Hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 2. nóvember 2022 15:57 Frímann Emill Ingimundarson hefur tjáð hjúkrunarfólki að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vilji hann ekki að endurlífgun verði reynd. Frímann Emil Ingimundarson er 82 ára floga- og hjartveikur karlmaður sem glímir við ólæknandi beinkrabba á lokastigi. Hann hefur loksins gefið eftir í baráttu sinni fyrir að fara ekki á hjúkrunarheimili. Hann þykir aftur á móti of heilsuhraustur til að uppfylla skilyrði fyrir innlögn. Frímann hafnar endurlífgun í næsta hjartastoppi. Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook. Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Matthías Ægisson, hálfbróðir og nánasti aðstandandi Frímanns Egils, fékk símtal frá hjúkrunarfræðingi á Landspítalanum á mánudag. Hann deildi reynslu þeirra bræðranna í færslu á Facebook í gær. „Frímann er svo heilsuhraustur að hann myndi aldrei uppfylla skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili,“ hefur Matthías eftir hjúkrunarfræðingnum. Frímann myndi aldrei standast hæfnismat. Matthías segir þessi orð hafa níst hjarta hans. Síaukin flogaköst, endurteknar ferðir með sjúkrabíl á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild eftir köst eða með verk fyrir hjarta. Það skipti ekki máli. „Hann er bara svo flottur og ber sig svo vel.“ Hefur misst alla lífslöngun Matthías segist ekki beina reiði sinni að hjúkrunarfræðingnum. „Hún sýndi undrun minni skilning þar sem ég skil ekki að 82 ára einstaklingur með ólæknandi krabbamein á lokastigi og ýmsa aðra kvilla geti verið heilsuhrastur og svo heilsuhraustur að hann „myndi aldrei uppfylla“ skilyrði um innlögn á hjúkrunarheimili. Hún sagði að svona væri kerfið,“ segir Matthías. Matthías hafi bent hjúkrunarfræðingnum á að Frímann beri ekki tilfinningar sínar á torg. „Andleg vanlíðan er ekki eitthvað sem fólk flíkar en hún er til staðar hjá bróður mínum í ríkum mæli og hefur svartnættið orðið það mikið að hann hefur misst alla lífslöngun,“ segir Matthías. Hann segist ekki sáttur við heilbrigðiskerfi sem telji dauðvona, fárveikt fólk með sjálfsvígshugsanir heilsuhraust og flott. Auk þess að gera því í raun ómögulegt að fá að verja síðustu augnablikum lífsins við mannsæmandi aðstæður. Matthías segist hafa horft á eftir tveimur bræðrum sem báðir fengu krabbamein. Lést nokkrum dögum eftir samþykki „Annar fékk að lokum inni á hjúkrunarheimili, hinn ekki fyrr en nefnd sem kom saman tvisvar í mánuði úti á landi hafði hist á fundi og náðarsamlega samþykkt að hann fengi að verja síðustu dögum ævinnar á hjúkrunarheimili sem var nokkurn veginn beint á móti húsinu sem hann bjó í ásamt nokkrum vistmönnum. Það tók nokkrar vikur að fá samþykkið og bróðir minn kvaddi stuttu síðar,“ segir Matthías. Raunar aðeins nokkrum dögum síðar. Matthías hefur miklar áhyggjur af bróður sínum sem hefur dvalið á hjartadeild undanfarið. „Spurningin er hvort hann fái flogakast í vikunni eða næstu. Stundum slasast hann illa ef hann fellur beint á andlitið eða aftur fyrir sig. Í einu kastinu fyrir nokkrum árum mölbraut hann á sér hægri öxl. Þá verður hringt á sjúkrabíl, hann fluttur á bráðamóttöku og þaðan á hjartadeild,“ segir Matthías. Líklega verði 1-2 lítrum af vatni tappað af gollurhúsi eða lungum, lyfjasamsetning endurskoðuð og „heilsuhrausti“ bróðir hans svo sendur heim því hann sé svo hraustur og flottur og beri sig vel. „Það hefur þurft að endurlífga heilsuhrausta bróður minn en nú hefur hann látið hjúkrunarfólk vita að komi til þess að hann fari aftur í hjartastopp þá vill hann ekki lengur að endurlífgun verði reynd. Ég lái honum það ekki.“ Fréttastofa náði stuttlega tali af Matthíasi í dag. Þá var hann að aðstoða bróður sinn Frímann við útskrift af Landspítalanum. Frásögn Matthíasar hefur vakið mikla athygli og er í mikilli dreifingu á Facebook.
Landspítalinn Eldri borgarar Heilbrigðismál Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira