Grindhoraðir nautgripir sem fái hvorki vott né þurrt Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 6. nóvember 2022 19:14 Íbúi í Borgarbyggð segir nautgripina grindhoraða; dýrin fái hvorki vott né þurrt. Steinunn Árnadóttir Íbúi í Borgarnesi segist ekkert botna í verkferlum Matvælastofnunar. Hross og nautgripir fái hvorki vott né þurrt, þrátt fyrir að dýrin eigi að vera undir eftirliti MAST. Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni. Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Vísir hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra á tveimur bóndabæjum í Borgarfirði síðan í ágúst. Á öðrum þeirra eru haldin hross en þrettán voru aflífuð vegna alvarlegs ástands í október. Önnur voru send á bæinn að nýju og tíu voru sögð í viðkvæmu ástandi. Á næsta bæ eru nautgripir en samkvæmt heimildum fréttastofu tengjast bændur umræddra bóndabæja. Þaðan var sauðfé fjarlægt í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum. „Þetta er bara hræðilegt“ Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi, segist hreinlega ekki átta sig á verklagi stofnunarinnar. Það virðist ekkert vera að gerast. „Þetta er bara hræðilegt. Það er ekki hægt að segja neitt annað, maður er algerlega orðlaus. Þetta er allt undir eftirliti hjá MAST. [Kýrnar] eru matarlausar, vatnslausar og sama staða er hjá hestunum,“ segir Steinunn í samtali við fréttastofu. Hún hringdi í lögregluna vegna ástands hestanna fyrr í dag og segir að tveir þeirra geti varla gengið vegna hófsperru. Steinunn hyggst kæra málið formlega eftir helgi. Þá segist hún einnig ætla að halda áfram að senda ábendingar á MAST, þó að stofnunin sé löngu hætt að svara. Steinunn segir að tvö hross geti varla gengið vegna hófsperru.Steinunn Árnadóttir „Það er ekkert búið að gefa þessum hestum síðan á fimmtudaginn, þeir eru búnir að vera algerlega matarlausir. Það er hægt að finna vatn ofan í skurði þarna einhvers staðar fjær, ég veit eiginlega ekki hvernig þeir ná í vatn þessar skepnur. Þeir eiga sem sagt að verða nógu horaðir svo hægt sé að reka þá upp á sláturbíl, eða fella þá á staðnum. Og sama uppi í [næstu sveit], þar er ekkert vatn hjá þessum naugripum – og ekkert fóður,“ segir Steinunn. Svandís Svavarsdóttir hefur krafið Matvælastofnun svara um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Samtök um dýravelferð á Íslandi hafa lýst yfir miklum efasemdum um hæfi stofnunarinnar en starfsfólk MAST segir umræðuna óvægna. „Vegna óvæginnar orðræðu í garð starfsfólks stofnunarinnar sér stofnunin sig þó knúna að grípa til nokkurra andsvara og reyna að skýra verkferla sína frekar og fara almennt yfir þær raðir aðgerða sem gripið er til í málum er varða velferð dýra, þótt ekki séu þær ávallt sýnilegar almenningi,“ sagði í tilkynningu frá Matvælastofnun fyrr í vikunni.
Dýraníð í Borgarfirði Borgarbyggð Hestar Dýr Dýraheilbrigði Tengdar fréttir Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13 MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00 Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45 Mest lesið Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Erlent Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Erlent Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Innlent Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Innlent 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Erlent Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Erlent Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Innlent Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Innlent Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Erlent Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Skatturinn snýr sér að íþróttafélögum og samfélagið titrar Skipulagðir glæpahópar njósni fyrir erlend ríki Sigaði löggunni á blaðbera Gengur þreyttur en stoltur frá borði „Þetta er yfirþyrmandi tilfinning“ Blöskranleg greiðsla, nýr rektor og partí fyrir kvöldsvæfa Ekki hægt að segja félagslega kjörnum formanni upp Úrslit kjörs til rektors Háskóla Íslands kynnt Kjartan Már aftur í veikindaleyfi Upphæðin kom Þórarni í opna skjöldu Treystir því að stjórnvöld setji ekki fólk á götuna Óboðin ungmenni hótuðu börnum á skólatíma við Seljaskóla Vildi afnema reglur um formann en fær tíu mánaða biðlaun Samgöngustofa gefur grænt ljós á flugbrautina Fréttastjóra RÚV blöskrar ófrægingarherferð vegna fréttaflutnings Bannað að heita Gríndal og Illuminati Njósnahópar hafi stóraukið virkni sína á Íslandi Umsagnir íbúa fjarlægðar úr skipulagsgátt Skipulagsstofnunar Njósnir Kínverja á Íslandi viðkvæmt mál sem nauðsynlegt sé að ræða Ekki við stjórn Sameykis að sakast og fátt annað í stöðunni Segir ekkert eðlilegt við starfslokasamning Sameykis Barnavernd með í för þegar lögregla stöðvaði ræktun í Mosfellsbæ Minnist móður sinnar sem lést í morgun Sólveig Anna segir sjálftöku Þórarins skefjalausa Nýbakaðir foreldrar sjúkir í nafnið Aþenu Sjá meira
Sauðfé fjarlægt af bænum og aðgerðir vegna nautrgipa langt komnar Matvælastofnun hefur gripið til aðgerða vegna meints dýraníðs á bóndabæ í Borgarfirði þar sem grunur leikur á að illa hafi verið komið fram við dýr. Starfsmenn stofnunarinnar hafa áður tekið sauðfé af bænum en stutt er síðan hestar voru teknir þaðan og þeim lógað. 29. október 2022 11:13
MAST neitaði að selja vanrækta hesta Matvælastofnun neitaði að samþykkja kauptilboð í hesta sem endað hafa í vörslu stofnunarinnar vegna vanrækslu. Stofnunin segir að lagaheimild fyrir kaupunum sé ekki til staðar og hyggst halda áfram að slátra hestum sem enda í vörslu stofnunarinnar, bregðist eigendur ekki við. 25. október 2022 20:00
Segja hrossin hafa verið færð í sláturhús og folald fellt á staðnum Tólf af hrossunum í Borgarfirði sem Vísir hefur fjallað um síðan í sumar eru sögð hafa verið felld. Matvælastofnun hafi mætt á vettvang. 18. október 2022 23:45