Boðar frumvarp til að skera endurupptökudóm úr snörunni Kjartan Kjartansson skrifar 6. nóvember 2022 10:19 Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra segir „mistúlkun“ á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Vísir/Vilhelm Dómsmálaráðherra segir að unnið sé að frumvarpi til þess að skýra lög um endurupptökudóm og leysa ágreining milli hans og Hæstaréttar. Ólík túlkun dómstiganna á lögunum leiddi nýlega til viðsnúnings í hrunmáli og fleiri gætu fylgt í kjölfarið. Hæstiréttur vísaði frá hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur í síðasta mánuði. Frávísunin þýddi að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP-banka, var endurreistur. Hæstiréttur hafði snúið þeim dómi við og dæmt Styrmi Þór í eins árs fangelsi árið 2013. Forsendur frávísunarinnar voru þær breytingar sem urðu á íslensku dómskerfi með tilkomu Landsréttar en munnleg sönnunarfærsla fer ekki lengur fram fyrir Hæstarétti. Ein af ástæðum þess að endurupptökudómstóll féllst á beiðni um endurupptöku máls Styrmirs Þórs var að ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla þegar Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir níu árum. Hæstiréttur taldi sig þannig ekki getað bætt úr ágallanum sem leiddi til endurupptökunnar. Hann gæti heldur ekki hnekkt niðurstöðu endurupptökudóms eða vísað málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu frá með fyrrgreindum afleiðingum. Taldi Hæstiréttur að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar vísaði endurupptökudómur öðru hrunmáli, máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, til Hæstaréttar í síðustu viku. Í úrskurði hans þá kom fram að að dómurinn túlkar lög þannig að hann geti aðeins sent þau mál til Landsréttar til endurupptöku sem voru upphaflega rekin þar. Miðað við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Styrmis Þórs má ætla að máli Ívars verði einnig vísað frá. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2016 en í héraði var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands sagði Vísi í síðustu viku að þessi vinnubrögð endurupptökudóms væru „ótæk“. Bregðast við sem allra fyrst Í viðtali við mbl.is boðar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, frumvarp sem eigi að skýra löggjöfina um endurupptökudóm og koma í veg fyrir að slík pattstaða komi upp aftur. „Þetta er mjög óheppileg staða þannig að við því verður að bregðast sem allra fyrst,“ er haft eftir ráðherranum. Svaraði Jón ekki beint hver bæri ábyrgð á því að málum sem hafa velkst um fyrir dómstólum í áratug sé vísað frá vegna tæknilegra galla. „Það er bara mistúlkun á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Við verðum að koma fram með lagabreytingu til þess að höggva á þennan hnút.“ Dómsmál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Hæstiréttur vísaði frá hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur í síðasta mánuði. Frávísunin þýddi að sýknudómur Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Styrmi Þór Bragasyni, fyrrverandi forstjóra MP-banka, var endurreistur. Hæstiréttur hafði snúið þeim dómi við og dæmt Styrmi Þór í eins árs fangelsi árið 2013. Forsendur frávísunarinnar voru þær breytingar sem urðu á íslensku dómskerfi með tilkomu Landsréttar en munnleg sönnunarfærsla fer ekki lengur fram fyrir Hæstarétti. Ein af ástæðum þess að endurupptökudómstóll féllst á beiðni um endurupptöku máls Styrmirs Þórs var að ekki hefði farið fram milliliðalaus sönnunarfærsla þegar Hæstiréttur sakfelldi hann fyrir níu árum. Hæstiréttur taldi sig þannig ekki getað bætt úr ágallanum sem leiddi til endurupptökunnar. Hann gæti heldur ekki hnekkt niðurstöðu endurupptökudóms eða vísað málinu sjálfur til Landsréttar. Því væri óhjákvæmilegt að vísa málinu frá með fyrrgreindum afleiðingum. Taldi Hæstiréttur að endurupptökudómur hefði átt að vísa málinu til Landsréttar. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu Hæstaréttar vísaði endurupptökudómur öðru hrunmáli, máli Ívars Guðjónssonar, fyrrverandi forstöðumanns eigin fjárfestinga Landsbankans, til Hæstaréttar í síðustu viku. Í úrskurði hans þá kom fram að að dómurinn túlkar lög þannig að hann geti aðeins sent þau mál til Landsréttar til endurupptöku sem voru upphaflega rekin þar. Miðað við niðurstöðu Hæstaréttar í máli Styrmis Þórs má ætla að máli Ívars verði einnig vísað frá. Hann hlaut tveggja ára fangelsisdóm í Hæstarétti árið 2016 en í héraði var hann dæmdur í níu mánaða fangelsi. Dósent við lagadeild Háskóla Íslands sagði Vísi í síðustu viku að þessi vinnubrögð endurupptökudóms væru „ótæk“. Bregðast við sem allra fyrst Í viðtali við mbl.is boðar Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, frumvarp sem eigi að skýra löggjöfina um endurupptökudóm og koma í veg fyrir að slík pattstaða komi upp aftur. „Þetta er mjög óheppileg staða þannig að við því verður að bregðast sem allra fyrst,“ er haft eftir ráðherranum. Svaraði Jón ekki beint hver bæri ábyrgð á því að málum sem hafa velkst um fyrir dómstólum í áratug sé vísað frá vegna tæknilegra galla. „Það er bara mistúlkun á milli Hæstaréttar og endurupptökudóms. Við verðum að koma fram með lagabreytingu til þess að höggva á þennan hnút.“
Dómsmál Dómstólar Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25 Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39 Mest lesið Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Minnist móður sinnar sem lést í morgun Innlent Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Verður aflífaður eftir allt saman Innlent Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Sjötíu milljóna starfslokasamningur sex mánuðum eftir endurkjör Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sjá meira
Tæplega áratugsgömul sýkna í Exeter-máli endurreist með frávísun Hæstaréttar Hluta svonefnds Exeter-máls sem endurupptökudómur úrskurðaði að skyldi tekið upp aftur var vísað frá Hæstarétti í dag. Niðurstaðan þýðir að sýknudómur í héraði yfir fyrrverandi forstjóra MP bank stendur óhaggaður. 5. október 2022 18:25
Frávísunar krafist vegna dýrkeyptra mistaka í málum útrásarvíkinga Ríkissaksóknari hefur farið fram á frávísun í máli Milestone gegn Karli Wernerssyni í kjölfar frávísunar Hæstaréttar á sambærilegu máli Styrmis Þórs Bragasonar vegna mistaka endurupptökudóms. Nokkrum svipuðum hrunmálum var ranglega vísað til Hæstaréttar á síðasta ári. Fari hrunmál Karls og fleiri sömu leið og Styrmis standa áratugsgamlir sýknudómar óhaggaðir og ríkið dæmt til að greiða tugi milljóna í málsvarnarlaun. 13. október 2022 21:39