Neyðaróp bárust klukkutímum fyrir hörmungarnar Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 5. nóvember 2022 23:01 Fjöldi fólks syrgði látin ungmenni í Seúl í Suður-Kóreu í gær. Woohae Cho/Getty Images „Einhver á eftir að láta lífið,“ voru skilaboð sem bárust lögreglunni í Seúl í Suður-Kóreu mörgum klukkutímum áður en 156 létu lífið í troðningi á hrekkjavökuhátíð síðustu helgi. Fleiri símtöl bárust lögreglu sem loks gaf undan og sendi nokkra lögreglumenn á vettvang. En þá var það orðið of seint. Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið. Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Hátíðarhöld höfðu verið smærri í sniðum síðustu tvö ár vegna kórónuveirufaraldursins. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld af þessari stærð fóru fram í langan tíma og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. Lögreglan hefur til aðdraganda hörmunganna til rannsóknar en vitni segja að troðningurinn hafi hafist þegar fjöldi fólks safnaðist saman inni í húsasundi. Greint hefur verið frá því að húsasundið hafi verið um fjórir metrar á breidd, fjörutíu metra langt og hallað niður á við. Þar er fólkið sagt hafa dottið og ekki getað staðið upp á nýjan leik. Fjölmargir söfnuðust saman í húsasundinu í Itaewon.Chung Sung-Jun/Getty Images Gátu hvorki hreyft sig né andað Þeir sem féllu eru sagðir hafa hvorki getað hreyft sig né andað vegna þrengslanna í húsasundinu. Á meðan troðningnum stóð voru fleiri að reyna að troða sér inn í húsasundið, án þess að sjá að fólk hafði dottið framar í þrengslunum. Eins og fyrr segir bárust lögreglumönnum í borginni fjölmörg símtöl þar sem fólk lýsti yfir áhyggjum af aðstæðunum. Strax klukkan 16:00 að staðartíma lýsti bílastæðavörður aðstæðunum sem mjög slæmum. Fleiri lýstu yfir áhyggjum og klukkan 18:34 barst lögreglu fyrsta símtal af mörgum. „Þetta lítur ekki vel út, mér líður eins og fólk gæti troðist undir, ég komst varla undan sjálfur. Ég held að þið verðið að koma á vettvang, það eru einfaldlega allt of margir hérna,“ sagði maður í símtali við lögreglu. Fleiri lýstu sambærilegum aðstæðum í kjölfarið. Lögregla brást ekki hratt við. CNN greinir frá. Alls létu 159 lífið og fjölmargir slösuðust.Chung Sung-Jun/Getty Images Grátbað lögreglu um aðstoð Rétt eftir 20:30 barst lögreglu símtal þar sem viðmælandi grátbað lögreglu að mæta á staðinn. Troðningur færðist enda mikið í aukana milli átta og níu. Og áfram bættist í hópinn. Loks klukkan 21:30 bárust fregnir af því að einhver hafi látið lífið í troðningnum. Mikil skelfing greip um sig í kjölfarið. Sjúkraliðar reyndu að veita skyndihjálp sem reyndist torvelt vegna fólksfjöldans. Neyðarástandi var lýst yfir um miðnætti, þar sem fólk var beðið um að fara ekki inn í Itaewon, hverfið þar sem troðningurinn átti sér stað. Sjúkrahús í borginni voru í viðbragðsstöðu. Skömmu eftir miðnætti, klukkan 00:30, fóru myndbönd af líkpokum og sjúkraliðum á vettvangi í dreifingu á samfélagsmiðlum. Yfirvöld sögðu að minnst 59 væru látnir klukkan 01:00 og að fjölda væri saknað. Yfirvöld í Seúl viðurkenndu mistök í vikunni og sögðu að ráðstafanir og skipulag alls ekki hafa verið fullnægjandi. Ríkisstjórn landsins muni gera allt til að koma í veg fyrir að sambærilegar hörmungar endurtaki sig og að yfirvöld hafi átt að bregðast fyrr við. Mikill meirihluta þeirra sem létust í troðningnum voru ungt fólk og hafa aðstandendur syrgt látin ungmenni á samfélagsmiðlum. Slysið er það annað mannskæðasta sem orðið hefur í sögu Suður-Kóreu. Hér að neðan er ítarleg sjónvarpsfrétt CNN um málið.
Suður-Kórea Hrekkjavaka Tengdar fréttir Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42 Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21 Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Sjá meira
Viðurkenna mistök sín í kjölfar hrekkjavökuhörmunga Yfirvöld í Seúl hafa viðurkennt mistök sín hvað varðar fjöldastjórnun í kjölfar hrekkjavökuhörmunga í Itaewon-hverfi borgarinnar. Fjöldi látinna hefur hækkað og eru 156 nú sagðir látnir eftir slysið. 2. nóvember 2022 21:42
Féllu hvert um annað og gátu ekki staðið upp Tala látinna í Seoul í Suður-Kóreu er komin í 153 eftir gífurlegan troðning á hrekkjavökuhátíð í gær. Var þetta í fyrsta sem hátíðarhöld sem þessi fóru fram frá því fyrir tíma Covid og höfðu tugir þúsunda komið saman í miðbæ borgarinnar. 30. október 2022 10:21
Fjöldi látinna í Seúl heldur áfram að hækka Að minnsta kosti 149 eru látin og 150 slösuð eftir að mikill troðningur varð á hrekkjavökufagnaði í Itaewon-hverfi Seúl í Suður-Kóreu í dag. Fyrr í dag greindu miðlar frá því að fimmtíu manns hefðu farið í hjartastopp á viðburðinum. Nærri tvö þúsund viðbragðsaðilar eru sagðir á svæðinu. 29. október 2022 23:34