Fótbolti

Frankfurt laumaði sér inn í 16-liða úrslitin | Ekkert lið staðið sig verr en Rangers

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Frankfurt er á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar.
Frankfurt er á leið í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar. Eric Verhoeven/Soccrates/Getty Images

Lokaumferð riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu hófst í kvöld þegar átta leikir fóru fram. Frankfurt laumaði sér inn í 16-liða úrslit með 1-2 endurkomusigri gegn Sporting og ekkert lið hefur staðið sig verr í riðlakeppninni en Rangers eftir 1-3 tap gegn Ajax.

Sporting og Frankfurt mættust í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum og ljóst var að sigurliðið myndi tryggja sér sæti áfram, en tapliðið myndi sitja eftir.

Arthur kom heimamönnum í Sporting yfir þegar um fimm mínútur voru eftir af fyrri hálfleik og staðan því 1-0 þegar liðin gengu inn til búningsherbergja.

Gestirnir snéru þó taflinu við með mörkum frá Daichi Kamada og Randal Kolo Muani í síðari hálfleik og niðurstaðan því 1-2 sigur Frankfurt sem er á leið í 16- liða úrslit, en Sporting fer í útsláttakeppni Evrópudeildarinnar.

Þá mátti Rangers þola 1-3 tap gegn Ajax á sama tíma og þar með er Rangers orðið það lið sem hefur gert hvað versta atlögu að því að komast upp úr riðlakeppni Meistaradeildarinnar.

Rangers endar án stiga á botni A-riðils með mínus 20 í markatölu, en Dinamo Zagreb átti fyrra metið með núll stig og mínus 18 í markatölu.

Úrslit kvöldsins

A-riðill

Liverpool 2-0 Napoli

Rangers 1-3 Ajax

B-riðill

Bayer Leverkusen 0-0 Club Brugge

FC Porto 2-1 Atlético Madrid

C-riðill

Bayern München 2-0 Inter

Viktoria Plzen 2-4 Barcelona

D-riðill

Marseille 1-2 Tottenham

Sporting 1-2 Frankfurt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×