Hann sýndi áhorfendum bikarinn í netstreymi í vikunni.
„Já, þið sjáið það. Hérna er bikarinn,“ segir Nakamura og skellir upp úr. Áhorfandi líkir bikarnum við djúpsteiktan kjúkling og Nakamura virðist ekki ósammála samlíkingunni.
„Svona er þetta; í íslenskum stíl,“ segir stórmeistarinn og hlær.
Umræða um bikarinn hefst á mínútu 18:33 í myndbandinu hér að neðan.