Sextíu ár síðan leikmaður byrjaði NBA tímabil svona Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 15:01 Luka Doncic á ferðinni með boltann í sigri Dallas Mavericks í nótt. AP/Gareth Patterson Luka Doncic hélt áfram uppteknum hætti í NBA-deildinni í körfubolta í nótt þegar hann skoraði 33 stig í 103-100 sigri Dallas Mavericks á Utah Jazz. Doncic hefur þar með skorað þrjátíu stig eða meira í fyrstu sjö leikjum tímabilsins sem er svo sjaldgæft að sjálfur Michael Jordan náði því aldrei á sínum magnaða ferli. Jordan náði mest sex fyrstu leikjunum yfir þrjátíu stig og Doncic fót því fram úr honum í nótt. Luka drives and scores for his 7th straight game with 30+ PTS this season pic.twitter.com/Djn5RBGV3i— NBA (@NBA) November 3, 2022 Það þarf í raun að fara sextíu ár aftur í tímanna, allt til tímabilsins 1962-63, til að finna síðasta leikmann sem náði þessu. Sá hét Wilt Chamberlain en hann skoraði yfir þrjátíu stig í 23 fyrstu leikjum þess tímabils. Wilt bætti þá eigið met eftir að hafa skorað yfir þrjátíu stig í átta fyrstu leikjunum þremur tímabilum fyrr. „Þetta er sjaldgæft og við fáum að sjá þetta á hverju kvöldi,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, eftir leikinn í nótt. Luka Doncic becomes the first player since Wilt in 1962 to start the season with 7 straight 30+ PTS games pic.twitter.com/lsDQN01p8A— Hoop Muse (@HoopMuse) November 3, 2022 Doncic er með 36,1 stig að meðaltali í þessum fyrstu sjö leikjum en á síðustu sextíu NBA-tímabilum hafa aðeins tveir leikmenn skorað meira í leik í upphafi leiktíðar en það eru þeir Michael Jordan (37,0 stig í leik 1986-87) og James Harden (36,6 stig í leik 2019-20). Doncic er enn bara 23 ára gamall og á sínu fimmta tímabili í NBA-deildinni. Hann er líka að spila uppi félaga sína en Slóveninn var líka með ellefu stoðsendingar í nótt og hefur þegar átt fjóra 30-10 leiki á tímabilinu. Restin af deildinni er aðeins samanlagt með fjóra slíka leiki. Luka Doncic becomes the 3rd player (4th instance) in NBA history to score 30+ points in their first 7 games of the season! #MFFL pic.twitter.com/GRpuW2T9mW— NBA History (@NBAHistory) November 3, 2022 NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira
Doncic hefur þar með skorað þrjátíu stig eða meira í fyrstu sjö leikjum tímabilsins sem er svo sjaldgæft að sjálfur Michael Jordan náði því aldrei á sínum magnaða ferli. Jordan náði mest sex fyrstu leikjunum yfir þrjátíu stig og Doncic fót því fram úr honum í nótt. Luka drives and scores for his 7th straight game with 30+ PTS this season pic.twitter.com/Djn5RBGV3i— NBA (@NBA) November 3, 2022 Það þarf í raun að fara sextíu ár aftur í tímanna, allt til tímabilsins 1962-63, til að finna síðasta leikmann sem náði þessu. Sá hét Wilt Chamberlain en hann skoraði yfir þrjátíu stig í 23 fyrstu leikjum þess tímabils. Wilt bætti þá eigið met eftir að hafa skorað yfir þrjátíu stig í átta fyrstu leikjunum þremur tímabilum fyrr. „Þetta er sjaldgæft og við fáum að sjá þetta á hverju kvöldi,“ sagði Jason Kidd, þjálfari Dallas Mavericks, eftir leikinn í nótt. Luka Doncic becomes the first player since Wilt in 1962 to start the season with 7 straight 30+ PTS games pic.twitter.com/lsDQN01p8A— Hoop Muse (@HoopMuse) November 3, 2022 Doncic er með 36,1 stig að meðaltali í þessum fyrstu sjö leikjum en á síðustu sextíu NBA-tímabilum hafa aðeins tveir leikmenn skorað meira í leik í upphafi leiktíðar en það eru þeir Michael Jordan (37,0 stig í leik 1986-87) og James Harden (36,6 stig í leik 2019-20). Doncic er enn bara 23 ára gamall og á sínu fimmta tímabili í NBA-deildinni. Hann er líka að spila uppi félaga sína en Slóveninn var líka með ellefu stoðsendingar í nótt og hefur þegar átt fjóra 30-10 leiki á tímabilinu. Restin af deildinni er aðeins samanlagt með fjóra slíka leiki. Luka Doncic becomes the 3rd player (4th instance) in NBA history to score 30+ points in their first 7 games of the season! #MFFL pic.twitter.com/GRpuW2T9mW— NBA History (@NBAHistory) November 3, 2022
NBA Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? Körfubolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Ítalía | Tekst aftur að vinna Ítali? „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Fjórði sigur Njarðvíkurstelpna í röð Sækja allar ruslatunnur úr Grindavík Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao Sjá meira