Segja orðræðu gagnvart starfsfólki óvægna Bjarki Sigurðsson skrifar 1. nóvember 2022 15:32 Fjallað hefur verið um dýraníð í Borgarfirði hér á Vísi. MAST segir gagnrýni á starfsmenn stofnunarinnar vegna málsins vera óvægna. Steinunn Árnadóttir Matvælastofnun (MAST) segir orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar hafa verið óvægna og því þurfi að grípa til andsvara. Stofnunin telur sig ekki seka um aðgerðaleysi. Fjallað hefur verið um dýraníð í Borgarfirði hér í Vísi í sumar og í haust. Eigendur hrossa og kúa eru sakaðir um alvarlega vanrækslu og hefur Matvælastofnun þurft að aflífa einhver hrossana. Mikil umræða hefur verið um málið á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir sakað starfsmenn stofnunarinnar um algert aðgerðaleysi. Þeir hafi brugðist dýrunum með því að bregðast ekki við ítrekuðum ábendingum fólks um aðbúnað dýranna. Í tilkynningu á vef MAST er minnt á að stofnuninni er ekki heimilt að tjá sig um tiltekin mál en lög um vinnslu persónuupplýsinga og stjórnsýslulög takmarka heimildir MAST til upplýsingagjafar. Því sé ekki hægt að upplýsa aðila sem senda inn ábendingar til MAST um framgang mála hjá einstaklingum. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ segir í tilkynningunni. Farið er yfir verkferla stofnunarinnar í málum sem þessu. Fyrst fá umsjáraðilar tækifæri til að bregðast við ábendingum um nauðsynlegar úrbætur. Sé það ekki gert getur MAST beitt þvingunum til að knýja fólk til úrbóta, til að mynda með dagsektum. Þessu öllu fylgja fjölmargar eftirlitsheimsóknir á viðkomandi bæi og mikil og ítarleg afskipti af starfsemi viðeigandi aðila. Ekki er gripið til vörslusviptingar nema að vel ígrunduðu máli og að fyrrnefndar leiðir stofnunarinnar séu fullreyndar. Því var vörslusvipting á hestum íbúanna í Borgarfirði ekki fyrsta aðgerð stofnunarinnar. Líkt og hefur komið fram hér á Vísi hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á störfum MAST þegar kemur að eftirlit með velferð dýra. Í tilkynningunni segir að stofnunin fagni úttektinni og ef að í ljós kemur að eitthvað megi betur fara verði verklagi breytt. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýr Tengdar fréttir Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 „Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 13. október 2022 15:33 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Fjallað hefur verið um dýraníð í Borgarfirði hér í Vísi í sumar og í haust. Eigendur hrossa og kúa eru sakaðir um alvarlega vanrækslu og hefur Matvælastofnun þurft að aflífa einhver hrossana. Mikil umræða hefur verið um málið á samfélagsmiðlum og hafa einhverjir sakað starfsmenn stofnunarinnar um algert aðgerðaleysi. Þeir hafi brugðist dýrunum með því að bregðast ekki við ítrekuðum ábendingum fólks um aðbúnað dýranna. Í tilkynningu á vef MAST er minnt á að stofnuninni er ekki heimilt að tjá sig um tiltekin mál en lög um vinnslu persónuupplýsinga og stjórnsýslulög takmarka heimildir MAST til upplýsingagjafar. Því sé ekki hægt að upplýsa aðila sem senda inn ábendingar til MAST um framgang mála hjá einstaklingum. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ segir í tilkynningunni. Farið er yfir verkferla stofnunarinnar í málum sem þessu. Fyrst fá umsjáraðilar tækifæri til að bregðast við ábendingum um nauðsynlegar úrbætur. Sé það ekki gert getur MAST beitt þvingunum til að knýja fólk til úrbóta, til að mynda með dagsektum. Þessu öllu fylgja fjölmargar eftirlitsheimsóknir á viðkomandi bæi og mikil og ítarleg afskipti af starfsemi viðeigandi aðila. Ekki er gripið til vörslusviptingar nema að vel ígrunduðu máli og að fyrrnefndar leiðir stofnunarinnar séu fullreyndar. Því var vörslusvipting á hestum íbúanna í Borgarfirði ekki fyrsta aðgerð stofnunarinnar. Líkt og hefur komið fram hér á Vísi hefur Ríkisendurskoðun hafið úttekt á störfum MAST þegar kemur að eftirlit með velferð dýra. Í tilkynningunni segir að stofnunin fagni úttektinni og ef að í ljós kemur að eitthvað megi betur fara verði verklagi breytt.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Dýraheilbrigði Hestar Dýr Tengdar fréttir Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33 Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41 „Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 13. október 2022 15:33 Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17 Mest lesið Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Innlent Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Innlent Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Innlent Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið Innlent Tugir milljóna króna beint til formanns FH Innlent Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Innlent Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Innlent Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Innlent Mangione ákærður fyrir morðið á forstjóranum Erlent Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Innlent Fleiri fréttir Sjóvá bótaskylt vegna slyss á flugslysaæfingu Eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Vöruhúsið ekki hannað af arkitekt Nýr ráðherra muni leita allra leiða til að ógilda leyfið 30 ætlaðir þolendur Quang Lé lifi við óvissu og óöryggi Pakkaflóðið of stórt fyrir flugvélar erlendis frá Hvalveiðileyfið endurnýjast út í eitt Sagðist þekkja piltana og foreldra þeirra áður en hún braut á þeim Hvalveiðileyfið sem endurnýjast út í eitt og stund með átrúnaðargoðum Steinvala á fleygiferð varð að skærum vígahnetti Ættfræði þrætuepli í deilu sem enn harðnar Ekki nauðgun heldur kynferðisleg áreitni í leigubíl Stakk mann þrisvar og reyndi svo að stela hjólinu hans Segir engan hafa sagt neitt fyrr en nágranni fór í stríð við ísbúðina Tugir milljóna króna beint til formanns FH Endurbætur hefjist nú ekki fyrr en í fyrsta lagi 2031 Reiknar með að hefja aftur störf á föstudag Sendu Europol ábendingu um hatursorðræðu á íslenskum síðum Vinna hafin við stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Vinna við skrif stjórnarsáttmála hafin „Laun og kjör eru ekki það sama“ Tæknifólk skrifaði undir kjarasamning til fjögurra ára Segir hótunum beitt í stað lagalegra leiða Segir fæsta spyrja að því hvað sé best fyrir börnin Flygildin hvorki á vegum Kínverja né geimvera „Bíðum í ofvæni eftir veðurspá næstu daga“ Áhöfn Þórs bjargaði hval sem festist í legufæri Kindurnar eru miklu skemmtilegri en sætir strákar Um fimm þúsund fá aðstoð fyrir jólin Sjö börn liggja inni en ekkert á gjörgæslu Sjá meira
Efast um hæfi MAST Samtök um dýravelferð á Íslandi (SDÍ) segja viðbrögð Matvælastofnunar (MAST) við vanrækslu hrossa í Borgarfirði ekki vera í samræmi við alvarleika málsins. Samtökin skora á MAST að tryggja viðunandi aðbúnað dýranna á meðan málið er enn í skoðun. 14. október 2022 09:33
Húðskamma MAST og vilja aðgerðir í Borgarbyggð strax Eigandi hrossa í Borgarfirði, sem sakaður hefur verið um illa meðferð á skepnum sínum, hefur orðið við kröfum MAST og flutt hrossin á beit, að sögn dýralæknis hrossasjúkdóma hjá stofnuninni. Íbúi í nágrenninnu segir yfirvöld ekki aðhafast nóg - og alltof seint. Lögregla var kölluð til vegna málsins í gærkvöldi. Dýraverndarsambandið kallar eftir aðgerðum strax. 1. september 2022 11:41
„Þetta er svo mikill hryllingur“ Búið er að hleypa hestunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um í sumar út. Þeir voru lokaðir inni um langt skeið og efast hestafólk í nærsveitum um að þeir lifi veturinn af, svo illa eru þeir farnir. 13. október 2022 15:33
Ákærður fyrir dýraníð fyrir áratug: Kýr með halabrot og -slit Bóndi sem sakaður hefur verið um illa meðferð hrossa í Borgarfirði var ákærður fyrir dýraníð fyrir tæpum áratug. Matvælastofnun segir ákvarðanir í dýravelferðarmálum geta verið mjög íþyngjandi og því nauðsynlegt að stíga varlega til jarðar í slíkum málum. Stofnunin hefur verið gagnrýnd fyrir viðbrögð sín í málinu. 5. september 2022 12:17