Liverpool sagt vera búið að taka til hliðar peninga vegna mögulegra kaupa á Jude Bellingham Smári Jökull Jónsson skrifar 3. nóvember 2022 23:16 Jude Bellingham er einn eftirsóttasti leikmaður heims um þessar mundir. Vísir/Getty Sagan um möguleg félagaskipti Jude Bellingham verður án efa fyrirferðamikil í allan vetur. Hann hefur lengi vel verið orðaður við Liverpool og nú berast fregnir af því að eigendur enska liðsins séu búnir að leggja til hliðar peninga sem nota á vegna mögulegra kaupa næsta sumar. Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup. Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira
Jude Bellingham er einn eftirsóttasti knattspyrnumaður heims um þessar mundir. Hann er leikmaður Borussia Dortmund í Þýskalandi og hefur getið sér gott orð þrátt fyrir ungan aldur en hann er fæddur árið 2003 og því aðeins nítján ára gamall. Hann á fast sæti í landsliðshópi Englendinga og verður vafalaust í eldlínunni á heimsmeistaramótinu í Qatar síðar í mánuðinum. Bellingham hefur nú þegar leikið sautján landsleiki fyrir England. Lengi vel hefur Bellingham verið orðaður við Liverpool og ljóst er að enska liðið hefur mikinn áhuga á að tryggja sér hans þjónustu næsta sumar. Þeir reyndu fyrst að fá hann til liðs við sig þegar Bellingham var aðeins níu ára og hafa lengi fylgst með honum. Samkeppni frá stórveldum Þeir fá þó án efa samkeppni því Real Madrid er einnig sagt áhugasamt og við það félag er erfitt að segja nei. Þá hafa Chelsea, Manchester City og Manchester United einnig verið sögð hafa áhuga á Bellingham. Nú greina enskir fjölmiðlar frá því að eigendur Liverpool, bandaríska stórveldið FSG, séu búnir að leggja til hliðar háa upphæð sem nota á til kaupa á Bellingham næsta sumar. Upphæðin nemur 86 milljónum punda sem flestir telja þó að dugi skammt til sannfæra Dortmund um að selja ungstirnið en hann er með samning við þýska stórveldið til ársins 2025 Jurgen Klopp hefur ekki farið leynt með það að hann vill endurnýja á miðsvæði liðsins. Bellingham er mikilvægur hluti af því púsli og takist það ekki er ljóst að stuðningsmenn Liverpool munu láta heyra í sér enda nú þegar töluverð óánægja innan þeirra raða vegna hversu litlum peningum þeir finnst FSG verja í leikmannakaup.
Þýski boltinn Enski boltinn Mest lesið Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Enski boltinn Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Enski boltinn Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Körfubolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Blær var uppeldisfélaginu erfiður í kvöld Handbolti 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Fótbolti San Marínó vann aftur og komst upp Fótbolti „Þessi strákur er bara algjört grín“ Sport Fleiri fréttir Tengdasonur Keane skoraði fyrir enska landsliðið Hringir og hringir en fær alltaf nei Heimildaþáttaröð um lið Rooney og Guðlaugs Victors Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum San Marínó vann aftur og komst upp Króatar og Danir tryggðu sér sæti í átta liða úrslitunum 27 þúsund miðar seldir á leikinn á morgun Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Amorim fékk loksins að stýra æfingu hjá Man. United Liverpool fær Van Dijk fyrr til baka Jóhann Berg um Aron Einar: Ég veit hvernig honum líður Kane í viðtali við nýju styttuna af honum Svona var blaðamannafundur Íslands í Wales Aron Einar ekki með á morgun Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Utan vallar: Tilviljanirnar verða vart ótrúlegri | Ég skammaðist mín Tóku mynd af sér með Ronaldo eftir stórt tap: „Af hverju er það ekki í lagi?“ Ekki útlit fyrir breytingar á hópnum fyrir stórleikinn gegn Wales Fékk sjö leikja bann fyrir það sem hann sagði um eigin fyrirliða Hin 38 ára Marta gerði tvær að fíflum með ótrúlegu marki Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Frakkar lögðu Ítali í Mílanó Haaland með þrennu og Norðmenn efstir Lærisveinar Heimis teknir í kennslustund á Wembley Góður sigur U21-árs strákanna á Spáni Glódís kom Bæjurum á bragðið með hörkuskalla Sjá meira