Veðjað á rangan hest Guðný Halldórsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 08:30 Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjálfstæðisflokkurinn Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Skoðun Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Erum við ekki betri en Talibanar? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar Skoðun Lyftistöng fyrir samfélagið Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Stöndum með ungu fólki og fjölskyldum Ragna Sigurðardóttir,Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Sjá meira
Líkt og fram hefur komið vilja Guðlaugur Þór Þórðarson og stuðningsmenn hans auka fylgi Sjálfstæðisflokksins – líkt og raunar allir aðrir sjálfstæðismenn. Guðlaugur Þór hefur haldið þónokkrar tölur og farið í fjölmörg viðtöl frá því að hann tilkynnti um framboð sitt liðna helgi, þar sem hann endurtekur sömu einföldu frasana: „stétt með stétt“, „fylgi Sjálfstæðisflokksins ætti að vera meira“, „ég á langbesta stuðningsfólkið“, „grasrótin“ og já, var búið að nefna „stétt með stétt“? Hann hefur ekki einu sinni gert tilraun til að rökstyðja hvernig hann ætlar sér að auka fylgi flokksins, enda hafa fjölmiðlar ekki haft fyrir því að spyrja hann að því. Það vekur furðu að spyrlar hafi ekki gengið harðar á hann að svara þeirri einföldu spurningu, ekki síst í ljósi þess að fylgistap flokksins hefur verið hvað mest í Reykjavík í gegnum árin og hann var eini oddviti flokksins sem tapaði þingmanni í síðustu kosningum. Eini vísir að svari sem greinarhöfundur hefur orðið var við er sá að Guðlaugur Þór hafi heyrt í fólki sem hafi áður verið í flokknum sem gæti hugsað sér að koma til baka. Það eru alveg örugglega ekki þau sem gengu til liðs við Viðreisn á sínum tíma, líklegra er að það séu einhverjar örfáar hræður sem gengu til liðs við Miðflokkinn. Á framboðsfund Guðlaugs Þórs voru enda mættir einstaklingar sem voru frambjóðendur Miðflokksins fyrir ekki nema fjórum mánuðum síðan. Sé Guðlaugur Þór að reyna að höfða til fylgis Miðflokksins ætti sú taktík að nota einfalda og endurtekna frasa ekki að koma á óvart. Frægt er að Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, notaði nákvæmlega sömu taktík með góðum árangri í aðdraganda þess að hann var kjörinn forseti. Donald Trump hefur einmitt helst höfðað til Miðflokksmengisins hér á Íslandi – mengis sem raunar hefur farið hratt minnkandi. Ekki vænleg uppspretta það. Annar frasi sem Guðlaugur Þór hefur margendurtekið er að Sjálfstæðisflokkurinn sé breiðfylking sem rúmar fjölbreyttar skoðanir. Vonandi þarf ekki að minna frambjóðandann á að þrátt fyrir það, þá rúmar sjálfstæðisstefnan ekki allar skoðanir og sérstaklega ekki þær forpokuðu afturhaldsskoðanir sem hafa sameinað menn í Miðflokknum. Það að tala inn í þennan hóp hefur jafnframt fórnarkostnað, því þessi sjónarmið höfða hvað síst til ungs fólks og kvenna, þeirra hópa sem Sjálfstæðisflokknum sárvantar að ná betur til. Sá hópur hefur engan áhuga á endurunnum einföldum frösum frá tíunda áratugnum. Sá hópur hefur áhuga á lausnum. Þær hefur Guðlaugur Þór ekki boðið upp á og það er meðal annars þess vegna sem greinarhöfundur telur líklegast að fylgi Sjálfstæðisflokksins muni dragast saman frekar en aukast, verði Guðlaugur Þór formaður flokksins eftir helgi. Höfundur er hagfræðingur og ung sjálfstæðiskona.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson skrifar
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun