Tónlist

24 ára gamalt lag í glænýjum búning

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Bebe Rexha situr í fyrsta sæti íslenska listans á FM ásamt David Guetta með lagið I'm Good (Blue)
Bebe Rexha situr í fyrsta sæti íslenska listans á FM ásamt David Guetta með lagið I'm Good (Blue) Instagram @beberexha

Tónlistarfólkið David Guetta og Bebe Rexha sitja í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957 þessa vikuna með lagið I’m Good (Blue). Er hér á ferðinni eins konar endurgerð á laginu Blue Da Ba Dee sem næntís sveitin Eiffel 65 gerði gífurlega vinsælt árið 1998.

Endurgerðir á gömlum lögum eru mjög vinsælar í tónlistarheiminum í dag en má til dæmis nefna nýleg lög Eltons John þar sem hann tekur gamla slagara sína og setur í nýjan búning. 

Lagið hans og Britney Spears, Hold Me Closer, er til dæmis nýstárleg endurútgáfa af laginu Tiny Dancer sem Elton sendi frá sér árið 1971. Hold Me Closer situr einmitt í öðru sæti Íslenska listans um þessar mundir.

Íslenski listinn er fluttur alla laugardaga á milli klukkan 14:00 og 16:00 á FM957.

Lög Íslenska listans:

Íslenski listinn á Spotify:


Tengdar fréttir

Morgunsólin skín á Íslenska listanum

Tónlistarmaðurinn Aron Can skaust upp á stjörnuhimininn árið 2016 og hefur með sanni náð góðum árangri í íslensku tónlistarlífi. Lagið hans Morgunsólin situr í áttunda sæti íslenska listans á FM þessa vikuna.

Óheilög og gríðarlega vinsæl

Tónlistarfólkið Sam Smith og Kim Petras sameinaði krafta sína við lagið Unholy sem situr í sjöunda sæti Íslenska listans á FM þessa vikuna. Lagið kom út fyrir mánuði síðan og hefur slegið í gegn í tónlistarheiminum sem og á samfélagsmiðlinum TikTok.

Bríet í fyrsta sæti Íslenska listans

Íslenska stórstjarnan Bríet situr á toppi Íslenska listans í þessari viku með ábreiðu af laginu Dýrð í dauðaþögn en lagið hefur verið á leið upp listann að undanförnu.

Armensk Eurovision söngkona slær í gegn

Söngkonan Rosa Linn keppti fyrir hönd Armeníu í Eurovision síðastliðið vor með lagið Snap en það situr í fjórða sæti Íslenska listans þessa vikuna, tæpum fimm mánuðum eftir keppnina.

Britney Spears og Elton John á toppi Íslenska listans

Tónlistarfólkið Britney Spears og Elton John sendu frá sér lagið Hold Me Closer í lok ágúst við góðar viðtökur. Lagið fór í fyrsta sæti á breska vinsældarlista, náði inn á topp tíu á bandaríska Billboard listanum og situr nú í fyrsta sæti Íslenska listans á FM957.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.