Græðum sárin og sameinum flokkinn okkar Viggó Einar Hilmarsson skrifar 2. nóvember 2022 08:01 Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun Halldór 19.04.2025 Halldór Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn hefur átt erfitt síðasta áratuginn. Því miður þá hefur flokkurinn okkar klofnað aftur og aftur, oftast af ástæðum sem líklegast hefði mátt koma í veg fyrir. Fyrsti stóri klofningurinn myndaðist þegar stór hluti flokksystkina okkar sáu sér ekki lengur fært að starfa innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, og stofnuðu Viðreisn. Viðbrögð flokksforystunnar voru einföld; farið hefur fé betra. Talað var um þennan klofning á þann hátt í Valhöll að um væri að ræða tímabundið ástand sem myndi lagast af sjálfu sér, þetta fólk myndi sko allt snúa aftur innan tíðar. Síðan þá eru liðin 6 ár og enn bólar ekkert á þessu fólki, sem situr enn sem fastast í sínum nýja flokki. Næsti klofningur myndaðist í kjölfar umræðu um þriðja orkupakkann. Aftur sá stór hluti flokksystkina okkar sér ekki fært að starfa lengur innan flokksins, fannst ekki á þau hlustað, yfirgáfu flokkinn og gengu ýmist í Miðflokkinn eða Fólk flokksins. Stefið frá Valhöll var hið sama; farið hefur fé betra – flokkurinn þyrfti ekki á þessu fólki að halda. Nýjasti klofningurinn myndaðist svo í kosningum síðasta haust og síðasta vor, en í þessum tvennum kosningum sáu aftur alltof mörg flokksystkin okkar sér ekki fært að kjósa flokkinn okkar, fannst ekki á þau hlustað, og kusu í staðinn Framsókn. Enn á ný voru viðbrögð Valhallar þau sömu; farið hefur fé betra – við „unnum varnarsigur“ og erum ennþá „stærst.“ Nú er staðan sú að flokkurinn okkar þolir ekki meiri klofning. Við sjáum það á fylgi flokksins, bæði í Alþingiskosningum og í sveitarstjórnakosningum. Meira að segja í lykilvígi flokksins í Garðabæ, hangir bæjarstjórnarmeirihlutinn á bláþræði. Staða flokksins er hreinlega sú, að við höfum ekki efni á að missa fleirri flokksystkin yfir í aðra flokka. Það er kominn tími til að færa flokkinn okkar saman á ný, færa fjölskylduna okkar saman á ný, þessu ófremdarástandi verður að ljúka núna. Guðlaugur Þór hefur byggt sinn stjórnmálaferill upp á því að eiga gott og stöðugt samtal við grasrótina. Sést þetta fyrst og fremst á málflutningi andstæðinga hans, sem kveinka sér í sífellu yfir því að Guðlaugur Þór sé í svo sterkum tengslum við hverfafélögin í Reykjavík sem og félög sjálfstæðismanna út um land allt. Staðreyndin er nefnilega sú að sjálfstæðisfélögin, hvort sem þau kallast almenn félög, hverfafélög, ungmennafélög, kvenfélög, málfundarfélög eða félög eldri sjálfstæðismanna, eru grasrót flokksins. Fólkið sem starfar í þessum félögum eru upp til hópa ekki kjörnir fulltrúar eða starfsmenn flokksins, heldur þvert á móti almennir flokksmenn sem vinna óeigingjarnt og launalaust starf í þeirri trú að flokkurinn okkar eigi að vera leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Þetta fólk á skilið að á það sé hlustað, því sé sýndur skilningur, að áhyggjur þeirra séu teknar alvarlega, að hugmyndir þeirra séu ekki slegnar af borðinu, að það sé ekki skammað fyrir að hafa rangar skoðanir og að fundarsköp á landsfundi banni því ekki að fara upp í pontu til að tjá sig. Kjósum Guðlaug Þór sem nýjan formann Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins, sameinum flokkinn okkar á ný og gerum hann aftur að leiðandi afli í íslenskum stjórnmálum. Höfundur er Sjálfstæðismaður.
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Afleiðingar heimilisofbeldis og hvernig ofbeldismenn nota “kerfið” til að halda áfram ofbeldi Líf Steinunn Lárusdóttir Skoðun