Lífið

Í ljósi sögunnar ekki allur

Bjarki Sigurðsson skrifar
Vera Illugadóttir er þáttarstjórnandi Í ljósi sögunnar.
Vera Illugadóttir er þáttarstjórnandi Í ljósi sögunnar. Vísir/Vilhelm

Næsti þáttur af Í ljósi sögunnar kemur út seinna í þessum mánuði. Þrír mánuðir eru síðan síðasti þáttur kom út. Hörðustu aðdáendur hafa viðrað áhyggjur af því að útgáfu þáttarins hefði verið hætt.

Síðasti þáttur Í ljósi sögunnar kom út þann 5. ágúst síðastliðinn. Sá þáttur fjallaði um fjöllistamanninn Claude Cahun sem stóð í andspyrnu gegn Þjóðverjum í seinni heimsstyrjöld. 

Síðan þá hefur ekki einn einasti þáttur komið út og eru aðdáendur margir hverjir orðnir ansi óþreyjufullir. 

Í samtali við fréttastofu segir Vera Illugadóttir, þáttastjórnandi Í ljósi sögunnar, að hún hafi verið í öðrum verkefnum hjá Rás 1 síðustu mánuði og því ekki getað gert þátt.

„Ég er búin að vera í Þetta helst í hádegisútvarpinu síðustu þrjá mánuði eða svo,“ segir Vera.

Það er þó ekki langt í næsta þátt, hann kemur út seinna í mánuðinum. Nú er það bara að bíða aðeins lengur og fylgjast með á föstudögum hvort þátturinn birtist á helstu hlaðvarpsveitum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.