Innbrotið hjá Pelosi náðist á mynd en enginn var að horfa Samúel Karl Ólason skrifar 2. nóvember 2022 16:17 Lögreglþjónar fyrir utan heimili Nancy Pelosi í San Francisco. AP/Eric Risberg Innbrot á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í San Francisco náðist á öryggismyndavélar þinglögreglu Bandaríkjanna. Enginn lögregluþjónn fylgdist þó með myndavélinni. Eftir innbrotið og eftir að ráðist var á 82 ára gamlan eiginmann Pelosi með hamri, sá lögregluþjónn í Washington DC á einni af um 1.800 öryggismyndavélum embættisins að lögreglubílar voru fyrir utan heimili Pelosi. Sá fór í gegnum upptökurnar úr myndavélinni og sá mann nota hamar til að brjóta sér leið inn á heimilið, samkvæmt frétt Washington Post. Árásarmaðurinn, David DePape, stendur meðal annars frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraun, frelsisviptingar og líkamsárás. Hann var færður fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Í annarri frétt Washington Post segir að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni“ og hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi á aðfaranótt síðastliðins föstudags kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi spurði DePape hvað hann vildi eiginkonu sinni og við það spurði árásarmaðurinn hvort hún væri ekki númer tvö í röðinni við að taka við forsetaembætti Bandaríkjanna, á eftir varaforsetanum. „Þau eru öll spillt,“ sagði DePape og bætti við: „Við þurfum að ganga frá þeim“. Náði að hringja í Neyðarlínuna Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið svo hann rotaðist. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Lögreglan segir einnig að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið búinn að fá nóg af „ógeðslegum lygum“ frá Washington og að hann hefði viljað tala við Nancy Pelosi. Hann er sagður hafa játað að vilja taka Nancy Pelosi í gíslingu og sagðist tilbúinn til að brjóta á henni hnéskeljarnar ef hún myndi ljúga að honum. New York Times segir DePape hafa sýnt fram á mikla öfgahyggju í færslum hans á netinu. Hann hélt úti bloggsíðu en frá því í sumar hefur hann birt þar margar færslur sem innihalda rasisma, gyðingahatur og samsæriskenningar. Öryggisgæslan fylgdi Nancy Þinglögregla Bandaríkjanna sér um öryggisgæslu 535 þingmanna sem standa frammi fyrir fordæmalausum fjölda morðhótana og annarskonar öryggisógnunum. Pelosi nýtur sérlega mikillar öryggisgæslu þar sem hún er forseti fulltrúadeildarinnar en hún var ekki heima þegar árásin var gerð. Hún var stödd í Washington DC en mest öll öryggisgæsla hennar fylgdi henni og lögregluþjónar vakta ekki öryggismyndavélar við heimilið þegar hún er ekki þar. Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Eftir innbrotið og eftir að ráðist var á 82 ára gamlan eiginmann Pelosi með hamri, sá lögregluþjónn í Washington DC á einni af um 1.800 öryggismyndavélum embættisins að lögreglubílar voru fyrir utan heimili Pelosi. Sá fór í gegnum upptökurnar úr myndavélinni og sá mann nota hamar til að brjóta sér leið inn á heimilið, samkvæmt frétt Washington Post. Árásarmaðurinn, David DePape, stendur meðal annars frammi fyrir ákærum fyrir morðtilraun, frelsisviptingar og líkamsárás. Hann var færður fyrir dómara í gær og lýsti yfir sakleysi sínu. Í annarri frétt Washington Post segir að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið í „sjálfsmorðsverkefni“ og hann hafi haft lista af stjórnmálamönnum sem hann vildi ráðast til að berjast gegn „lygunum frá Washington“. Þegar hann braust inn á heimili Pelosi á aðfaranótt síðastliðins föstudags kom hann að Paul Pelosi sofandi á efri hæð heimilis þeirra. DePape er sagður hafa spurt Paul hvar eiginkona hans væri og þegar hann fékk svarið að hún væri ekki heima, reyndi DePape að binda Paul Pelosi og sagðist ætla að bíða eftir henni. Paul Pelosi spurði DePape hvað hann vildi eiginkonu sinni og við það spurði árásarmaðurinn hvort hún væri ekki númer tvö í röðinni við að taka við forsetaembætti Bandaríkjanna, á eftir varaforsetanum. „Þau eru öll spillt,“ sagði DePape og bætti við: „Við þurfum að ganga frá þeim“. Náði að hringja í Neyðarlínuna Paul Pelosi fékk leyfi DePape til að nota klósettið þar sem sími hans var í hleðslu. Hann notaði símann til að hringja í Neyðarlínuna en DePape hlustaði þó á símtalið og sagði Paul Pelosi að kynna sig sem vin fjölskyldunnar. Paul sagði þó einnig að hann þekkti DePape ekki. Með því að tala undir rós tókst Paul að sannfæra þann sem hann talaði við um að hann þyrfti lögregluaðstoð og voru lögregluþjónar sendir á vettvang. Þegar þá bar að garði komu þeir að Paul Pelosi og DePape, þar sem þeir voru að berjast um hamarinn. DePape náði hamrinum og sló Paul í höfuðið svo hann rotaðist. Lögreglan hefur lýst árásinni á þann veg að hún hafi næstum því kostað Paul Pelosi lífið. Lögreglan segir einnig að DePape hafi sagt lögregluþjónum að hann hafi verið búinn að fá nóg af „ógeðslegum lygum“ frá Washington og að hann hefði viljað tala við Nancy Pelosi. Hann er sagður hafa játað að vilja taka Nancy Pelosi í gíslingu og sagðist tilbúinn til að brjóta á henni hnéskeljarnar ef hún myndi ljúga að honum. New York Times segir DePape hafa sýnt fram á mikla öfgahyggju í færslum hans á netinu. Hann hélt úti bloggsíðu en frá því í sumar hefur hann birt þar margar færslur sem innihalda rasisma, gyðingahatur og samsæriskenningar. Öryggisgæslan fylgdi Nancy Þinglögregla Bandaríkjanna sér um öryggisgæslu 535 þingmanna sem standa frammi fyrir fordæmalausum fjölda morðhótana og annarskonar öryggisógnunum. Pelosi nýtur sérlega mikillar öryggisgæslu þar sem hún er forseti fulltrúadeildarinnar en hún var ekki heima þegar árásin var gerð. Hún var stödd í Washington DC en mest öll öryggisgæsla hennar fylgdi henni og lögregluþjónar vakta ekki öryggismyndavélar við heimilið þegar hún er ekki þar.
Bandaríkin Tengdar fréttir Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15 Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01 Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Hafði með sér frekari tól við árásina auk hamarsins Maðurinn sem réðst inn á heimili Pelosi hjóna í San Fransisco er sagður hafa haft með sér dragbönd (e. zip ties) og límband, auk hamarsins sem hann réðst að hinum 82 ára Paul Pelosi með. 30. október 2022 20:15
Árásarmaðurinn öskraði „Hvar er Nancy?“ Maðurinn sem braust inn á heimili Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, í nótt og réðst á eiginmann hennar með hamri var að leita að henni. Heimildarmenn fjölmiðla vestanhafs segja manninn hafa öskrað: „Hvar er Nancy?“ þegar hann réðst á Paul Pelosi. 28. október 2022 17:01
Brotist inn á heimili Pelosi og ráðist á eiginmann hennar Paul Pelosi, eiginmaður Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, varð fyrir árás eftir að maður braust inn á heimili þeirra hjóna í San Francisco. Paul var fluttur á sjúkrahús er talið að hann muni ná sér að fullu en Nancy var ekki á heimilinu. 28. október 2022 13:23