Fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað rökleysa Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 1. nóvember 2022 17:47 Starfsfólkið sem um ræðir vann aðeins á veitingastaðnum Flame, samkvæmt lögmanni veitingastaðanna tveggja. Myndin er úr safni. Getty Images Forsvarsmenn veitingastaðanna Flame og Bambus segja kolrangt að starfsfólk veitingastaðanna hafi unnið í tíu til sextán tíma, sex daga vikunnar. Ljóst sé að fullyrðingar um mansal og stórfelldan launaþjófnað eigi ekki við rök að styðjast. Undirbúningur að stefnu á hendur Matvís, félagi iðnaðarmanna í matvæla- og veitingagreinum, er hafinn. Fjallað var ítarlega um málið á Vísi í ágúst síðastliðnum. Starfsmennirnir þrír sem um ræðir eru allir af erlendum uppruna og voru sagðir hafa fengið lágmarkslaun fyrir allt að sextán klukkustunda vinnudag. Þeir hafi jafnframt búið í íbúð í eigu vinnuveitenda. Málið var í kjölfarið tilkynnt til lögreglu, að því er Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu í águst. Þá krafði Matvís veitingastaðinn Flame um þrettán milljónir í ógreidd laun fyrir hönd starfsmannanna í september. Veitingastaðnum Flame var lokað í kjölfar umfjöllunar, hinn 19. ágúst síðastliðinn, og hefur ekki opnað aftur. Eigendur segja Matvís hafa „tekið kokkana í burtu svo eigendur staðarins gætu ekki annað gert en lokað.“ Eigandi veitingastaðanna tjáði sig einnig um málið og sagði ásakanirnar „kolvitlausar.“ Öll laun væru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum. Hann sagði enn fremur að fyrirtækið greiddi há laun, á bilinu sjö til átta hundruð þúsund krónur á mánuði. Nú hefur borist formleg yfirlýsing frá eigendum veitingastaðanna. Í yfirlýsingunni segir að undirbúningur að stefnu á hendur Matvís sé hafinn. Almennu verklagi hafi ekki verið fylgt við meðferð máls Flame, þar sem ítrekað hafi verið farið fram í fjölmiðlum með yfirlýsingum sem, samkvæmt yfirlýsingunni, eiga ekki að hafa verið réttar. „Okkur langar að biðja fyrrum starfsfólk Flame innilegrar afsökunar á því að laun þeirra hafi ekki verið rétt reiknuð, það var ekki ætlunin. Við berum virðingu fyrir þeim og höfðum engan hug á að hlunnfara þau. Það er miður að þetta mál hafi bitnað á þeim. Starfsfólkið fékk greitt í samræmi við umsamin mánaðarlaun, hafði afnot af húnsæði, rafmagni, hita, interneti o.fl. Mánaðarlaunin voru og eru í samræmi við kjarasamning Matvís og Samtaka atvinnulífsins,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Kolrangt að starfsfólk hafi unnið sextán tíma vinnudag Fram kemur að starfsfólkið hafi aldrei unnið tíu til sextán tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og forsvarsmenn veitingastaðanna segjast ekki átta sig á því hvers vegna Matvís hafi haldið því fram í fjölmiðlum. Hið rétta sé að starfsmenn hafi unnið á bilinu átta til níu tíma, fimm til sex daga vikunnar, með einstaka undantekningum. „Við áttum okkur ekki á því af hverju Matvís kaus að fjalla um mál okkar í fjölmiðlum strax frá því málið kom upp og nær daglega á tímabili með röngum staðhæfingum og röngum fullyrðingum og gífuryrðum. Verklag Matvís og annarra stéttafélaga er á þá leið að ef grunur vaknar um rangar launagreiðslur að þá er haft samband við vinnuveitanda og honum gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið og eftir atvikum leiðrétta misfellur í launaútreikningum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Verklaginu hafi Matvís ekki fylgt. Ásakanirnar lagt reksturinn í rúst Forsvarsmenn veitingastaðanna segja að þeir hafi fengið vitneskju um að laun hafi misreiknast og launaútreikningur borist frá Matvís í kjölfarið. Útreikninginn töldu lögmenn Flame rangan og voru starfsmönnunum greidd laun samkvæmt útreikningi lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Alvarlegar ásakanir á hendur Flame, Bambus og eigendum staðanna á opinberum vettvangi hafa skaðað mannspor og lagt rekstur veitingastaðanna í rúst. Engar kröfur hafa verið gerðar vegna starfsfólks Bambus, einungis vegna starfsfólks Flame. Matvís skeyttu engu um afleiðingar þess að ganga fram með svo harkalegum hætti auk þess sem ekkert tilefni var til þess að gera slíkt. Þar sem eðlilegar verklagsreglur voru brotnar og farið fram opinberlega með rangar fullyrðingar þá neyðast staðirnir til að sækja tjón sitt á hendur Matvís með málsókn,“ segir í yfirlýsingunni að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing_FlamePDF17KBSækja skjal Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag. 2. september 2022 06:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Fjallað var ítarlega um málið á Vísi í ágúst síðastliðnum. Starfsmennirnir þrír sem um ræðir eru allir af erlendum uppruna og voru sagðir hafa fengið lágmarkslaun fyrir allt að sextán klukkustunda vinnudag. Þeir hafi jafnframt búið í íbúð í eigu vinnuveitenda. Málið var í kjölfarið tilkynnt til lögreglu, að því er Benóný Harðarson forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna í samtali við fréttastofu í águst. Þá krafði Matvís veitingastaðinn Flame um þrettán milljónir í ógreidd laun fyrir hönd starfsmannanna í september. Veitingastaðnum Flame var lokað í kjölfar umfjöllunar, hinn 19. ágúst síðastliðinn, og hefur ekki opnað aftur. Eigendur segja Matvís hafa „tekið kokkana í burtu svo eigendur staðarins gætu ekki annað gert en lokað.“ Eigandi veitingastaðanna tjáði sig einnig um málið og sagði ásakanirnar „kolvitlausar.“ Öll laun væru greidd samkvæmt gildandi kjarasamningum. Hann sagði enn fremur að fyrirtækið greiddi há laun, á bilinu sjö til átta hundruð þúsund krónur á mánuði. Nú hefur borist formleg yfirlýsing frá eigendum veitingastaðanna. Í yfirlýsingunni segir að undirbúningur að stefnu á hendur Matvís sé hafinn. Almennu verklagi hafi ekki verið fylgt við meðferð máls Flame, þar sem ítrekað hafi verið farið fram í fjölmiðlum með yfirlýsingum sem, samkvæmt yfirlýsingunni, eiga ekki að hafa verið réttar. „Okkur langar að biðja fyrrum starfsfólk Flame innilegrar afsökunar á því að laun þeirra hafi ekki verið rétt reiknuð, það var ekki ætlunin. Við berum virðingu fyrir þeim og höfðum engan hug á að hlunnfara þau. Það er miður að þetta mál hafi bitnað á þeim. Starfsfólkið fékk greitt í samræmi við umsamin mánaðarlaun, hafði afnot af húnsæði, rafmagni, hita, interneti o.fl. Mánaðarlaunin voru og eru í samræmi við kjarasamning Matvís og Samtaka atvinnulífsins,“ segir í upphafi yfirlýsingarinnar. Kolrangt að starfsfólk hafi unnið sextán tíma vinnudag Fram kemur að starfsfólkið hafi aldrei unnið tíu til sextán tíma vinnudag, sex daga vikunnar, og forsvarsmenn veitingastaðanna segjast ekki átta sig á því hvers vegna Matvís hafi haldið því fram í fjölmiðlum. Hið rétta sé að starfsmenn hafi unnið á bilinu átta til níu tíma, fimm til sex daga vikunnar, með einstaka undantekningum. „Við áttum okkur ekki á því af hverju Matvís kaus að fjalla um mál okkar í fjölmiðlum strax frá því málið kom upp og nær daglega á tímabili með röngum staðhæfingum og röngum fullyrðingum og gífuryrðum. Verklag Matvís og annarra stéttafélaga er á þá leið að ef grunur vaknar um rangar launagreiðslur að þá er haft samband við vinnuveitanda og honum gefinn kostur á að koma með sín sjónarmið og eftir atvikum leiðrétta misfellur í launaútreikningum,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. Verklaginu hafi Matvís ekki fylgt. Ásakanirnar lagt reksturinn í rúst Forsvarsmenn veitingastaðanna segja að þeir hafi fengið vitneskju um að laun hafi misreiknast og launaútreikningur borist frá Matvís í kjölfarið. Útreikninginn töldu lögmenn Flame rangan og voru starfsmönnunum greidd laun samkvæmt útreikningi lögmanna, að því er fram kemur í yfirlýsingunni. „Alvarlegar ásakanir á hendur Flame, Bambus og eigendum staðanna á opinberum vettvangi hafa skaðað mannspor og lagt rekstur veitingastaðanna í rúst. Engar kröfur hafa verið gerðar vegna starfsfólks Bambus, einungis vegna starfsfólks Flame. Matvís skeyttu engu um afleiðingar þess að ganga fram með svo harkalegum hætti auk þess sem ekkert tilefni var til þess að gera slíkt. Þar sem eðlilegar verklagsreglur voru brotnar og farið fram opinberlega með rangar fullyrðingar þá neyðast staðirnir til að sækja tjón sitt á hendur Matvís með málsókn,“ segir í yfirlýsingunni að lokum. Yfirlýsinguna má lesa í heild sinni hér að neðan. Yfirlýsing_FlamePDF17KBSækja skjal
Kjaramál Veitingastaðir Vinnumarkaður Reykjavík Tengdar fréttir Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56 Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06 Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag. 2. september 2022 06:47 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fleiri fréttir Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Sjá meira
Segir rangt að ásakanir um launaþjófnað séu „kolvitlausar“ Eigandi veitingastaðanna Bambus og Flame segir ásakanir um stórfelldan launaþjófnað „kolvitlausar“ og að öll laun séu samkvæmt kjaraskrá. Forstöðumaður kjaradeildar Fagfélaganna segir það ekki rétt og starfsfólk hafi fengið minna en helming þeirra launa sem þeim bar. 26. ágúst 2022 11:56
Grunur um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum tilkynntur til lögreglu Grunur er um stórfelldan launaþjófnað á tveimur veitingastöðum í Reykjavík, í eigu sömu aðila, gagnvart þremur starfsmönnum. Starfsmennirnir þrír eru allir af erlendum uppruna, fengu lágmarkslaun fyrir tíu til sextán klukkustunda vinnu á dag og bjuggu jafnframt í íbúð í eigu vinnuveitendanna. 25. ágúst 2022 18:06
Krefjast 13 milljóna í ógreidd laun Hildur Ýr Viðarsdóttir, lögmaður eigenda veitingastaðanna Bambus og Flame, segir rangt af forsvarsmönnum Fagfélaganna að halda því fram að starfsmenn staðanna, hvers stöðu Fagfélögin hafa til skoðunnar, hafi unnið allt að sextán tíma á dag. 2. september 2022 06:47