrauni Vestur (s.k. „5 mínútna hverfi“) og hrinda því í framkvæmd – blandaðri byggð íbúða, verslunar og þjónustu, þar sem fyrir eru helstu innviðir, vegir og skólar, og í nálægð við almenningssamgöngur og Borgarlínu. Höfundur er oddviti VG í Hafnarfirði.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun