Erlent

Varð fjórum að bana eftir slagsmál í brúðkaupi

Ólafur Björn Sverrisson skrifar
Lögreglan í Madrid rannsakar málið.
Lögreglan í Madrid rannsakar málið. epa

Ökumaður varð þremur að bana fyrir utan veitingastað í Madríd, höfuðborgar Spánar þar sem brúðkaupsveisla fór fram. 65 ára gömul kona karlmenn á aldrinum og 60, 37 og 17 létu lífið og fjórir til viðbótar eru alvarlega særðir. 

El Mundo greinir frá. Þar segir að meintur gerandi hafi verið handtekinn skömmu eftir árásina sem átti sér stað í bænum Torrejón, í grennd við Madríd. Tveir til viðbótar voru í bílnum og öðrum þeirra er enn leitað. 

Frumrannsókn bendir til að morðið hafi verið framið undir lok brúðkaupsveislu og eftir að slagsmál brutust út. Í átökunum var bifreið þá ekið á fullri ferð niður götuna og á fólk þar fyrir utan veitingastaðinn. Eins og áður segir er málið enn í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×