Eftir góða byrjun heimaliðsins komust Haukar inn í leikinn og var staðan jöfn 12-12 í hálfleik. Í síðari hálfleik var allt jafnt framan af en í stöðunni 18-18 skoraði Anorthosis þrjú mörk í röð og eftir það var í raun aldrei spurning hvoru megin sigurinn myndi enda.
Munurinn fór mest upp í sex mörk en á endanum vann heimaliðið fjögurra marka sigur, lokatölur 26-22. Það er því ljóst að Haukar eiga á brattann að sækja í leik morgundagsins.
Adam Haukur Baumruk og Stefán Rafn Sigurmannsson voru markahæstir í liði Hauka með sex mörk hvor.