Gestir klæða sig úr fötunum inni í fjalli í Þjórsárdal Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 3. nóvember 2022 22:30 Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni í Þjórsárdal í dag. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. „Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
„Fjallaböðin“, hótel og baðaðstaða er nýtt verkefni í Þjórsárdal, sem hófst í dag þegar fyrsta skóflustungan var tekin. Einnig verður byggð upp gestastofa, veitingaaðstaða, fjölbreyttir gistimöguleikar, sýningarhald og upplýsingamiðstöð á staðnum. Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Grímur Sæmundsen, forstjóri Bláa Lónsins, Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnúpverjahrepps og Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna tóku saman fyrstu skóflustunguna af nýju aðstöðunni að viðstöddu fjölmenni. Það er í Rauðukömbum í Þjórsárdal þar sem nýi baðstaðurinn mun rísa. „Já, við erum hér að byggja eitt metnaðarfyllsta verkefni í íslenskri ferðaþjónustu. Við erum með mjög metnaðarfulla nálgun í hönnun mannvirkisins, nálgun okkar í sjálfbærni, umhverfismálum, þetta verkefni hefur í raun og veru verið í þróun í sjö ár,“ segir Magnús Orri Marínarson Schram, framkvæmdastjóri Fjallabaðanna. “Fólk fer inn í fjallið og skiptir um föt og fer svo út í bað í hluta til í helli og svo mun það njóta hér útsýnisins suður hér niður dalinn í heitu lóni og svo verður gisting og veitingaaðstaða,“ bætir Magnús Orri við. Magnús segir að framkvæmdum eigi að vera lokið 2025 og þær munu kosta sex til átta milljarða króna með gestastofunni. Mikill áhugi er á verkefninu á meðal heimamanna í Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Forsætisráðherra er mjög hrifin af verkefninu. En ætlar hún að fara inn í fjallið og klæða sig úr þar til að fara í baðlónið? „Það á nú eftir að koma í ljós. Ég er nú bara þannig manneskja að mér finnst alltaf mest gaman að fara bara í venjulega sundlaug en hver veit nema að ég eigi eftir að koma hér og kynna mér baðstaðinn, en ég á eftir að koma mjög oft í Þjórsárdal, það er eins og ég segi frábær staður og mikill uppáhaldsstaður hjá mér,“ segir Katrín Jakobsdóttir. Heimamenn í Skeiða- og Gnúpverjahreppi eru alsælir með að nú séu framkvæmdir hafnar við þetta risa verkefni í Þjórsárdal. „Hér búa einungis tæplega 600 íbúar og hér er að fara af stað uppbygging á stórkostlegu verkefni tengt ferðaþjónustu, sem mun skapa yfir 100 störf til lengri tíma og annað eins í afleitt störf,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða og Gnjúpverjahrepps alsæll með nýja verkefnið. Fjöldi heimamanna mætti í Þjórsárdalinn í dag í góða veðrinu.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Skeiða- og Gnúpverjahreppur Ferðamennska á Íslandi Sundlaugar Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira