Miklar tíðablæðingar skráðar sem aukaverkanir af völdum Covid-bóluefna Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2022 06:33 Bóluefnin frá Pfizer/BioNTech og Moderna voru þau bóluefni sem flestir Íslendingar fengu gegn Covid-19. Vísir/Vilhelm Sérfræðinganefnd Lyfjastofnunar Evrópu um eftirlit með ávinningi og áhættu lyfja (PRAC) ákvað á fundi sínum dagana 24. til 27. október að leggja til að miklar tíðablæðingar yrðu skráðar sem möguleg aukaverkun af bóluefnunum Comirnaty og Spikevax gegn Covid-19. Comirnaty er bóluefni Pfizer og BioNTech en Spikevax er framleitt af Moderna. Á vef Lyfjastofnunar segir að um sé að ræða „miklar tíðablæðingar“ þegar blæðingar standa lengur eða magn tíðablóðs er meira en vanalega og þær hafa áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Tilkynningar hafi borist um slík tilfelli eftir grunn- og örvunarbólusetningar með bæði Comirnaty og Spikevax. „Til að meta þetta öryggisboð fór PRAC yfir gögn úr klínískum rannsóknum, aukaverkanatilkynningar úr Eudravigilance gagnagrunninum og upplýsingar úr klínískum textum. Niðurstaðan var að það væri að minnsta kosti raunhæfur möguleiki aðtengsl væru á milli bólusetninga með þessum bóluefnum og miklum tíðablæðingum. Aukaverkanirnar voru í flestum tilfellum tímabundnar og ekki alvarlegar. Mælt var með að uppfæra lyfjatexta bóluefnanna með tilliti til þessa,“ segir Lyfjastofnun. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að röskun tíðahringsins sé almennt fremur algeng og geti orðið af ýmsum ástæðum. Allir sem fá blæðingar eftir breytingaskeið eða hafi áhyggjur af tíðahring sínum ættu hins vegar að hafa samband við lækni. Ekkert bendi til þess að aukaverkanir sem tilkynntar hefðu verið hefðu áhrif á frjósemi. Einnig sýndu gögn að svokölluð mRNA bóluefni að þau væru örugg á og eftir meðgöngu. „Nefndin tekur fram að öll gögn bendi til þess að ávinningurinn sé töluvert meiri en áhættan af notkun bóluefnanna. Heilbrigðisstarfsfólk og almenningur eru þó beðin um að halda áfram að tilkynna grun um aukaverkun ef miklar tíðablæðingar verða eftir bólusetningu. PRAC mun halda áfram að fylgjast með tilfellunum og uppfæra tilmæli sín ef þörf þykir.“ Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira
Comirnaty er bóluefni Pfizer og BioNTech en Spikevax er framleitt af Moderna. Á vef Lyfjastofnunar segir að um sé að ræða „miklar tíðablæðingar“ þegar blæðingar standa lengur eða magn tíðablóðs er meira en vanalega og þær hafa áhrif á lífsgæði einstaklingsins. Tilkynningar hafi borist um slík tilfelli eftir grunn- og örvunarbólusetningar með bæði Comirnaty og Spikevax. „Til að meta þetta öryggisboð fór PRAC yfir gögn úr klínískum rannsóknum, aukaverkanatilkynningar úr Eudravigilance gagnagrunninum og upplýsingar úr klínískum textum. Niðurstaðan var að það væri að minnsta kosti raunhæfur möguleiki aðtengsl væru á milli bólusetninga með þessum bóluefnum og miklum tíðablæðingum. Aukaverkanirnar voru í flestum tilfellum tímabundnar og ekki alvarlegar. Mælt var með að uppfæra lyfjatexta bóluefnanna með tilliti til þessa,“ segir Lyfjastofnun. Í tilkynningu stofnunarinnar segir að röskun tíðahringsins sé almennt fremur algeng og geti orðið af ýmsum ástæðum. Allir sem fá blæðingar eftir breytingaskeið eða hafi áhyggjur af tíðahring sínum ættu hins vegar að hafa samband við lækni. Ekkert bendi til þess að aukaverkanir sem tilkynntar hefðu verið hefðu áhrif á frjósemi. Einnig sýndu gögn að svokölluð mRNA bóluefni að þau væru örugg á og eftir meðgöngu. „Nefndin tekur fram að öll gögn bendi til þess að ávinningurinn sé töluvert meiri en áhættan af notkun bóluefnanna. Heilbrigðisstarfsfólk og almenningur eru þó beðin um að halda áfram að tilkynna grun um aukaverkun ef miklar tíðablæðingar verða eftir bólusetningu. PRAC mun halda áfram að fylgjast með tilfellunum og uppfæra tilmæli sín ef þörf þykir.“
Bólusetningar Lyf Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Sjá meira