Íslendingar Evrópumeistarar í jólalögum og vögguvísum Bjarki Sigurðsson skrifar 4. nóvember 2022 09:10 Mariah Carey er enn eitt árið komin á vinsældalista Íslendinga á Spotify. Getty/Jeff Kravitz Jólalög eru mætt á vinsældalista Íslands á Spotify. Tvö erlend jólalög eru á listanum en líklegt er að fleiri bætist við á næstu dögum. Írar eru eina Evrópuþjóðin sem einnig er komin með jólalag á sinn vinsældalista. Lagið All I Want for Christmas Is You með söngkonunni Mariah Carey er sem stendur í 26. sæti vinsældalista Íslands á Spotify. Neðar á listanum má svo finna Last Christmas með Wham sem er í 45. sæti listans. Last Christmas mætti á listann í dag en Carey er búin að sitja þar síðan í gær. Einungis ein Evrópuþjóð er einnig komið í jólaskap í byrjun nóvember og eru það Írar. All I Want for Christmas Is You er í 33. sæti listans þar. Þar eru með einungis eitt lag á sínum lista og skáka því ekki íslenskum jólabörnum þetta árið. Spotify-notkun Íslendinga er þó í sérflokki og er það líklegast söngkonunni Hafdísi Huld að þakka. Hún er eini tónlistarmaður Evrópu sem er með heila barnaplötu á vinsældalista Spotify. Öll fimmtán lögin af plötunni Vögguvísur eru nefnilega á listanum og raða sér í 4. til 28. sæti. Séu lög Hafdísar fjarlægð af listanum er jólalag Mariah Carey í 12. sæti. Jól Tónlist Spotify Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Lagið All I Want for Christmas Is You með söngkonunni Mariah Carey er sem stendur í 26. sæti vinsældalista Íslands á Spotify. Neðar á listanum má svo finna Last Christmas með Wham sem er í 45. sæti listans. Last Christmas mætti á listann í dag en Carey er búin að sitja þar síðan í gær. Einungis ein Evrópuþjóð er einnig komið í jólaskap í byrjun nóvember og eru það Írar. All I Want for Christmas Is You er í 33. sæti listans þar. Þar eru með einungis eitt lag á sínum lista og skáka því ekki íslenskum jólabörnum þetta árið. Spotify-notkun Íslendinga er þó í sérflokki og er það líklegast söngkonunni Hafdísi Huld að þakka. Hún er eini tónlistarmaður Evrópu sem er með heila barnaplötu á vinsældalista Spotify. Öll fimmtán lögin af plötunni Vögguvísur eru nefnilega á listanum og raða sér í 4. til 28. sæti. Séu lög Hafdísar fjarlægð af listanum er jólalag Mariah Carey í 12. sæti.
Jól Tónlist Spotify Mest lesið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Guðni Th. orðinn afi Lífið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið „Áttum mörg falleg móment þar sem við töluðum um framtíðina“ Makamál Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira