Það kemur til þín fólk sem styður þína hlið á málunum. Hentu bara allri reiði sem gerir ekkert annað en að pirra þig í klósettið og um leið og sálin tekur inn frið og ró þá kemur upp í hendurnar á þér það sem þú þarfnast.
Eitthvað sem þú hafðir verið að gera í fortíðinni bankar aftur upp á og þú tekur brosandi á móti því. Þetta getur verið einhver persóna sem skiptir þig máli eða eitthvað sem þú áttir hlutdeild að. Það greiðist úr flestum flækjum hjá þér og birtir til og það er ótrúlega sterk orka yfir þér frá 6 til 26 nóvember. Því þá er eins og það séu galdrar og þú verður svo heppinn með þær persónur sem eru hjá þér.
Það sem þú þarft að skoða rosalega vel elsku Sporðdrekinn minn, eru smáatriðin, það er að tala skýrt og að vera með einhverskonar skipulag. Og þó að þú getir verið mikið heima við skaltu framkvæma allt sem þér býðst sem tengir því að fara út úr húsinu og að hitta annað fólk. Til dæmis að svara símtölum, en ef þú vilt það alls ekki að blokka viðkomandi svo það pirri þig ekki.
En ef þú þarft að endurskipuleggja eitthvað sem tengist fjármálum eða veraldlegum gæðum, þá er góður tími að vera búinn að klára það fyrir þann fimmtánda nóvember. Líka ef þig vantar aðstoð við eitthvað sem þér finnst þú ekki geta gert sjálfur, þá skaltu bara vera ósmeykur við að spyrja. Þann fimmta nóvember fer Venus inn í Sporðdreka sem getur verið erfiður tími fyrir mörg merki en þú átt eftir að finna ástina í þínu hjarta.
Knús og kossar, Sigga Kling