vopnasalinn.net Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 3. nóvember 2022 07:00 Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). Nú hefur komið í ljós að ríkislögreglustjóri, sem þá var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, fékk upplýsingar um það 10. júlí 2018, að maður sem gaf skýrslu hjá lögreglu vegna vopnalagabrots, hafi greint frá því að hann hafi keypt vopnið af föður ríkislögreglustjóra, sem selur vopn á netinu (www.vopnasalinn.net). Í skýrslutökunni var jafnframt upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt marga slíka riffla og þeir kostuðu um 1.500.000,- (dómur Landsréttar í máli nr. 607/2019, uppkveðinn 29. janúar 2021). Við flutning málsins í héraði, 13. júní 2019, var upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt öðrum sams konar vopn og ákærða. Þrátt fyrir það sá lögreglan ekki ástæðu til þess að hefja rannsókn á meintri ólögmætri vopnasölu föður ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal lögregla hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkislögreglustjóri hafði upplýsingar um það sumarið 2018 að grunur léki á að faðir hennar væri að selja ólögleg vopn, sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla, sem í raun eru ekkert annað en hríðskotabyssur. Þær upplýsingar voru síðan staðfestar í héraðsdómi 13. júní 2019. Af framansögðu er ljóst að ríkislögreglustjóri virðist hafa látið sér í léttu rúmi liggja að rökstuddur grunur væri uppi um að faðir hennar væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Við húsleit lögreglu í ,,stóra hryðjuverkamálinu” fjórum árum síðar fundust meðal annars samskonar vopn og fjallað var um í dómi Landsréttar nr. 607/2019. Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglstjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt. Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda. Er þessum mannskap treystandi til þess? Svarið er nei. Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skotvopn Lögreglan Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Í fréttum er þetta helst: „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega riffla” (mbl.is), „Faðir ríkislögreglustjóra hafi selt ólögleg vopn” (fréttablaðið.is), Faðir ríkislögreglustjóra smíðaði og seldi ólöglega riffla” (dv.is), „Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla” (vísir.is), Sagan af vélbyssusöfnurunum og föður ríkislögreglustjóra (kveikur/ruv.is), „Pabbi Vopnasali” (eiríkurjónsson.is). Nú hefur komið í ljós að ríkislögreglustjóri, sem þá var lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu, fékk upplýsingar um það 10. júlí 2018, að maður sem gaf skýrslu hjá lögreglu vegna vopnalagabrots, hafi greint frá því að hann hafi keypt vopnið af föður ríkislögreglustjóra, sem selur vopn á netinu (www.vopnasalinn.net). Í skýrslutökunni var jafnframt upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt marga slíka riffla og þeir kostuðu um 1.500.000,- (dómur Landsréttar í máli nr. 607/2019, uppkveðinn 29. janúar 2021). Við flutning málsins í héraði, 13. júní 2019, var upplýst að faðir ríkislögreglustjóra hefði selt öðrum sams konar vopn og ákærða. Þrátt fyrir það sá lögreglan ekki ástæðu til þess að hefja rannsókn á meintri ólögmætri vopnasölu föður ríkislögreglustjóra. Samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal lögregla hvenær sem þess er þörf hefja rannsókn út af vitneskju eða grun um að refsivert brot hafi verið framið hvort sem henni hefur borist kæra eða ekki. Ríkislögreglustjóri hafði upplýsingar um það sumarið 2018 að grunur léki á að faðir hennar væri að selja ólögleg vopn, sjálfvirka eða hálfsjálfvirka riffla, sem í raun eru ekkert annað en hríðskotabyssur. Þær upplýsingar voru síðan staðfestar í héraðsdómi 13. júní 2019. Af framansögðu er ljóst að ríkislögreglustjóri virðist hafa látið sér í léttu rúmi liggja að rökstuddur grunur væri uppi um að faðir hennar væri að selja hríðskotabyssur á Íslandi. Við húsleit lögreglu í ,,stóra hryðjuverkamálinu” fjórum árum síðar fundust meðal annars samskonar vopn og fjallað var um í dómi Landsréttar nr. 607/2019. Það er ætlun lögreglu, hvort sem að það stenst skoðun eða ekki, að þessi vopn hafi meðal annars átt að nota til þess að gera hryðjuverkaárás á lögregluna. Það er ákveðin kaldhæðni fólgin í því að ríkislögreglustjóri og embætti lögreglstjórans á höfuðborgarsvæðinu bjuggu yfir upplýsingum um þessa vopnasölu í fjögur ár án þess að aðhafast neitt. Með því er staðfest að dómgreindar- og getuleysi lögreglu til þess rannsaka sakamál á grundvelli upplýsinga sem eru beint fyrir framan nefið á henni er algjört. Á sama tíma er lögreglan með háværar kröfur um fá að njósna eftirlitslaust um borgarana á grundvelli svokallaðra forvirkra rannsóknarheimilda. Er þessum mannskap treystandi til þess? Svarið er nei. Höfundur er lögmaður.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar